„Hér byrjast sagan af Gretti Ásmundarsyni.“
„Ásmundur hét maður. Hann var sonur Þorgríms hærukolls …“
„… hversu gæfumaður Þorsteinn drómundur varð á sínum efstu dögum sem hann lifði.“
Svo er hér nú endir á Grettis sögu, hafi sá þökk er skemmti, en þeir betali góðu er hlýddu.
Önundar þætti tréfóts, sem er í AM 163 a 4to, hefur upprunalega verið skotið hér framan við þegar handritin tilheyrðu sömu bók.
„Þrótt og þrek bar Grettir …“
„… breyttra vísna neytti.“
´Vísan er einnig í upphafi Grettis sögu í AM 151 fol.
„Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli.“
„Þorgrímur hét maður. Hann bjó nú þar sem heitir á Hörgslandi …“
„… er frá þeim komin mikil ætt. Þótti það allt vera miklir menn fyrir sér. Og lýkur þar þessari sögu.“
„Hér byrjar sögu af Þórði hreðu.“
„Þórður hét maður sonur Hörða-Kára …“
„… Þórður hreða varð sóttdauður. Höfum vér ei fleira heyrt með sannleik af honum sagt.“
Og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.
Gerð: heila sagan.
„Söguþáttur af Ormi Stórólfssyni.“
„Hringur hét maður son Ketils Naumadala …“
„… og varð ellidauður og hélt vel trú sína. “
Og lýkur þar þætti Orms Stórólfssonar. Hafi sá þökk er skrifað hefur en þeir laun góðu er lesa og lagfæri ef rangt er.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir á staf ( 1 , 18 , 28 , 30 , 31 , 32 ) // Mótmerki: Fangamark GM? ( 6 , 33? ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 4-5 , 7 , 9-10 , 13 , 20-22 ) // Mótmerki: 3 bókstafir, MDB? ( 2-3 , 8 , 11-12 , 14-17? , 23-24 ).
6 kver:
Band frá 1976 (335 mm x 234 mm x 12 mm). Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.
Laus miði frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
Handritið var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 á Íslandi (sbr. seðil í AM 163 a fol.). Það er tímasett til ca 1650-1683 en í Katalog I, bls. 126, til síðari hluta 17. aldar. Í sömu bók voru AM 163 a fol., AM 163 c fol., AM 163 d fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blöð 10r-11v í AM 202 g fol.
Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil í AM 163 a fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. september 1976.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976. Eldra band fylgir.