„Þessi saga kallast Laxdæla af gömlum Íslendingum“
„[K]etill flatnefur hét maður, sonur Bjarnar bunu … “
„… Bolli fékk Sigríði gjaforð göfugt og lauk vel við hana og höfum vér ei heyrt þessa sögu lengri.“
Laxdæla saga með Bollaþætti.
Einungis tvö erindi úr kvæðinu; þau sömu og eru í AM 125 fol. og AM 127 fol.
„Vísa um Kjartan Ólafsson er orti Þórður Magnússon.“
„Kært var kóngi björtum / Kjartans til í hjarta …“
„… stórt hann afl ei skorti.“
„Önnur um Bolla.“
„Bolli snilldar snilli / snjallur á bar hjalli …“
„… allmjög frænda falli.“
„Saga af nokkrum Íslendingum og er kölluð Eyrbyggja“
„Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi … “
„… Nú lýkur hér sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.“
Pappír með vatnsmerkjum.
Aðalmerki 1 (afbrigði) (IS5000-02-0126_64v), bl. 64. Stærð: 112 x 86 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 88 mm.
Aðalmerki 1 (par) (IS5000-02-0126_8r), bl. 5, 8-9, 15, 27, 33-36, 41, 47-49, 54, 58, 63. Stærð: 120 x 96 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 95 mm.
Ekkert mótmerki.
Notað frá 1635 til 1648.Aðalmerki 2 (par) (IS5000-02-0126_69r), bl. 69, 71, 76, 79, 87-88, 94, 96-97, 99, 109, 111, 113, 115. Stærð: 87 x 55 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 52 mm.
Ekkert mótmerki.
Notað frá 1635 til 1648.
16 kver:
Handritið er skrifað á Íslandi en Jón Gissurarson er talinn hafa skrifað það ca 1635-1648. Það er tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Katalog I.
Spássíutilvitnanir í handriti eru samskonar og í AM 125 fol.
Í sama handriti og AM 126 fol. voru AM 136 fol., AM 138 fol., AM 165 f og m fol.
Handritið var í bók sem Árni Magnússon fékk árið 1704 frá Sveini Torfasyni frá Gaulverjabæ (sjá seðil), sonarsyni skrifarans (sbr. Katalog I> bls. 91).
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 30. maí 1974.
Bundið af Birgitte Dall 1973. Eldra band fylgir.
Bundið í Kaupmannahöfn ca 1700-1730.