Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1276 fol.

Grágás, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-112v)
Grágás
Titill í handriti

Erfðaþáttur

Vensl

Uppskrift eftir AM 334 fol. Staðarhólsbók.

Upphaf

Sonur á að taka arf að föður sínum ...

Niðurlag

... flytja hval úr almenningu og skulu þeir honum vsque til förina.

Notaskrá
Athugasemd

Í Grágás: (Skálholtsbók) III, bls. LII, kemur fram að NKS 1276 fol. sé skrifað eftir Membranen ligeledes af Jóni Magnússyni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 112 + i blöð (307 +/- 1 mm x 190 +/- 1 mm). Bl. 113r-v autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-224.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 222-230 mm x 128-130 mm.
 • Línufjöldi er 33-35.
 • Kaflatal á spássíum (sjá t.d. bl. 10v).
 • Eyður fyrir upphafsstafi kafla (t.d. bl. 1r og 53v).

Ástand

 • Blettótt, en skerðir ekki texta.
 • Bleksmitun, texti sést í gegn (t.d. bl. 11r og 13r).
 • Dökk breið lína efst á spássíu (bl. 106v, 107v, 108v, 109rv, 110r, 111r og 112r) vegna viðgerðar.

Skrifarar og skrift

Jón Magnússon, blendingsskrift.

Skreytingar

Ytri jaðar er litaður rauður.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Upprunalegt band (316 mm x 195 mm x 28 mm).

Pappaspjöld klædd ljósbrúnu blindþrykktu skinni. Upphleyptur kjölur með gyllingu. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið er í nýlegri öskju (325 mm x 215 mm x 36 mm).

Límmiði framan á öskju og kili með merki Árnastofnunar.

Fylgigögn

Þrír fylgiseðlar:

 • Á bl. fylgigögn 1r er seðill á latínu.
 • Á bl. fylgigögn 2r er seðill á latínu, þar sem kemur fram að Jón Magnússon bróðir Árna Magnússonar hafi skrifað handritið.
 • Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. Saml. | 1276, 2° | Graagaas | 1 bind

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til fyrri hluta 18. aldar í Katalog Kålunds, nr. 428.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 5. september 1986.

Það var áður í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum, 22. september 2023 ; bætti við skráningu 10. janúar 2024 ; lagfærði eftir yfirlestur ÞS 10. apríl 2024..

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 155.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
 1. Grágás

Lýsigögn