Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

SÁM 98

Rímur ; Ísland, 1845

Titilsíða

Rímur af Finnboga ramma, orktar af Guðmundi Bergþórssyni nú að nýju uppskrifaðar anno MDCCCXXXXV af S.B.J S. og E.I D.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-89v)
Rímur af Finnboga ramma
Titill í handriti

1ta ríma

Upphaf

Hleiðólfs renni eg hlunna glað …

Niðurlag

… við bekkinn ekki lengur.

Athugasemd

Tuttugu og fjórar rímur, ortar 1686 (sjá nánar Rímnatal 1966: 131-132).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 89 blöð (168 mm x 100-103 mm).
Tölusetning blaða
Upprunalegt blaðsíðutal: 1-178.

Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-89.

Kveraskipan

Ellefu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 32-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-49, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VII: blöð 50-57, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 58-65, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 66-73, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 74-81, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 82-89, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 138-152 mm x 88-95 mm.
 • Línufjöldi er ca 22-31.
 • Leturflötur er afmarkaður (með blýanti eða penna) við efri og ytri spássíur.
 • Síðutitill nær yfir opnu: Rímur af Finnboga Ramma (sjá t.d. blöð 54v-55r.

Ástand
.

 • Bandið hefur að mestu orðið viðskila við bókina; hluti af fremra bókarspjaldi (ca 25 mm) úr tré, hangir við fremsta kverið á leifum af bókarþvengjunum. Búturinn er óklæddur. Fyrsta saurblaðið er aðeins bútur og morknað hefur af efri hornum hinna tveggja.
 • Kverin eru flest laus; undanskilin eru kver I og II sem hanga saman á tveimur bókarþvengjum.
 • Blöð eru blettótt og notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Þrír óþekktir skrifarar; sprettskrift.

Skreytingar

Fyrirsögn og fyrsta lína rímu er með stærra letri og settara en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 34v og 42r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Annað saurblað er skorið úr bréfi sem Daníel Halldórsson undirritar. Niðurlag bréfsins og undirskrift Daníels liggja ofvent við texta bókarinnar.

Band

Band (175 mm x 25 mm x 20 mm) er líklega frá síðari hluta 18. aldar. Eins og fram kemur í ástandslýsingu handrits hefur bandið að mestu orðið viðskila við bókina (sjá nánar: Ástand).

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 99, 100, 101, 102, 103, 104, 105 og 106.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1845 (sbr. titilsíðu).

Ferill
Það er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 214 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það var í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar en annars er lítið vitað um feril þess fyrir utan það sem stafirnir á titilsíðu og undirskriftin á saurblaðinu gætu hugsanlega gefið til kynna (sjá nánar: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn