Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 a fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1682

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-12r)
Vatnsdæla Saga
Titill í handriti

Þessi saga kallast Vatnsdæla. Af Íslendingum.

Upphaf

Maður er nefndur Ketill og var kallaður þrumur …

Niðurlag

… og bar Þorkell það fyrir að hann var rétttrúaður maður og elskaði Guð.

Baktitill

Og endum vér þar Vatnsdæla sögu.

2 (12r-15v)
Grettis saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Önundi tréfót sem er sá fyrsti partur eða upphaf Grettis sögu. 1. kapituli.

Upphaf

Önundur hét maður sonur Ófeigs bullufóts …

Niðurlag

… Andaðist Þorgrímur hærukollur að Bjargi og tók Ásmundur arf eftir hann. Og endar hér að segja frá Önundi tréfót.

Athugasemd

Hluti Önundar þáttar tréfóts.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir á staf // Ekkert mótmerki ( 3, 4, 6).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 1 // Ekkert mótmerki ( 7?, 9?).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Fangamark CHVORK, fyrir ofan er Hermans orf flagg og ártal 1670? fyrir neðan // Ekkert mótmerki ( 11).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 2 // Ekkert mótmerki ( 13).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 3 // Ekkert mótmerki ( 14).

Blaðfjöldi
i + 15 + i blöð (325 mm x 210 mm); blað 15 er minna (205 mm x 170 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðmerking 101-112.
  • Síðari tíma blaðmerking 1-15.

Kveraskipan

6 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-4 (2 tvinn: 1+4, 2+3)
  • III: bl. 5-6 (eitt tvinn: 5+6)
  • IV: bl. 7-12 (3 tvinn: 7+12, 8+11, 9+10)
  • V: bl. 13-15 (eitt tvinn + eitt blað: 13+14, 15)
  • VI: aftara saurblað 1 - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

1) Blöð 1r-11v:

  • Eindálka.
  • Línufjöldi er ca 70-76.
  • Leturflötur er ca 290 mm x 170 mm.
  • Síðutitill Vatnsdæla (sjá t.d. 11r).

Ástand

  • Blettir eru víða (sbr. t.d. blöð 7r og 9r).

Skrifarar og skrift

Skreytingar

  • Titlar sagnanna og fyrsta lína textans eru með stærra letri en meginmálið (sjá blað 1r).

  • Skreyttur upphafsstafur í upphafi texta (sjá blað 1r).

  • Við lok uppskriftar hvorrar sögu er bókahnútsígildi eða hugsanlegt merki skrifarans; það lítur út eins og tvö öfug P, belgurinn er blekfylltur. Þetta tákn er í fleiri handritum, sbr. AM 164c fol., AM 163 b fol.. AM 164c fol.,AM 163 d fol.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Önundar þætti hefur verið bætt við síðar á blaði 12r-12v og áframhaldinu á innskotsblöð 13r-15v. Upprunalega hefur þessu verið skotið framan við Grettis sögu sem nú er í AM 163 b 4to, þegar handritin tilheyrðu sömu bók.

Band

Band (335 mm x 234 mm x 12 mm) er frá 1976. Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.

Pappaband frá árunum 1772-1780 (330 mm x 214 mm x 4 mm).

Eldra og yngra band liggja saman í öskju.

Fylgigögn

  • Seðill (118 mm x 175 mm) (milli saurblaðs og blaðs 1r) með efnisyfirliti yfir sögurnar í AM 163 a fol. og AM 163 b fol. með hendi Árna Magnússonar og viðbót með hendi Þórðar Þórðarsonar: Vatnsdæla saga. Af Önundi tréfót. Grettis saga, Gunnars saga Keldugnúpsfífls. Þórðar hreðu saga. Af Ormi Stórólfssyni. Úr bók sem ég keypti 1711 af Sigurði á Ferju og tók í sundur í parta, var eldri en 1683.
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.
  • Lítill safnmarksmiði með hönd Kålunds sem límdur hefur verið á fremra kápuspjald (v) (vinstra horn efst).
  • Annar smámiði með hendi Kålunds sem límdur hefur verið á fremra kápuspjald (v) (hægra horn neðst) með upplýsingum um eldri skráningu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 (sbr. seðil). Það er því tímasett til ca 1650-1683. Í Katalog I , bls. 126, er það tímasett til síðari hluta 17. aldar. Í sömu bók voru AM 163 b fol., AM 163 c fol., AM 163 d fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blöð 10r-11v í AM 202 g fol. Rannsóknir á vatnsmerkjum benda til þess að handritið hafi verið ritað eftir 1670.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

ÞÓS skráði 22. júní 2020.

VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 8. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010.

DKÞ grunnskráði 1. október 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. desember 1885. Katalog I;bls. 126 (nr.203).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Vatsdæla saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 58
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gripla, Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon
Umfang: 11
Lýsigögn
×

Lýsigögn