„Þessi saga kallast Vatnsdæla. Af Íslendingum.“
„Maður er nefndur Ketill og var kallaður þrumur …“
„… og bar Þorkell það fyrir að hann var rétttrúaður maður og elskaði Guð.“
Og endum vér þar Vatnsdæla sögu.
„Hér byrjast saga af Önundi tréfót sem er sá fyrsti partur eða upphaf Grettis sögu. 1. kapituli.“
„Önundur hét maður sonur Ófeigs bullufóts …“
„… Andaðist Þorgrímur hærukollur að Bjargi og tók Ásmundur arf eftir hann. Og endar hér að segja frá Önundi tréfót.“
Hluti Önundar þáttar tréfóts.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir á staf // Ekkert mótmerki ( 3, 4, 6).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 1 // Ekkert mótmerki ( 7?, 9?).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Fangamark CHVORK, fyrir ofan er Hermans orf flagg og ártal 1670? fyrir neðan // Ekkert mótmerki ( 11).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 2 // Ekkert mótmerki ( 13).
Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 3 // Ekkert mótmerki ( 14).
6 kver:
Band (335 mm x 234 mm x 12 mm) er frá 1976. Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.
Pappaband frá árunum 1772-1780 (330 mm x 214 mm x 4 mm).
Eldra og yngra band liggja saman í öskju.
Handritið er skrifað á Íslandi og var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 (sbr. seðil). Það er því tímasett til ca 1650-1683. Í Katalog I , bls. 126, er það tímasett til síðari hluta 17. aldar. Í sömu bók voru AM 163 b fol., AM 163 c fol., AM 163 d fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blöð 10r-11v í AM 202 g fol. Rannsóknir á vatnsmerkjum benda til þess að handritið hafi verið ritað eftir 1670.
Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1977.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.