Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 b fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1682

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-22r)
Grettis saga
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Gretti Ásmundarsyni.

Upphaf

Ásmundur hét maður. Hann var sonur Þorgríms hærukolls …

Niðurlag

… hversu gæfumaður Þorsteinn drómundur varð á sínum efstu dögum sem hann lifði.

Baktitill

Svo er hér nú endir á Grettis sögu, hafi sá þökk er skemmti, en þeir betali góðu er hlýddu.

Athugasemd

Önundar þætti tréfóts, sem er í AM 163 a 4to, hefur upprunalega verið skotið hér framan við þegar handritin tilheyrðu sömu bók.

2 (22r)
Lausavísa
Upphaf

Þrótt og þrek bar Grettir …

Niðurlag

… breyttra vísna neytti.

Athugasemd

´Vísan er einnig í upphafi Grettis sögu í AM 151 fol.

Efnisorð
3 (22v-25r)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli.

Upphaf

Þorgrímur hét maður. Hann bjó nú þar sem heitir á Hörgslandi …

Niðurlag

… er frá þeim komin mikil ætt. Þótti það allt vera miklir menn fyrir sér. Og lýkur þar þessari sögu.

4 (25v-31v)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Þórði hreðu.

Upphaf

Þórður hét maður sonur Hörða-Kára …

Niðurlag

… Þórður hreða varð sóttdauður. Höfum vér ei fleira heyrt með sannleik af honum sagt.

Baktitill

Og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.

Athugasemd

Gerð: heila sagan.

5 (31v-33v)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Söguþáttur af Ormi Stórólfssyni.

Upphaf

Hringur hét maður son Ketils Naumadala …

Niðurlag

… og varð ellidauður og hélt vel trú sína.

Baktitill

Og lýkur þar þætti Orms Stórólfssonar. Hafi sá þökk er skrifað hefur en þeir laun góðu er lesa og lagfæri ef rangt er.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir á staf ( 1 , 18 , 28 , 30 , 31 , 32 ) // Mótmerki: Fangamark GM? ( 6 , 33? ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 4-5 , 7 , 9-10 , 13 , 20-22 ) // Mótmerki: 3 bókstafir, MDB? ( 2-3 , 8 , 11-12 , 14-17? , 23-24 ).

Blaðfjöldi
i + 33 + i blöð (325 mm x 214 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðmerking 113-145.
  • Síðari tíma blaðmerking 1-33.

Kveraskipan

6 kver:

  • I: spjaldblað - fremra saurblað (eitt tvinn)
  • II: bl. 1-6 (3 tvinn: 1+6, 2+5, 3+4)
  • III: bl. 7-14 (4 tvinn: 7+14, 8+13, 9+12, 10+11)
  • IV: bl. 15-23 (eitt blað + 4 tvinn: 15+22, 16+21, 17+20, 18+19, 23)
  • V: bl. 24-33 (5 tvinn: 24+33, 25+32, 26+31, 27+30, 28+29)
  • VI: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 283 mm x 163 mm
  • Línufjöldi er ca 60-66.
  • Griporð eru gegnumgangandi í handriti; sbr. t.d. á blöðum 2r-v, 11r-v, 17r-v og 30r-v.

Ástand

  • Sums staðar hefur verið skrifað ofan í línur í handriti, sbr. t.d. 2v-3r og víðar.
  • Blekblettir og ýmiss konar blettir eru víða (sbr. t.d. blöð 30v-31r og 32r-33r).

Skrifarar og skrift

  • Hugsanlega 2-3 hendur, blendingsskrift.

Skreytingar

  • Titlar sagnanna og fyrsta lína textans eru með stærra letri en meginmálið. Stafir eru blekdregnir og upphafsstafir orða flúraðir með bogadregnu skrauti (sjá blað 1r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar eru víða við Grettis sögu á blöðum 1r-22v.
  • Fyrsta lína á síðu er gjarnan afrituð á spássíu á blöðum 1r-22v.
  • Lesbrigði og athugasemdir um tímatal eru á spássíum hér og þar í öllu handritinu, sjá t.d. blöð 10v-11r og 32v-33r.
  • Merkt er við vísur og málshætti á spássíum, bendistafurinn W fyrir vísur og M fyrir málshætti. M á spássíu 1r vísar til dæmis á málsháttinn: Sá veit fleira er fleira prófar. Þessar vísna- og málsháttavísanir eru gegnumgangandi í handritinu.
  • Síðutitlar.

Band

Band frá 1976 (335 mm x 234 mm x 12 mm). Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.

Fylgigögn

Laus miði frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 á Íslandi (sbr. seðil í AM 163 a fol.). Það er tímasett til ca 1650-1683 en í Katalog I, bls. 126, til síðari hluta 17. aldar. Í sömu bók voru AM 163 a fol., AM 163 c fol., AM 163 d fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blöð 10r-11v í AM 202 g fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil í AM 163 a fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. september 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar19. desember 1885. Katalog I; bls. 126-127 (nr. 204), DKÞ grunnskráði 2. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 9. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 22. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn