„Saga af nokkrum landnamdmönnum(!) Sunnlendinga, sérdeilis Þorgils Þórðarsyni kölluðum orrabeinsfóstra og nokkrum Flóamönnum.“
„Haraldur konungur gullskeggur réð fyrir Sogni …“
„… móður Steinunnar, móður Herdísar, móður Bjarna föður Gissurar galla, föður Hákonar, föður Jóns.“
„Njála eður Íslendingasaga.“
„Mörður hét maður er kallaður var gígja …“
„… Sonur Brennu-Flosa hét Kolbeinn er ágætastur maður hefur verið í þeirri ætt.“
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 1 // Ekkert mótmerki ( 2-3 , 5 ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 2 // Ekkert mótmerki ( 7 , 13-14 , 23 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð með Hermes krossi og 3 stórum hringjum fyrir neðan ( 8 , 10 , 17-18 , 21 , 25 , 27 , 30 , 34 , 36-37 ) // Mótmerki: Fangamark IV? MD? GW? ( 9 , 19-20 , 22 , 26 , 28-29 , 31 , 35 ).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 3 // Ekkert mótmerki ( 33 ).
Fjögur kver.
Band frá 1974 (337 mm x 240 mm x 18 mm). Spjöld eru klædd fínofnunum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað móttök.
Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Eldra band (332 mm x 217 mm x 8 mm) frá 1772-1780. Pappaband með striga á kili. Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili
Handritið var skrifað á Íslandi og var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 (sbr. seðil). Það er tímasett til ca 1650-1683. Í Katalog I, bls. 127, er það tímasett til síðari hluta 17. aldar.
Í sömu bók voru AM 163 a fol., AM 163 b fol., AM 163 c fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blað 10r-11v í AM 202 g fol.
Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885 Katalog I; bls. 127 (nr. 206). DKÞ grunnskráði 2. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 16. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1974.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.