„Þeſse Saga Kallast Laxdæla | Af Gömlum Islendingum“
Einungis tvö erindi, annað um Kjartan (Kært var kóngi björtum) og hitt um Bolla (Bolli snilldar snilli). Sömu erindi eru í AM 126 fol. og AM 127 fol.
„Hier Byriast Islendinga | Saga er Eyrbiggja heiter“
Niðurlag annarrar sögu er á efri helmingi bl. 23r, strikað yfir og pappír límdur yfir.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir á staf // Ekkert mótmerki ( 1 , 3-5 , 9? , 11 , 13? , 16-17? , 22? , 24? , dárahöfuðin eru nokkuð óskýr í handriti).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með keðju og 5 stórum bjöllum á kraga ( 26 , 30 , 33-34 , 36 ) // Mótmerki: Tveir bókstafir, virðast vera GW ( 32 ).
Upprunaleg blaðmerking 78-100 og 63-76.
6 kver:
Strikað yfir niðurlag sögu á efri helmingi bl. 23r og hvítur pappír límdur yfir.
Ein hönd, þétt skrift og mikið um styttingar (bl. 37 viðbót með annarri hendi).
Var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 (sbr. seðil). Handritið er því tímasett til c1650-1683 en í Katalog I , bls. 90, er það tímasett til 17. aldar. Í sömu bók voru a.m.k. AM 110 fol., AM 163 a-d fol., AM 163 i fol. og b.l. 10-11 í AM 202 g fol.
Árni Magnússon keypti bókina sem handritið tilheyrði af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. september 1975.
Í láni vegna rannsókna á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn frá 16. nóvember 1977.