Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 126 fol.

Laxdæla og Eyrbyggja ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-64r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Þessi saga kallast Laxdæla af gömlum Íslendingum

Upphaf

[K]etill flatnefur hét maður, sonur Bjarnar bunu …

Niðurlag

… Bolli fékk Sigríði gjaforð göfugt og lauk vel við hana og höfum vér ei heyrt þessa sögu lengri.

Athugasemd

Laxdæla saga með Bollaþætti.

2 (64r)
Kappakvæði
Athugasemd

Einungis tvö erindi úr kvæðinu; þau sömu og eru í AM 125 fol. og AM 127 fol.

2.1 (64r)
Vísa um Kjartan Ólafsson
Titill í handriti

Vísa um Kjartan Ólafsson er orti Þórður Magnússon.

Upphaf

Kært var kóngi björtum / Kjartans til í hjarta …

Niðurlag

… stórt hann afl ei skorti.

2.2 (64r)
Vísa um Bolla
Titill í handriti

Önnur um Bolla.

Upphaf

Bolli snilldar snilli / snjallur á bar hjalli …

Niðurlag

… allmjög frænda falli.

3 (66r-116r)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Saga af nokkrum Íslendingum og er kölluð Eyrbyggja

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

… Nú lýkur hér sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki 1: skjaldarmerki, skipt niður í 5 hluta með ýmsum dýramyndum. Miðjuhluti skjaldarins er skiptur í 4 hluta sem bera krossmerki (IS5000-02-0126_6v), bl. 6-713-1421-24262832465262. Stærð: 123 x 99 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 101 mm.

    Aðalmerki 1 (afbrigði) (IS5000-02-0126_64v), bl. 64. Stærð: 112 x 86 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 88 mm.

    Aðalmerki 1 (par) (IS5000-02-0126_8r), bl. 58-9152733-364147-49545863. Stærð: 120 x 96 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 95 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1635 til 1648.
  • Aðalmerki 2: lítið skjaldarmerki, tré með þremur akörnum, fangamark PK, umlukið ramma með kórónu efst (IS5000-02-0126_67), bl. 6772-737583-849092101103112114. Stærð: 75 x 58 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 77 mm.

    Aðalmerki 2 (par) (IS5000-02-0126_69r), bl. 6971767987-889496-9799109111113115. Stærð: 87 x 55 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 52 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1635 til 1648.

Blaðfjöldi
i + 116 + i blöð (287 mm x 190 mm). Blöð 64v og 65 eru auð. Blað 116r er að mestu autt (8 línur skrifaðar); blað 116v er autt.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með dökku bleki, 1, 10, 20… 100, 110, 115. Ranglega er blaðmerkt, 10, 20… 100, 110, 115. Villan felst í því að blað 11 er ranglega merkt blað 10 og hefur það áhrif á blaðtalið í framhaldinu.
  • Leifar af blaðmerkingu í rauðum lit eru í hægra horni rektóhliða blaða. Seinni tíma blaðmerking er skrifuð ofan í þá fyrri með blýanti, 1-116.

Kveraskipan

16 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-8 (4 tvinn: 1+8, 2+7, 3+6, 4+5)
  • III: bl. 9-16 (4 tvinn: 9+16, 10+15, 11+14, 12+13)
  • IV: bl. 17-24 (4 tvinn: 17+24, 18+23, 19+22, 20+21)
  • V: bl. 25-32 (4 tvinn: 25+32, 26+31, 27+30, 28+29)
  • VI: bl. 33-40 (4 tvinn: 33+40, 34+39, 35+38, 36+37)
  • VII: bl. 41-50 (5 tvinn: 41+50, 42+49, 43+48, 44+47, 45+46)
  • VIII: bl. 51-58 (4 tvinn: 51+58, 52+57, 53+56, 54+55)
  • IX: bl. 59-64 (3 tvinn: 59+64, 60+63, 61+62)
  • X: bl. 65-72 (4 tvinn: 65+72, 66+71, 67+70, 68+69)
  • XI: bl. 73-80 (4 tvinn: 73+80, 74+79, 75+78, 76+77)
  • XII: bl. 81-88 (4 tvinn: 81+88, 82+87, 83+86, 84+85)
  • XIII: bl. 89-96 (4 tvinn: 89+96, 90+95, 91+94, 92+93)
  • XIV: bl. 97-103 (eitt blað + 3 tvinn: 97, 98+103, 99+102, 100+101)
  • XV: bl. 104-116 (6 tvinn + eitt blað: 104+115, 105+114, 106+113, 107+112, 108+111, 109+110, 116)
  • XVI: aftara saurblað - spjaldblað (1 tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240-250 mm x 140-150 mm.
  • Línufjöldi er ca 36-49.
  • Eyða fyrir upphafsstaf á blaði 1r.
  • Kaflanúmer eru á spássíu.
  • Laxdæla saga endar í totu (sjá blað 64r).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Síðustu 8 línum Eyrbyggja sögu á blaði 116r, hefur verið bætt við með hendi frá því um 1700, í stað upprunalegs endis sem hefur sennilega skemmst vegna raka.
  • Kaflanúmer og efnistilvísanir eru víða á spássíum.

Band

  • Band frá 1973 (297 null x 227 null x 33 null). Pappaspjöld eru klædd fínofnum líndúk; skinn er á kili og hornum og blöð saumuð á móttök. Ný saurblöð.

  • Bókfellsband frá tíma Árna Magnússonar (297 null x 195 null x 27 null). Eldri saurblöð fylgja eldra bandi.

  • Á kjöl eldra bands eru skrifaðir titlarnir: Laxdæla saga; Eyrbyggja saga.

  • Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Fastur Seðill (133 mm x 183 mm) með hendi Árna Magnússonar: Laxdæla saga. Eyrbyggja saga með hendi Jóns Gissurarsonar, úr bók í folio (eldri en 1643) er ég fékk af Sveini Torfasyni 1704.
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi en Jón Gissurarson er talinn hafa skrifað það ca 1635-1648. Það er tímasett til fyrri hluta 17. aldar í  Katalog I.

Spássíutilvitnanir í handriti eru samskonar og í AM 125 fol.

Í sama handriti og AM 126 fol. voru AM 136 fol., AM 138 fol., AM 165 f og m fol.

Ferill

Handritið var í bók sem Árni Magnússon fékk árið 1704 frá Sveini Torfasyni frá Gaulverjabæ (sjá seðil), sonarsyni skrifarans (sbr. Katalog I> bls. 91).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 30. maí 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 16. nóvember 1885 Katalog I; bls. 90-91(155), ÓB skráði 31. ágúst 2001, VH endurskráði handritið 18. nóvember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 15. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 29. maí 2023 og kveraskipan 5. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Bundið af Birgitte Dall 1973. Eldra band fylgir.

Bundið í Kaupmannahöfn ca 1700-1730.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: , A paper manuscript of Eyrbyggja saga ÍB 180 8vo
Umfang: s. 161-181
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: , Eyrbyggja saga. The vellum tradition
Umfang: 18
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson
Titill: Gripla, Heimild um Heiðarvíga sögu
Umfang: 3
Höfundur: Heizmann, Wilhelm
Titill: Kannte der Verfasser der Laxdæla saga Gregors des Großen Moralia in Iob?,
Umfang: s. 194-207
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gægst á ársalinn Þórgunnu, Davíðsdiktur sendur Davíð Erlingssyni fimmtugum
Umfang: s. 39-43
Lýsigögn
×

Lýsigögn