Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 d fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1682

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Flóamanna saga
Titill í handriti

Saga af nokkrum landnamdmönnum(!) Sunnlendinga, sérdeilis Þorgils Þórðarsyni kölluðum orrabeinsfóstra og nokkrum Flóamönnum.

Upphaf

Haraldur konungur gullskeggur réð fyrir Sogni …

Niðurlag

… móður Steinunnar, móður Herdísar, móður Bjarna föður Gissurar galla, föður Hákonar, föður Jóns.

2 (7v-37v)
Njáls saga
Titill í handriti

Njála eður Íslendingasaga.

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var gígja …

Niðurlag

… Sonur Brennu-Flosa hét Kolbeinn er ágætastur maður hefur verið í þeirri ætt.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 1 // Ekkert mótmerki ( 2-3 , 5 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 2 // Ekkert mótmerki ( 7 , 13-14 , 23 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð með Hermes krossi og 3 stórum hringjum fyrir neðan ( 8 , 10 , 17-18 , 21 , 25 , 27 , 30 , 34 , 36-37 ) // Mótmerki: Fangamark IV? MD? GW? ( 9 , 19-20 , 22 , 26 , 28-29 , 31 , 35 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki 3 // Ekkert mótmerki ( 33 ).

Blaðfjöldi
i + 37 + i blöð (328 mm x 215 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðmerking 24-60.
  • Síðari tíma blaðmerking með blýanti á miðri neðri spássíu 1-37.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1r-8v, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9r-20v, 6 tvinn.
  • Kver III: blöð 21r-27v, 3 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver IV: blöð 28r-37v, 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 280 mm x 165 mm.
  • Línufjöldi er yfirleitt á bilinu 65-74; á stöku stað er skriftin gleiðari og stærri og línufjöldi fellur þá utan við hið almenna og á blaði 32r t.d. eru ca 58 línur.
  • Griporð eru gegnumgangandi í handriti, sbr. t.d. á blöðum 2, 11r og 30.
  • Í Njáls sögu eru kaflanúmer á spássíum 1-163.
  • Bendistafur M á spássíu er merki um málsháttarefni í textanum (sjá t.d. blöð 10 og 14r) og W er merki um vísu.
  • Tákn líkast öfugu P-i er yfirleitt tvítekið við lok sagna (sjá blöð 7v og 37v).

Ástand

  • Blöð eru víða blettótt og skítug (sbr. t.d. blöð 20v-21r, 37v).
  • Vegna afskurðar hafa síðutitlar skerst, sbr. t.d. á blöðum 1r-10v.

Skrifarar og skrift

  • Skrifari aðaltexta er óþekktur. Blendingsskrift. Hugsanlega sama hönd og er á Grettis sögu í AM 163 b fol. Einnig er hugsanlegt að um sömu hönd sé að ræða og er á blaði 1r-2v í AM 164 i fol..
  • Skrifari að hluta blaðs 4 er óþekktur.

Skreytingar

  • Titlar sagnanna og fyrsta lína textans eru með stærra letri en meginmálið. Stafir eru blekdregnir og upphafsstafir orða flúraðir með bogadregnu skrauti (sjá blöð 1r, 7v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar eru hér og þar (sbr. blöð 1r-4r).

Band

Band frá 1974 (337 mm x 240 mm x 18 mm). Spjöld eru klædd fínofnunum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað móttök.

Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Eldra band (332 mm x 217 mm x 8 mm) frá 1772-1780. Pappaband með striga á kili. Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili

Fylgigögn

  • Seðill (milli saurblaðs og blaðs 1r) með efnisyfirliti með hendi Árna Magnússonar og viðbót með hendi Þórðar Þórðarsonar (74 mm x 177 mm):Flóamanna saga. Njáls saga. Úr bók sem ég keypti 1711 af Sigurði á Ferju og tók sundur í parta, var eldri en 1683.
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi og var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 (sbr. seðil). Það er tímasett til ca 1650-1683. Í Katalog I, bls. 127, er það tímasett til síðari hluta 17. aldar.

Í sömu bók voru AM 163 a fol., AM 163 b fol., AM 163 c fol., AM 110 fol., AM 125 fol. og blað 10r-11v í AM 202 g fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  desember 1885 Katalog I; bls. 127 (nr. 206). DKÞ grunnskráði 2. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 16. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1974.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: On the origin of two Icelandic manuscripts in the Royal Library in Copenhagen,
Umfang: s. 143-150
Titill: Flóamanna saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 56
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon, Gripla
Umfang: 11
Lýsigögn
×

Lýsigögn