„… fund 00 það er hin mesta ófæra …“
„… þar sem nú stendur kirkjan.“
Og lyktar hér nú sögu Þórsnesinga eður Eyrbyggja.
Sagan er óheil. Hluti saurblaðs var áður límdur yfir hluta blaðs 1r.
„Hér byrjar sögu af Búa.“
„Helgi bjóla sonur Ketils flatnefs …“
„… Og er mikil ætt frá honum komin.“
Og endar hér Kjalnesinga sögu.
„Hér byrjar sögu af Jökli Búasyni“
„Það er nú þessu næst sagt að Jökli Búasyni þótti svo illt verk sitt …“
„… átti hann mörg börn við Marsibilla er tóku konungdóm og ríki eftir hann. “
Og endar hér þennan Jökuls þátt.
Eitt kver.
Óþekktur skrifari; blendingsskrift.
Pappaband frá árunum 1772-1780 (318 mm x 204 mm x 4 mm). Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili.
Handritið var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var á Íslandi fyrir 1683 (sbr. seðil í AM 163 a fol.) á Íslandi. Það er tímasett til ca 1650-1683. Í Katalog I , bls. 127, er það tímasett til síðari hluta 17. aldar. Í sömu bók voru AM 163 a fol., AM 163 b fol., AM 163 d fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blöð 10r-11v í AM 202 g fol.
Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil í AM 163 a fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar19. desember 1885. Katalog I; bls. 127 (nr.205), DKÞ grunnskráði 30. mars 2000, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 9. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.