Skráningarfærsla handrits

SÁM 99

Rímur ; Ísland, 1836-1970

Titilsíða

Hvanndalabræður, 1836.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-8v)
Ríma af Hvanndalabræðrum
Titill í handriti

Ríma um ferð Hvanndalabræðra til Kolbeinseyjar, kveðin árið 1836 af hreppstjóra Sigfúsi Jónssyni á Syðra-Laugalandi, Eyjafirði

Upphaf

Höldar góðir, hlýðið á, …

Niðurlag

… græðist fagur sómi.

Athugasemd

Ort 1836; áttatíu og fjögur erindi en þau eru talin áttatíu og þrjú í Rímnatali (sjá nánar Rímnatal 1966: 266-267).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 8 blöð + ii (173 mm x 108 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-8.

Blað 8 er autt.
Kveraskipan

Eitt kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 145-150 mm x 88-95 mm.
 • Línufjöldi er ca 25-26.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur; snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á blað 8v er skrifað með blýanti: 400 faðm. á lengd, 60 á breidd og hæð ca. Á fremra saublað að aftan, er skrifað með bláum lit (illlæsilegt). Aftan á því er prentaður texti en blaðið gæti hafa verið annar hluti af kápu úr prentuðu hefti og þar er m.a. vitnað í Guðmund skáld Friðjónsson; blaðið myndar tvinn við saurblað 2 að framan (sjá: Band).

Band

Band (174 mm x 108 mm x 7 mm) er líklega frá því um eða eftir miðja tuttugustu öld (?).

Handritið er bundið í hörð spjöld sem klædd eru máluðum spjaldpappír; rauðbrúnt rexín er á kili og hornum; titill og nafn skáldsins eru gullþrykkt á kjölinn.

Spjaldblöð eru stýfari en annar pappír; þau ytri eru hvít en innri blöðin eru brún. Þau hafa líklega áður myndað kápu um prentað kver; límt hefur verið yfir fremra saurblað rektó og þar skrifaður titill bókarinnar en versó-hlið aftara saurblaðs er með upphaflegum texta (sjá: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).

Spjaldpappír er unglegur með hvítu, ljós- og dökkgráu mynstri.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 98, 100, 101, 102, 103, 104, 105 og 106.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á seinni hluta nítjándu aldar eða upphafi þeirrar tuttugustu (?).

Ferill
Það er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 215 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 99
 • Efnisorð
 • Rímur
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn