Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 1005 fol.

Flateyjarbók inniheldur konungasögur og þætti auk nokkurra kvæða. ; Ísland, 1387-1394

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v)
Formáli
Athugasemd

Bl. 1r upprunalega autt.

Efnisorð
Titill í handriti

Geisli er Einar Skúlason kvað um Ólaf Haraldsson

Upphaf

Eins má orð og bænir …

Niðurlag

… vagn ræfurs enn eg þagna.

Athugasemd

Um Ólaf helga Haraldsson Noregskonung.

Efnisorð
3 (2v-2v (dálkur 3-4))
Ólafs ríma Haraldssonar
Höfundur
Titill í handriti

Ólafs ríma Haraldssonar er Einar Gilsson kvað

Upphaf

Ólafur kóngur ör og fríður …

Niðurlag

… við bragning allra þjóða.

Efnisorð
4 (2v-3r (dálkur 4-5))
Hyndluljóð
Titill í handriti

Hér hefur upp Hyndluhljóð kveðið um Óttar heimska

Upphaf

Vaki mær meyja …

Niðurlag

… öll goð duga.

Efnisorð
5 (3r-3r (dálkur 5-6))
Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
Titill í handriti

Capitulum

Upphaf

Svá segir í Hamborgar historía …

Niðurlag

… Sveinn konungur og Eiríkur jarl Hákonarson.

Efnisorð
6 (3r-3v (dálkur 6-7))
Sigurðar þáttur slefu
Titill í handriti

Þáttur frá Sigurði konungi slefu syni Gunnhildar

Upphaf

Sat (!) er sagt þá er Gunnhildar synir réðu …

Niðurlag

… og þótti enn mesti kvenskörungur.

Efnisorð
7 (3v-4r (dálkur 8-9))
Hversu Noregur byggðist
Titill í handriti

Hversu Noregur byggðist

Upphaf

Nú skal segja dæmi til hversu Noregur byggðist …

Niðurlag

…er hann hafði þar sett til landsgæslu.

Efnisorð
8 (4r-4r (dálkur 9-10))
Ættartölur konunga og konungatöl í Noregi
Titill í handriti

Ættartala frá Höð

Upphaf

Höður átti þar ríki er kallað er Haðaland …

Niðurlag

… er hún lét fanga Albrict.

Efnisorð
9 (4v-5v (dálkur 11-15))
Eiríks saga víðförla
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Eiríks víðförla

Upphaf

Þrándur er nefndur konungur …

Niðurlag

… sem þessi Eiríkur sem nú var frá sagt.

Efnisorð
10 (5v-75r (dálkur 15-295))
Ólafs saga Tryggvasonar
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Ólafs Tryggvasonar

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… hinn mesti ástvin jarla.

Athugasemd

Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta.

Enn fremur eru hér varðveittir smákaflar úr Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason munk, í dálkum: 29:20-33, 29:35-39, 34:3-5, 34:7, 34:15-20, 34:26-27, 34:30-32, 36:3-5, 40:45-54, 123:35-37, 124:22-26, 125:12-21, 234:42-55, 237:2-16, 245:14-25.

Efnisorð
10.1 (13r-14r (dálkur 45-50))
Jómsvíkinga saga
Titill í handriti

Hér hefur upp Jómsvíkinga þátt

Upphaf

Þar var frá horfið konungatali …

Niðurlag

… Haraldur konungur tók það og skildust að því.

Efnisorð
10.2 (14r-15r (dálkur 50-53))
Ottó þáttur keisara
Titill í handriti

Þáttur Ottó keisara og Gorms konungs

Upphaf

Ottó keisari er hinn ungi var kallaður …

Niðurlag

… Haraldur konungur og Ottó keisari og sættust.

Efnisorð
10.3 (16v-20r (dálkur 59-73))
Færeyinga saga
Titill í handriti

Þáttur Þrándar og Sigmundar

Upphaf

Maður er nefndur Grímur kamban …

Niðurlag

… og var síðan með Hákoni jarli.

Athugasemd

Hluti af sögunni.

Efnisorð
10.4 (20v-27r (dálkur 75-102))
Jómsvíkinga saga
Titill í handriti

Fæddur Palnír

Upphaf

Maður er nefndur Tóki …

Niðurlag

… því að marga vega má sýnast.

Athugasemd

Hluti af sögunni.

Efnisorð
10.5 (27r-27r (dálkur 102-103))
Þingamanna þáttur
Titill í handriti

Lagasetning Sveins konungs

Upphaf

Sveinn konungur Saum-Æsuson …

Niðurlag

… réð því fjóra vetur og xx.

Efnisorð
10.6 (27v-28v (dálkur 104-108))
Þorleifs þáttur jarlaskálds
Titill í handriti

Þáttur Þorleifs

Upphaf

Nú skal segja þann ævintýr …

Niðurlag

… og lýkur hér frá Þorleifi að segja.

10.7 (29r-30r (dálkur 110-114))
Orkneyinga saga
Titill í handriti

Fundinn Noregur

Upphaf

Fornjótur hefir konungur heitið …

Niðurlag

… og fengu þá Orkneyingar óðul sín.

Efnisorð
10.8 (32r-32v (dálkur 122-125))
Seljumanna þáttur
Titill í handriti

Af lífláti Albani og Sunnifu. Capitulum

Upphaf

Á dögum Hákonar jarls …

Niðurlag

… sína stundliga armæðu.

Efnisorð
10.9 (32v-33r (dálkur 125-126))
Landnáma þáttur
Titill í handriti

Er Naddoddur víkingur fann landið

Upphaf

Þessir menn hafa fundið Ísland …

Niðurlag

… várs herra Jesú Christi viii hundruð lx og iiii ár.

Efnisorð
10.10 (33r-34v (dálkur 126-133))
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

Þáttur Þorsteins uxafóts

Upphaf

Þórður skeggi hét maður …

Niðurlag

… og féll á Orminum langa.

10.11 (34v-36r (dálkur 133-139))
Kristni þáttur
Titill í handriti

Frá landnámsmönnum

Upphaf

Ingólfur var fyrstur og frægstur allra …

Niðurlag

… gerði Þorvarður Spak-Böðvarsson kirkju í Ási.

Efnisorð
10.12 (36v-37v (dálkur 140-144))
Sörla þáttur
Titill í handriti

Hér hefur Sörla þátt

Upphaf

Fyrir austan Vanakvísl í Asía …

Niðurlag

… konungur fór heim eftir þetta í ríki sitt.

10.13 (37v-38r (dálkur 145-146))
Stefnis þáttur Þorgilssonar
Titill í handriti

Þáttur Stefnis Þorgilssonar hann kom til Ólafs konungs

Upphaf

Maður er nefndur Stefnir …

Niðurlag

… svá að lítt var lest eður ekki.

Efnisorð
10.14 (38r-39v (dálkur 147-152))
Rögnvalds þáttur og Rauðs
Titill í handriti

Þáttur Rögnvalds. Capitulum

Upphaf

Maður er nefndur Loðinn …

Niðurlag

… að þeir gyldi fé frændum Þórólfs skjálgs fyrir brennuna.

Efnisorð
10.15 (39v-40v (dálkur 152-157))
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Þáttur Hallfreðar vandræðaskálds

Upphaf

Á ofanverðum dögum Hákonar Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

… Hallfreður hélt og skipi sínu til Niðaróss.

10.16 (40v-42r (dálkur 157-162))
Kjartans þáttur Ólafssonar
Titill í handriti

Þáttur Kjartans Ólafssonar

Upphaf

Ólafur pái var son Höskuldar …

Niðurlag

… er þeir Bolli fóru úr hvítavoðum.

10.17 (42r-42r (dálkur 162))
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Hallfreður hitti í fyrstu Ólaf konung

Upphaf

Ólafur konungur gekk einn dag …

Niðurlag

… sem þar voru í bænum.

10.18 (42r-42r (dálkur 163))
Kjartans þáttur Ólafssonar
Titill í handriti

Skírður Kjartan og Bolli og Hallfreður

Upphaf

Ólafur konungur fór um veturinn …

Niðurlag

… með konungi nýskírðir.

10.19 (43r-44r (dálkur 167-170))
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Frá konungi og Hallfreði

Upphaf

Hallfreður skáld Óttarsson var með Ólafi konungi …

Niðurlag

… var Hallfreður þá með Ólafi konungi í góðri sæmd.

10.20 (44r-45r (dálkur 170-174))
Ögmundar þáttur dytts
Titill í handriti

Utanferð Ögmundar og áverki Hallvarðs. Capitulum

Upphaf

Í þenna tíma voru margir göfgir menn á Íslandi …

Niðurlag

… og héldu þau síðan rétta trú.

10.21 (45r-45r (dálkur 174))
Kjartans þáttur Ólafssonar
Titill í handriti

Konungur bauð Kjartani til Íslands að boða kristni

Upphaf

Þenna sama vetur sem Gunnar helmingur var í Svíþjóðu …

Niðurlag

… fór Kálfur með fé þeirra til Englands um sumarið.

10.22 (45r-45v (dálkur 174-177))
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Ferð Auðgils og Hallfreðar til Svíþjóðar

Upphaf

Einn dag um vorið er Hallfreður …

Niðurlag

… andaðist Ingibjörg kona hans.

10.23 (45v-47r (dálkur 177-183))
Norna-Gests þáttur
Titill í handriti

Hér hefur þátt af Norna-Gesti

Upphaf

Svá er sagt að á einum tíma …

Niðurlag

… þótti sannast um lífdaga hans sem hann sagði.

10.24 (47r-47v (dálkur 183-185))
Helga þáttur Þórissonar
Titill í handriti

Þáttur Helga Þórissonar

Upphaf

Þórir hét maður er bjó í Noregi …

Niðurlag

… lýkur hér frá Grímum að segja.

10.25 (47v-47v (dálkur 185))
Færeyinga saga
Titill í handriti

Ólafur konungur gerði orð Sigmundi

Upphaf

Nú er þar til að taka er fyrr var frá horfið …

Niðurlag

… er hann vildi gerast hans maður.

Efnisorð
10.26 (48r-48v (dálkur 186-189))
Færeyinga saga
Titill í handriti

Sigmundur Bestisson tók við trú

Upphaf

Ólafur konungur fór norðan úr Þrándheimi …

Niðurlag

… svo sem segir í Færeyinga sögu.

Efnisorð
10.27 (50r-50v (dálkur 194-197))
Þorvalds þáttur tasalda
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Þorvalds tasalda. Capitulum

Upphaf

Nú þó að margar ræður og frásagnir …

Niðurlag

… og þótti vera mikilmenni.

10.28 (51r-52r (dálkur 199-202))
Sveins þáttur og Finns
Titill í handriti

Þáttur Sveins og Finns. Capitulum

Upphaf

Þess er getið og svo er ritað …

Niðurlag

… skjótt við víkjast konungs erindi.

Efnisorð
10.29 (52r (dálkur 202-203))
Rauðs þáttur ramma
Titill í handriti

Þáttur Rauðs hins ramma

Upphaf

Rauður hinn rammi hét maður einn…

Niðurlag

… fyrir norðan og á milli og meginlands.

Efnisorð
10.30 (54r-55r (dálkur 211-214))
Hrómundar þáttur halta
Titill í handriti

Þáttur Hrómundar halta. Capitulum

Upphaf

Eyvindur sörkvir hét maður …

Niðurlag

… og lýkur hér frá honum að segja.

10.31 (55r-55r (dálkur 214-215))
Þorsteins þáttur skelks
Titill í handriti

Þáttur Þorsteins skelkis

Upphaf

Það er sagt um sumarið eftir …

Niðurlag

… með öðrum köppum konungs.

10.32 (55v-55v (dálkur 216-217))
Þiðranda þáttur og Þórhalls
Titill í handriti

Þáttur Þiðranda og Þórhalls

Upphaf

Svá er sagt þá er Haraldur hinn hárfagri …

Niðurlag

… sem nú skal frá segja.

10.33 (55v-56v (dálkur 217-221))
Kristni þáttur
Titill í handriti

Þangbrandur kom til Íslands og bauð kristni

Upphaf

Þá er Ólafur konungur Tryggvason hafði ii vetur …

Niðurlag

… með konungi um veturinn vel haldnir.

Efnisorð
10.34 (56v-57r (dálkur 221-222))
Eiríks saga rauða
Titill í handriti

Þáttur Eiríks rauða. Capitulum

Upphaf

Þorvaldur hét maður son Ósvalds Úlfssonar …

Niðurlag

… hann bjó í Brattahlíð í Eiríksfirði.

10.35 (57v-58r (dálkur 225-227))
Svaða þáttur og Arnórs kerlingarnefs
Titill í handriti

Þáttur Svaða og Arnórs kerlingarnefs

Upphaf

Mikil og margföld er miskunn allsvaldanda guðs …

Niðurlag

… Bjarnarsonar járnsíðu Ragnarssonar loðbrókar.

10.36 (58r-58v (dálkur 227-228))
Þórhalls þáttur knapps
Titill í handriti

Ólafur konungur vitraðist Þórhalli á Knappstöðum

Upphaf

Maður er nefndur Þórhallur knappur …

Niðurlag

… um allar veraldir amen.

10.37 (59v-60r (dálkur 233-234))
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Hallfreður kom til Íslands og hitti Kolfinnu

Upphaf

Litlu síðar um vorið …

Niðurlag

… Hallfreður var þar um veturinn.

10.38 (60r-60v (dálkur 235-237))
Kjartans þáttur Ólafssonar
Titill í handriti

Útkoma Kjartans Ólafssonar

Upphaf

Þá spurði Ólafur konungur þau tíðindi …

Niðurlag

… og óhamingja í verki þessu.

10.39 (60v-61v (dálkur 237-241))
Indriða þáttur ilbreiðs
Titill í handriti

Hér hefur þátt Eindriða ilbreiðs og Ólafs konungs

Upphaf

Á nokkurum tíma þá er Ólafur konungur …

Niðurlag

… og þótti æ vera hinn ágætasti maður.

Efnisorð
10.40 (67v-68r (dálkar 264-267))
Halldórs þáttur Snorrasonar
Titill í handriti

Einar hjálpaði Halldóri eftir víg

Upphaf

Halldór son Snorra goða af Íslandi …

Niðurlag

… og fyrir það hafði hann reiði á honum.

10.41 (69r-69v (dálkur 271-272))
Eiríks þáttur Hákonarsonar
Titill í handriti

Hér er þáttur Eiríks Hákonarsonar. Capitulum

Upphaf

Það segja fróðir menn …

Niðurlag

… sem segir í sögu virðulegs herra Ólafs konungs Tryggvasonar.

Athugasemd

Úr Ólafs sögu helga.

Efnisorð
10.42 (69v-71r (dálkur 272-279))
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Hér er þáttur Orms Stórólfssonar

Upphaf

Hængur hét maður son Ketils Naumdælajarls …

Niðurlag

… allra manna fríðastur er menn hafa séð.

10.43 (71r-71v (dálkur 279-280))
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Þáttur Hallfreðar vandræðaskálds

Upphaf

Nú er þar til að taka …

Niðurlag

… og eru margir menn frá honum komnir.

10.44 (71v-71v (dálkur 280-281))
Erlings þáttur Skjálgssonar
Titill í handriti

Er Erlingur frétti Svoldrarorustu

Upphaf

Þá er Erlingur Skjálgsson …

Niðurlag

… og öllum kom hann til nokkurs þroska.

Athugasemd

Úr Ólafs sögu helga.

Efnisorð
10.45 (71v-73v (dálkur 281-288))
Grænlendinga saga
Titill í handriti

Hér hefur Grænlendinga þátt. Capitulum

Upphaf

Það er nú þessu næst að Bjarni Herjúlfsson …

Niðurlag

… nú er nokkuð orði á komið.

10.46 (73v-73v (dálkur 288))
Einars þáttur þambarskelfis
Titill í handriti

Hér segir af Einari þambarskelfi

Upphaf

Eftir Svoldrarorustu gaf Eiríkur jarl …

Niðurlag

… hinn mesti styrkur og ástvinur.

Athugasemd

Úr Ólafs sögu helga.

Efnisorð
10.47 (73v-74v (dálkur 288-293))
Færeyinga saga
Titill í handriti

Þáttur af Sigmundi Brestissyni

Upphaf

Sveinn og Eiríkur jarlar sendu orð …

Niðurlag

… og er góður bóndi.

Efnisorð
10.48 (74v-75r (dálkur 293-294))
Orkneyinga saga
Titill í handriti

Þáttur jarlanna. Einars, Þorfinns, Sumarliða

Upphaf

Litlu síðar en þeir …

Niðurlag

… ríki það er hann átti í Orkneyjum.

Efnisorð
11 (75r-76r (dálkur 295-298))
Hálfdanar þáttur svarta
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Hálfdanar svarta

Upphaf

Hálfdan svarti tók konungdóm átján vetra …

Niðurlag

… en það var bannað af frændum hans.

Efnisorð
12 (76r-77r (dálkur 298-302))
Haralds þáttur hárfagra
Titill í handriti

Upphaf ríkis Haralds hárfagra. Capitulum

Upphaf

Að liðnum tíu vetrum …

Niðurlag

… en hann gaf bæði löndin Sigurði bróður sínum.

Efnisorð
13 (77r-77r (dálkur 302-303))
Noregskonungatal
Titill í handriti

Frá Haraldi konungi

Upphaf

Haraldur konungur hinn hárfagri átti Ásu …

Niðurlag

… sögu Ólafs konungs Tryggvasonar.

Efnisorð
14 (77r-78r (dálkur 303-306))
Hauks þáttur hábrókar
Titill í handriti

Þáttur Hauks hábrókar

Upphaf

Björn að Haugi var í Svíþjóð …

Niðurlag

… lýkur svá hér frá Haraldi konungi.

Efnisorð
15 (78r-78r (dálkur 306))
Noregskonungatal
Titill í handriti

Konungatal í Noregi

Upphaf

Hálfdan svarti var konungur …

Niðurlag

… sem síðar mun sagt verða.

Efnisorð
16 (78r-78v (dálkur 306-308))
Haralds þáttur grenska
Titill í handriti

Þáttur Haralds grænska. Capitulum

Upphaf

Cecilía hét ein göfug kona …

Niðurlag

… Haraldur konungur hafði henni ætlað einlæti.

Athugasemd

Undanfari Ólafs sögu helga.

Efnisorð
17 (78v-79r (dálkur 308-310))
Ólafs þáttur Geirstaðaálfs
Titill í handriti

Hér er þáttur Ólafs Geirstaðaálfs

Upphaf

Drengur góður og höfðingi mikill …

Niðurlag

… og skipaðist skjótt vıð.

Athugasemd

Undanfari Ólafs sögu helga.

Efnisorð
18 (79r-145r (dálkur 310-583))
Ólafs saga helga
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Ólafs konungs Haraldssonar

Upphaf

Þá er liðið var frá hingaðburð vors herra Jesú Christi …

Niðurlag

… en svá sem vér höfum sagt.

Efnisorð
18.1 (85r-85r (dálkur 334))
Eyvindar þáttur úrarhorns
Titill í handriti

Þáttur Eyvindar úrarhorns

Upphaf

Eyvindur úrarhorn er maður nefndur …

Niðurlag

… mjög misboðið í því verki.

Efnisorð
18.2 (87r-87v (dálkur 342-344))
Styrbjarnar þáttur Svíakappa
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Styrbjarnar Svíakappa er hann barðist við Eirík Svíakonung

Upphaf

Frá því er að segja að Eiríkur …

Niðurlag

… svo að menn vissu.

Efnisorð
18.3 (87v-88v (dálkur 344-348))
Hróa þáttur heimska
Titill í handriti

Frá Hróa

Upphaf

Hrói hét maður er upp fæddist í Danmörku …

Niðurlag

… og er þar í Svíþjóð frá þeim komið margt göfugmenni.

Efnisorð
18.4 (90r-92r (dálkur 354-363))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Upphaf Fóstbræðra sögu. Capitulum

Upphaf

Guð drottinn Jesús Christus …

Niðurlag

… þá er hér er komið Ólafs sögu.

18.5 (93v-96r (dálkur 368-378))
Eymundar þáttur Hringssonar
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Eymundar og Ólafs konungs. Capitulum

Upphaf

Hringur hefir konungur heitið …

Niðurlag

… stendur til þá ljósa að gera.

Efnisorð
18.6 (96r-96r (dálkur 378-379))
Tóka þáttur Tókasonar
Titill í handriti

Hér hefur upp hinn níunda [þátt] Ólafs sögu Haraldssonar. Capitulum

Upphaf

Í þann tíma er Ólafur konungur sat í Sarpsborg …

Niðurlag

… og andaðist í hvítavoðum.

18.7 (96r-96v (dálkur 379-381))
Sigurðar þáttur Ákasonar
Titill í handriti

Sigurður vann tröllkonu

Upphaf

Sigurður er maður nefndur …

Niðurlag

… Sigurður er með Ólafi konungi í góðri virðingu.

18.8 (96v-97r (dálkur 381-382))
Ísleifs þáttur biskups
Titill í handriti

Ísleifur fékk Döllu er síðan var biskup

Upphaf

Það er nú þessu næst að segja …

Niðurlag

… hann reynda eg svo að öllum hlutum.

Efnisorð
18.9 (97r-97v (dálkur 382-385))
Egils þáttur Síðu-Hallssonar
Titill í handriti

Ólafur konungur fór til Danmerkur í Limafjörð

Upphaf

Á einhverju sumri er sagt að Egill son Halls að Síðu …

Niðurlag

… og þótti vera hinn besti drengur.

18.10 (97v-100v (dálkur 385-396))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Þormóðar Kolbrúnarskálds. Capitulum

Upphaf

Kongurinn Ólafur var hardla vinsæll …

Niðurlag

… spyr nú öll þessi tíðindi og þóttu mikil.

18.11 (100v-101r (dálkur 396-399))
Eymundar þáttur af Skörum
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Eymundar af Skörum. Capitulum

Upphaf

Litlu eftir það er Ólafur Svíakonungur …

Niðurlag

… svo að framgengt yrði.

Efnisorð
18.12 (101v-102v (dálkur 400-405))
Orkneyinga saga
Titill í handriti

Þáttur þeirra Orkneyinga. Capitulum

Upphaf

Mikill hermaður Einar jarl í Orkneyjum …

Niðurlag

… eftir fall Ólafs konungs hins helga.

Efnisorð
18.13 (103r-103v (dálkur 407-410))
Guðbrands þáttur kúlu
Titill í handriti

Hér segir frá Dala-Guðbrandi

Upphaf

Dala-Guðbrandur er maður nefndur …

Niðurlag

… en hallæri mikið norður þaðan.

Efnisorð
18.14 (103v-104v (dálkur 410-413))
Indriða þáttur og Erlings
Titill í handriti

Hér er þáttur Indriða og Erlings. Capitulum

Upphaf

Ólafur konungur sendi boð um vorið …

Niðurlag

… konu sína Sigríði og undi vel sínu ráði.

Efnisorð
18.15 (104v-108r (dálkur 413-428))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Þáttur Þormóðar er hann er með Knúti konungi í Danmörk. Capitulum

Upphaf

Prýðimaður mikill var Þormóður Kolbrúnarskáld …

Niðurlag

… eftir hann dauðan sem enn mun síðar sagt verða.

18.16 (108r-109v (dálkur 428-435))
Ásbjarnar þáttur Selsbana
Titill í handriti

Þáttur Ásbjarnar selsbana. Capitulum

Upphaf

Kvæði mörg þau er skáldin hafa ort …

Niðurlag

… og kom það fyrir Þóri hund í Bjarkey.

Efnisorð
18.17 (110r-111r (dálkur 437-441))
Færeyinga saga
Titill í handriti

Færeyinga þáttur og Ólafs konungs.

Upphaf

Réttliga hafa fróðir menn svo ritað …

Niðurlag

… og óx hann þar upp.

Efnisorð
18.18 (111v-112r (dálkur 442-444))
Knúts þáttur ríka
Titill í handriti

Þáttur þeirra konunganna Ólafs og Knúts

Upphaf

Svá er sagt að Knútur hinn ríki …

Niðurlag

… báðu hann öngrar vináttu vænta af Önundi konungi.

Efnisorð
18.19 (112v-113r (dálkur 447-449))
Steins þáttur Skaptasonar
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Steins Skaptasonar

Upphaf

Trúfastur maður og traustur var hinn heilagi Ólafur konungur …

Niðurlag

… þá hét hann ferð sinni og hafði engi orð fyrir.

18.20 (116v-118r (dálkur 463-468))
Rauðúlfs þáttur
Titill í handriti

Rauðúlfs þáttur. Capitulum

Upphaf

Úlfur hét maður er kallaður var Rauðúlfur …

Niðurlag

… hann var eigi af lífi tekinn.

Efnisorð
18.21 (121v-122r (dálkur 483-485))
Völsa þáttur
Titill í handriti

Konungur kristnaði menn norður ókunniga

Upphaf

Ólafur konungur spurði þá enn að nýju …

Niðurlag

… og alla aðra að guði hefir líkað.

Efnisorð
18.22 (122v-122v (dálkur 486-487))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Skipan Ólafs konungs um liðið

Upphaf

Ólafur konungur hafði þá til sanns spurt …

Niðurlag

… og hafa allir einn náttstað.

18.23 (123r-123r (dálkur 488-489))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Viðurtal konungs og Þormóðar

Upphaf

Þá nátt er Ólafur konungur lá í safnaðinum …

Niðurlag

… víggruður eður þar liggjum.

Athugasemd

Endar á vísu.

18.24 (125r-126r (dálkur 497-500))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Viðurtal þeirra Þormóðs og Dags

Upphaf

Svo er sagt þá er lokið var bardaganum …

Niðurlag

… með þessum atburðum sem nú voru sagðir.

18.25 (129v-130v (dálkur 516-520))
Færeyinga saga
Titill í handriti

Þáttur frá Þrándi og frændum hans

Upphaf

Í þann tíma er Sveinn var konungur …

Niðurlag

… Sigmundar Brestissonar eður afkvæmis hans.

Efnisorð
18.26 (131r-144r (dálkur 521-580))
Orkneyinga saga
Titill í handriti

Orkneyinga þáttur

Upphaf

Ólafur konungur Haraldsson fékk enga lýðskyldu …

Niðurlag

… síðan tók Jón jarls nafn yfir öllum Orkneyjum.

Efnisorð
18.27 (144r-144v (dálkur 580-582))
Noregskonungatal
Titill í handriti

Hér hefur Noregskóngatal er Sæmundur fróði orti

Upphaf

Það verður skylt ef að skilum yrkja …

Niðurlag

… allan aldur og unaðs njóti.

Athugasemd

Kvæði.

Efnisorð
18.28 (144v-145r (dálkur 582-583))
Brenna Adams biskups
Titill í handriti

Brenna Adams biskups

Upphaf

Þá er Jón biskup andaðist á Katanesi …

Niðurlag

… en svá sem vér höfum sagt.

Athugasemd

Sjá Orkneyinga sögu.

Efnisorð
19 (145r-164r (dálkur 583-659))
Sverris saga
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Sverris konungs Sigurðarsonar

Upphaf

Í þann tíma er stýrðu Noregi …

Niðurlag

… frá falli Magnúss konungs Erlingssonar.

Baktitill

Lýkur hér nú sögu Sverris Noregskonungs.

Athugasemd

Framan við söguna er formáli á bl. 145r (dálki 583-584): prologus. Sagan sjálf hefst í dálki 584.

Efnisorð
20 (164r-186v (dálkur 659-750))
Hákonar saga Hákonarsonar
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu Hákonar konungs gamla

Upphaf

Hér hefur upp sögu Hákonar gamla …

Niðurlag

… síðan Baglar höfðu brotið.

Efnisorð
21 (186v-187v (dálkur 750-754))
Ólafs saga helga
Upphaf

[Þ]essir smáir articuli …

Niðurlag

… áleitni við konunginn eður nokkurra illinda.

Athugasemd

Viðbætur, kaflar úr Lífssögu Ólafs helga eftir Styrmi fróða.

Eyða fyrir upphafsstaf.

Efnisorð
22 (188r-204v (dálkur 755-821))
Magnús saga góða og Haralds harðráða
Titill í handriti

Hér hefur sögu Magnús [konungs og Haralds konungs]

Upphaf

Þar hefjum vér upp frásögn er Jarisleifur konungur …

Niðurlag

… annar son Vilhjálms bastarðar.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Haralds Sigurðarsonar.

Athugasemd

Inniheldur ýmsa ósjálfstæða þætti.

Efnisorð
23 (204v-205v (dálkur 821-826))
Hemings þáttur Áslákssonar
Upphaf

[Þ]að er upphaf þessa máls að Haraldur konungur …

Niðurlag

… og þar eru þeir á bænum Áslákur og Björn.

Athugasemd

Ófullgerð uppskrift.

Neðri helmingur dálks 826 og dálkur 827 auðir til að tákna eyðu í texta.

Efnisorð
24 (206r-206v (dálkur 828-830))
Auðunar þáttur vestfirska
Upphaf

[M]aður hét Auðun vestfirskur…

Niðurlag

… og margir aðrir góðir menn.

25 (206v-208r (dálkur 830-836))
Sneglu-Halla þáttur
Upphaf

[Þ]að er upphaf þessar frásagnar …

Niðurlag

… á grauti mundi greyið sprungið hafa.

Baktitill

Lýk ég þar sögu frá Sneglu-Halla.

26 (208r-208v (dálkur 836-838))
Halldórs þáttur Snorrasonar
Upphaf

[Þ]á er Halldór Snorrason goða var með Haraldi konungi …

Niðurlag

vingan sinni við Halldór. Og lýkur þar þessi frásögn.

27 (208v-209r (dálkur 838-839))
Þorsteins þáttur forvitna
Upphaf

[Þ]orsteinn hét einn íslenskur maður …

Niðurlag

… en þó féll hann með konungi  á Englandi.

28 (209r-209r (dálkur 839-840))
Þorsteins þáttur tjaldstæðings
Upphaf

[Ú]lfur hét maður er bjó á Þelamörk …

Niðurlag

… föður Lopts föður Gunnlaugs smiðs.

29 (209r-210r (dálkur 840-843))
Blóð-Egils þáttur
Upphaf

[R]agnar hét maður og var ættaður suður á Jótlandi …

Niðurlag

… sjálfræði og siðleysu. Og lýkur þar þessum þætti.

Athugasemd

Neðri helmingur dálks 843 og dálkar 844-846 auðir.

Efnisorð
30 (211r-211v (dálkur 847-850))
Grænlendinga þáttur
Titill í handriti

Grænlendinga þáttur

Upphaf

Sokki hét maður og var Þórisson …

Niðurlag

… til ættjarða sinna. Og lýkur þar þessi sögu.

31 (211v-212r (dálkur 850-851))
Biskupa- og kirknatal á Grænlandi
Upphaf

Þessir hafa biskupar verið á Grænlandi …

Niðurlag

… í Ánavík í Rangafirði.

Efnisorð
32 (212r-212r (dálkur 851-852))
Helga þáttur og Úlfs
Titill í handriti

Frá Helga og Úlfi

Upphaf

Sigurður jarl Löðversson réð fyrir Orkneyjum …

Niðurlag

…og bjuggu þar til elli. Og lýkur þar þessi sögu.

Efnisorð
33 (212r-213r (dálkur 852-856))
Játvarðar saga helga
Titill í handriti

Saga hins heilaga Játvarðar …

Upphaf

Játvarður konungur hinn helgi …

Niðurlag

… og þeirra synir þar byggt síðan.

Efnisorð
34 (213r-225v (dálkur 856-905))
Flateyjarannáll
Titill í handriti

Hér hefur annál frá hans upphafi og tölu Jeroními prests

Upphaf

Guð skapaði alla skepnu …

Niðurlag

… Grasvöxtur lítill, fellir nokkur.

Athugasemd

Aðeins efri hluti dálks 905 skrifaður, að öðru leyti er blaðið autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn

Blaðfjöldi
I. bindi: ii + 116 + ii blöð (415-422 mm x 290-297 mm). II. bindi: ii + 109 + ii blöð (418-422 mm x 283-297 mm).
Tölusetning blaða

  • I. bindi: Dálkmerking 1-463. Hlaupið yfir dálknúmer: 77, 404, 425.
  • II. bindi: Dálkmerking 464-906. Hlaupið yfir dálknúmer: 504, 543, 544, 551-554. Dálkur 906 auður.
Brynjólfur Sveinsson biskup dálkmerkti.

Kveraskipan

Í fyrsta bindi eru 15 kver:

  • Kver I: 3 blöð, eitt tvinn og stakt blað.
  • Kver II-VIII: 8 blöð hvert, 16 tvinn.
  • Kver IX: 9 blöð, 4 tvinn en blað 7 laust.
  • Kver X-XV: 8 blöð hvert, 24 tvinn.
Í öðru bindi eru 14 kver:
  • Kver I-VIII: 8 blöð hvert, 32 tvinn.
  • Kver IX: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver X: 9 blöð, 4 tvinn en fyrsta blað stakt.
  • Kver XI: 9 blöð, 4 tvinn en blað níu stakt.
  • Kver XII: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver XIII: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver XIV: 7 blöð, 3 tvinn en fyrsta blað stakt.

Umbrot

I. bindi:

  • Tvídálka (1-905), að undanskildu bl. 1v sem er einn dálkur fyrir miðju blaði.
  • Línufjöldi er yfirleitt 60 í hverjum dálki. Á bl. 1v-4r er hann frá 57 til 66.
  • Leturflötur er að meðaltali 325 mm x 230 mm. Breidd heildarleturflatar á þeim blöðum sem Jón Þórðarson skrifar er nokkuð jöfn, um 230 mm. Sama er að segja um breidd dálka, hún er um 110 mm. Hæð leturflatar er hins vegar óreglulegri, getur verið allt frá 314 mm til 335 mm. Leturflötur fremstu blaðanna (1v-4r) sem eru með hendi Magnúsar Þórhallssonar er fremur óreglulegur. Hæðin er frá 292 mm til 327 mm. Breiddin er frá 230 mm til 245 mm. Að sama skapi er breidd dálka misjöfn, frá 108 mm til 120 mm.
  • Markað er fyrir dálkum og línum (göt og skurðir) með hnífsoddsáhaldi. Hvergi sést dregið fyrir línum í I. bindi.

II. bindi:

  • Tvídálka.
  • Línufjöldi í fyrri hlutanum er að jafnaði 62, en á innskotsblöðunum 68.
  • Leturflötur er að meðaltali 325 mm x 233 mm. Hæð leturflatar er fremur óregluleg líkt og á öðrum blöðum með hendi Magnúsar í fyrra bindinu, frá 315 mm til 333 mm. Breiddin er jafnari, frá 232 mm til 240 mm. Dálkbreidd er að jafnaði 110.
  • Markað er fyrir dálkum og línum (göt og skurðir) með hnífsoddsáhaldi. Í II. bindi sjást línur á nokkrum blöðum (t.d. ljósar línur á bl. 20v, 25r, 26r-v, 28r, en dökkar línur á 27r (blý) og 28v).

Ástand

  • Handritið opnast sæmilega, en blöðin eru stíf.
  • Verkunargöt eru víða.
  • Flekkir á efrispássíu eru áberandi á bl. 116-132, eins og út frá olíu eða fitu.
  • Smáir blettir, blek og o.fl. eru víða. Blektæring áberandi mest í X. kveri, einkum fremstu og öftustu blöðum þess. Ryðrauður blettur er á bl. 24v og 25r (hefur borist á milli).
  • Sum blöð eru mikið skorin (bl. 8, 15, 16 og 24).

Skrifarar og skrift
Tvær hendur að mestu.

Með hendi Jóns Þórðarsonar:

  • I: Bl. 4v (dálkur 11)—27v (dálkur 104, l. 58)
  • 27v (dálkur 104, l. 60 (frá hann var))—27v (dálkur 105, l. 9 (til víta))
  • 27v (dálkur 105, l. 17 (frá og kaupir ))—36v (dálkur 141, l. 41 (til skemur og))
  • 36v (dálkur 141, l. 45)—108r (dálkur 429, l. 26)
  • 108r (dálkur 429, l. 29)—110r (dálkur 437, l. 13 (til ferðar))
  • 110r (dálkur 437, l. 22 (frá komnir))—110v (dálkur 439, l. 22 (til ))
  • 110v (dálkur 439, l. 31 (frá gilli))—111r (dálkur 440, l. 6 (til skatt))
  • 111r (dálkur 440, l. 17 (frá frændur mínir))—111r (dálkur 441, l. 28)
  • 111r (dálkur 441, l. 36 (frá hörðu))—134v (dálkur 535, l. 60)
  • Skriftin er textaskrift.

Með hendi Magnúsar Þórhallssonar:

  • II: Bl. 1v-4r (dálkur 10)
  • 27v (dálkur 104, l. 59-60 (þá bjó — Svarfaðardal))
  • 27v (dálkur 105, l. 9 (frá þá fór Þorleifur))—27v (dálkur 105, l. 17 (til fer Þorleifur))
  • 36v (dálkur 141, l. 41 (frá féll))—36v (dálkur 141, l. 44 (til sumri))
  • 134v (dálkur 535, l. 61)—187v (dálkur 754)
  • 211r (dálkur 847)—225v (dálkur 905)
Skriftin er árléttiskrift.

Óþekktur skrifari:

  • III: Bl. 108r (dálkur 429, l. 27-28).

Óþekktur skrifari:

  • IV. Bl. 110r (dálkur 437, l. 13 (frá en er))—110r (dálkur 437, l. 22 (til voru))
  • 110v (dálkur 439, l. 22 (frá eg))—110v (dálkur 439, l. 31 (til Össurarson))
  • 111r (dálkur 440, l. 6 (frá heimtan))—111r (dálkur 440, l. 17 (til til (mannníðingar))
  • 111r (dálkur 441, l. 29-36 (til gilli))

Vera kann að Jón Þórðarson hafi skrifað orðin nú slitið þinginu á bl. 110v (dálki 439, l. 24).

Skreytingar

Handritið er allt lýst með litdregnum upphafsstöfum og eru lýsingarnar gerðar af Magnúsi Þórhallssyni (sbr. formála á bl. 1v). Sams konar upphafsstafir eru í Stjórnarhandritinu AM 226 fol. og þykir líklegt að Magnús Þórhallsson hafi einnig lýst það handrit (sbr. Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993:26 og Matthías Þórðarson 1931:340 ). Mjög svipaða upphafsstafi er einnig að finna í Jónsbókarhandritunum GKS 3268 4to og GKS 3270 4to frá miðri 14. öld ( Guðbjörg Kristjánsdóttir 1993:25 ).

Spássíumyndir eru á þremur stöðum við mikilvæg efnisskil í handritinu:

  • Bl. 5v: Mynd við upphaf Ólafs sögu Tryggvasonar.
  • Bl. 9v: Mynd við upphaf kaflans um fæðingu Ólafs Tryggvasonar.
  • Bl. 79r: Mynd við upphaf Ólafs sögu helga.

Mjög stórir sögustafir (8-27 inndregnar línur) eru í upphafi meginefnisþátta handritsins eða við mikilvæg kaflaskil:

  • Bl. 5v (dálki 15): H (10 línur) í upphafi Ólafs sögu Tryggvasonar.
  • Bl. 9v (dálki 31): A (9 línur) í upphafi kaflans um fæðingu Ólafs Tryggvasonar.
  • Bl. 75r (dálki 295): H (11 línur) í upphafi Hálfdanar þáttar svarta.
  • Bl. 76r (dálki 298): A (8 línur) í upphafi Haralds þáttar hárfagra.
  • Bl. 79r (dálki 310): Þ (14 línur) í upphafi Ólafs sögu helga.
  • Bl. 145r (dálki 584): I (27 línur) í upphafi Sverris sögu.
  • Bl. 164r (dálki 659): H (10 línur) í upphafi Hákonar sögu Hákonarsonar.
Í hverjum þessara stafa er mynd af persónu, athöfn eða atburði sem tengist efni viðkomandi sögu, þáttar eða kafla. Fimm litir eru notaðir og er fyrirkomulag þeirra eins í öllum stöfunum: gulur eða gulbrúnn litur í stafnum sjálfum, gráblár í bakgrunni, grænn og rauður í laufteinungsskrauti og grænn, rauður, rauðbrúnn og gráblár í myndum. Stafir, myndir og skraut er allt með blekdregnum útlínum.

Minni sögustafir (5-6 inndregnar línur) eru á eftirtöldum stöðum:

  • Bl. 3v (dálki 8): N (5 línur) í upphafi þáttarins Hversu Noregur byggðist.
  • Bl. 4v (dálki 11): Þ (5 línur) í upphafi Eiríks sögu víðförla.
  • Bl. 13r (dálki 45): Þ (5 línur) í upphafi Jómsvíkinga sögu.
  • Bl. 60v (dálki 237): A (6 línur) í upphafi Indriða þáttar ilbreiðs.
  • Bl. 65v (dálki 257): N (5 línur) í upphafi kafla í Ólafs sögu Tryggvasonar.
  • Bl. 68r (dálki 267): S (5 línur) í upphafi kafla í Ólafs sögu Tryggvasonar.
  • Bl. 69v (dálki 272): H (5 línur) í upphafi Orms þáttar Stórólfssonar.
  • Bl. 145r (dálki 583): H (5 línur) í upphafi formála að Sverris sögu.
  • Bl. 155r (dálki 623): E (6 línur) í upphafi þáttar í Sverris sögu.
  • Bl. 156v (dálki 630): H (5 línur) í upphafi þáttar í Sverris sögu.
  • Bl. 157v (dálki 634): Þ (5 línur) í upphafi þáttar í Sverris sögu.
Þrír til fimm litir eru notaðir í hverjum staf (rauður, rauðbrúnunn, gulur, grænn og/eða gráblár) og einkennandi er að stafirnir sjálfir eru tvílitir, með eins konar innlagðri skreytingu eða mynstri.

Miðlungsstórir upphafsstafir (yfirleitt 4-6 inndregnar línur) skreyttir með pennaflúri og margir með myndum af dýrum og kynjaskepnum ýmis konar, eru við önnur mikilvæg þátta- eða kaflaskil. Þrír til fjórir litir eru notaðir (rauður, rauðbrúnn, grænn og/eða gráblár) og stafirnir sjálfir eru flestir tvílitir, með sams konar innlagðri skreytingu eða mynstri og í sögustöfum sömu stærðar.

Minni pennaflúraðir upphafsstafir (yfirleitt 3 inndregnar línur), einlitir með flúri í öðrum lit, eru annars að jafnaði við kaflaskil.

Á innskotsbl. 188-210 eru bæði stórir pennaflúraðir upphafsstafir með myndum af kynjaskepnum og pennaflúraðir stafir af minni gerðinni.

Óflúraðir upphafsstafir eru á bl. 55v-59r, 75v, 76v og 211v-213v, sennilega ófullgerðir.

Rauður litur er dreginn til áherslu í hástafi á bl. 2r-3r og á innskotsbl. 188r-204v.

Rauðritaðar fyrirsagnir eru alls staðar við upphaf meginefnisþátta og kafla.

Á bl. 186vb-187vog innskotsbl. 204-210 hefur ekki verið fyllt inn í eyður fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Innskotsblöð:

  • Bl. 188-210 innskotsblöð, en talið er að Þorleifur Björnsson hirðstjóri á Reykhólum hafi látið skrifa þau einhvern tíma á 15. öld. Tvær meginhendur (A-B) eru á innskotsblöðunum en átta afleysingahendur (C-J):
  • A skrifar bl.:

    188r (dálkur 755)—195r (dálkur 784, l. 13)

    195r (d. 784, l. 18)—195v (d. 786, l. 17)

    195v (d. 786, l. 23)—197r (dálkur 791, l. 8)

    197r (d. 791, l. 13)—197v (dálkur 793, l. 54 (til geysa))

    197v (dálkur 794)—198v (dálkur 797, l. 43)

    198v (dálkur 797, l. 48)—198v (dálkur 798, l. 60)

    199r (dálkur 799)—199v (dálkur 801, l. 8)

    199v (dálkur 801, l. 18)—199v (dálkur 802, l. 6)

    199v (dálkur 802, l. 11)—200r (dálkur 803, l. 3)

    200r (dálkur 803, l. 7-64)

    200v (dálkur 804)—200v (dálkur 814, l. 52)

    200v (dálkur 814, l. 58)—203v (818, l. 55 (til konungs efni))

    203v (dálkur 818, l. 63 (frá herja))—203v (dálkur 818, l. 70).

    204r (dálkur 819, l. 4-8)

    204r (dálkur 819, l. 56-64)

  • B skrifar bl.:

    198v (dálkur 797, l. 44-47)

    199v (dálkur 801, l. 9-17)

    199v (dálkur 802, l. 7-10)

    200r (dálkur 803, l. 4-6)

    200r (dálkur 803, l. 65-70)

    204r (dálkur 819, l. 3)

    204r (dálkur 819, l. 9-55)

    204r (dálkur 819, l. 65)-204r (dálkur 820, l. 15)

    204r (dálkur 820, l. 18)-204r (dálkur 820, l. 71 (til fylki))

    204v (dálkur 821, l. 1-26 (til Norðmandí))

    204v (dálkur 821, l. 29 (frá legði))—204v (dálkur 821, l. 32 (til þeirra))

    204v (dálkur 821, l. 38)—205r (dálkur 823, l. 67)

    205r (dálkur 824)—205v (dálkur 825, l. 40 (til á skíð))

    205v (dálkur 825, l. 45)—207v (dálkur 833, l. 49)

    207v (dálkur 833, l. 53)—208v (dálkur 838, l. 29)

    208v (dálkur 838, l. 36)—210r (dálkur 843)

    .
  • Átta afleysingahendur (C-J):
  • Afleysingahendur í A:

  • C:

    195r (dálkur 784, l. 14-17).

    Þó kann að vera að hér sé um tvær hendur að ræða, þ.e. að einn skrifari hafi skrifað l. 14-16 og annar hluta af l. 17.

  • D:

    195v (dálkur 786, l. 18-22).

    Minnir á hönd Þorsteins Þorleifssonar.

  • E:

    197r (dálkur 791, l. 9-12 og hugsanlega nokkur orð í l. 13).

     

    Skrifari Þorleifs Björnssonar.

  • F:

    197v (dálkur 793, l. 54 (frá vith))-197v (dálkur 793, l. 70)

    198v (dálkur 798, l. 61-69).

  • G:

    202v (dálkur 814, l. 53-57)

    203v (dálkur 818, l. 55 (frá Ok))-203v (dálkur 818, l.63 (til hjálm)).

  • Afleysingahendur í B:

  • H:

    204r (dálkur 820, l. 16-17)

    204r (dálkur 820, l. 71 (frá eitt))-204r (dálkur 820, l. 73)

    204v (dálkur 821, l. 32 (frá og hratt))-204v (dálkur 821, l. 37)

    205r (dálkur 823, l. 68-72)

    205v (dálkur 825, l. 40 (ok rener))-205v (dálkur 825, l. 44).

  • I:

    204v (dálkur 821, l. 26 (frá og vildi eða fyrr))-204v (dálkur 821, l. 29 (til að hann)).

  • J:

    207v (dálkur 833, l. 50-52)

    203v (dálkur 838, l. 29-35)).

    Minnir á eina af aðalhöndum íslensku lækningabókarinnar í Dublin, en sú bók tengist Þorleifi Björnssyni.

  • Á bl. 187v (dálkar 753-754) hefur Árni Magnússon fyllt í fáeinar eyður, þar sem orð hafa máðst út vegna slits.

Spássíugreinar — I. bindi: Spássíugreinar — II. bindi:

Band

Bæði bindin bundin inn á sama máta. Pappaspjöld klædd með ljósbrúnu kálfskinni (440 mm x 305 mm x 55-60 mm). Gullþrykkt út við jaðar spjaldanna með munstri sem samanstendur af beinum línum og laufblaðaflúri. Doppaður miðjureitur er afmarkaður með einföldum blindþrykkslínum. Í ramma milli miðjureits og jaðargyllingar er blindþrykktur öldóttur borði, samsettur úr flórískum og geometrískum bogformum. Doppað milli þessa borða og jaðarlínu. Kjölur skiptist í átta reiti og eru reitir gullþrykktir með klisjum (mótíf tengjast dönsku krúnunni) nema annar reitur ofan frá, sem er rauðlitaður með gullþrykkt: CODEX FLATEYENSIS og þriðji ofan frá sem er grænlitaður með gullþrykkt: PARS I á fyrra bindi og PARS II á því seinna.

Marmoríseruð saurblöðin eru orðin álagssnjáð og upplituð.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á árunum 1387-1394. Í Flateyjarannál kemur fram að Jón Þórðarson hafi farið utan árið 1388 og því ætla menn að hann hafi skrifað sinn hluta á árunum 1387-1388. Þetta styður klausa á bl. 4r (dálkur 10, l. 48-50): Þessi Ólafur var heitinn eftir hinum heilaga Ólafi konungi Haraldssyni eftir sjálfs hans tilvísan. Hann var þá konungur er sjá bók var skrifuð þá var liðið frá hingað burð várs herra Jesú Christi. m.ccc.lxxx. og vij. ár.. Flateyjarbók lýkur með Flateyjarannál árið 1394, þannig að Magnús Þórhallsson skrifar sinn hluta á árunum 1389-1394. Lítið er vitað um ævi skrifaranna, þó er talið að Jón sé sá sami og var ráðsmaður á Reynistað í Skagafirði fyrir 1383. Á hinn bóginn er talið að Magnús sé sá sem kemur árið 1397 við tvö jarðabréf ábótans á Helgafellsklaustri, og hafi hann þá verið prestur á Helgafelli. Blöð 188-210 eru innskotsblöð, sennilega skrifuð einhvern tíma á 15. öld fyrir Þorleif Björnsson hirðstjóra.

Ferill

Í formála Flateyjarbókar segir að handritið eigi Jón Hákonarson í Víðidalstungu (1v). Á bl. 1v kemur og fram að Jón Finnsson þáði það að gjöf frá föðurföður sínum Jóni Björnssyni bónda í Flatey. Handritið hefur að öllum líkindum gengið í arf í ætt Jóns Björnssonar, en faðir hans var Björn Þorleifsson á Reykhólum. Faðir Björns var Þorleifur hirðstjóri en leidd hafa verið rök að því að hann hafi á 15. öld aukið 23 blöðum í handritið sem glatast höfðu úr því. Hans faðir var Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri á Skarði, hans faðir Þorleifur Árnason. Þorleifur Árnason keypti hálfa Víðidalstungu af Guðnýju dóttur Jóns Hákonarsonar og handritið e.t.v. einnig komist í eigu hans. Jón Finnsson gaf Flateyjarbók síðan Brynjólfi Sveinssyni biskupi árið 1647, en Brynjólfur gaf bókina Friðriki konungi þriðja árið 1656. Vert er og að geta þess að handritið var í Skálholti nokkur ár í láni hjá Oddi Einarssyni biskupi, sem getur þess árið 1612.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. apríl 1971.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Ljósprentað í  Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi (I) 1930 .
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Cipolla, Adele, Quinn, Judy
Titill: Studies in the transmission and reception of old Norse literature ; the hyperborean muse in European culture, Introduction
Ritstjóri / Útgefandi: Cipolla, Adele, Quinn, Judy
Umfang: s. 1-18
Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter,
Umfang: s. 207-212
Titill: Membrana Regia Deperdita,
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Höfundur: Finlay, Alison
Titill: Comments on Daniel Sävborg's paper, Scripta Islandica
Umfang: 65
Höfundur: Holtsmark, Anne
Titill: "Hér várum ok heðan fórum", Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969
Umfang: s. 92-97
Höfundur: Faulkes, Anthony
Titill: Rauðúlfs Þáttr a study,
Umfang: 25
Höfundur: Faulkes, Anthony
Titill: Gripla, Edda
Umfang: II
Höfundur: Faulkes, Anthony, Resen, Peder Hansen
Titill: Two versions of Snorra Edda. Edda Islandorum. Völuspá. Hávamál. P. H. Resen's edition of 1665,
Umfang: 2. 14
Höfundur: Arngrímur Vídalín Stefánsson
Titill: Saga, Ný bókfestukenning? : Spjall um aðferðir
Umfang: 53:2
Höfundur: Ellehøj, Svend
Titill: Studier over den ældste norrøne historieskrivning,
Umfang: XXVI
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: Kongesagastudier: Kompilationen Hulda-Hrokkinskinna,
Umfang: XXXII
Titill: Arngrimi Jonae opera latine conscripta,
Ritstjóri / Útgefandi: Jakob Benediktsson
Umfang: IX-XII
Höfundur: Magerøy, Ellen Marie
Titill: Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden",
Umfang: Supplementum 7
Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna,
Umfang: Supplementum 8
Titill: Hallfreðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 64
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Munnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda
Umfang: 6
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Litterære forudsætninger for Egils saga,
Umfang: 8
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Hallfreðar saga,
Umfang: 15
Titill: , Danakonunga sögur. Skjöldunga saga. Knýtlinga saga. Ágrip af sögu Danakonunga
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Guðnason
Umfang: 35
Titill: Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.],
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: Fóstbræðra saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 49
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda II.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda I.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Visions of the afterlife in old norse literature
Ritstjóri / Útgefandi: Carlsen, Christian
Höfundur: Fell, Christine E.
Titill: Mediaeval Scandinavia, A note on Pálsbók
Umfang: 5
Höfundur: Westergård-Nielsen, Christian
Titill: Convivium, Om islandske håndskrifter og særlig om et
Umfang: s. 122-139
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Om et norsk skriftlig grunnlag for Edda-diktningen eller deler av den,
Umfang: s. 81-207
Höfundur: Einar G. Pétursson
Titill: Hulin pláss : ritgerðasafn, , Flateyjarbók og Þorláksbiblía í Árnastofnun
Umfang: 79
Titill: , Laxdæla saga. Halldórs þættir Snorrasonar. Stúfs þáttur
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ól. Sveinsson
Umfang: 5
Titill: Eyrbyggja saga. Brands þáttr örva. Eiríks saga rauða. Grænlendinga saga. Grænlendinga þáttr,
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ól. Sveinsson, Matthías Þórðarson
Umfang: 4
Höfundur: Rowe, Elizabeth Ashman
Titill: Cultural paternity in the Flateyjarbók Óláfs saga Tryggvasonar,
Umfang: 8
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Versene i Hallfreðar saga
Umfang: 18
Titill: Rímnasafn. Samling af de ældste islandske rimer
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Opdagelsen af og Rejserne til Vinland,
Umfang: 1915
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Flateyjarbók,
Umfang: 1927
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: Þormóðr Kolbrúnarskáld,
Umfang: 7
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: Eyrbyggja saga. The vellum tradition,
Umfang: 18
Höfundur: Dillmann, François-Xavier
Titill: Gripla, Þeir steypðu fimm konungum í eina keldu a Mulaþingi ...
Umfang: 29
Titill: Hemings þáttr Áslákssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Höfundur: Storm, Gustav
Titill: Islandske annaler indtil 1578
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttur Ófeigssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðni Jónsson
Umfang: 7
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Kirkja og kirkjuskrúð, Lýsingar í íslenskum handritum
Umfang: s. 93-98
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages,
Umfang: 7
Höfundur: Magerøy, Hallvard
Titill: Ei fallgruve i prologen til Sverris saga, Festskrift til Ludvig Holm-Olsen
Umfang: s. 246-254
Höfundur: Magerøy, Hallvard
Titill: Om skyldskapen mellom tekstene i fremre delen av Sverris saga (kap. 1-100),
Umfang: 3-4
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Miniatyrer fra islandske haandskrifter, Bergens Museums Aarbog
Umfang: 7
Höfundur: Törnquist, Harry
Titill: Olika händer i Flatöboken,
Umfang: 1938
Höfundur: Haukur Þorgeirsson, Teresa Dröfn Njarðvík
Titill: The Last Eddas on vellum, Scripta Islandica
Umfang: 68
Höfundur: Helgi Guðmundsson
Titill: Gripla, Hreytispeldi
Umfang: 3
Höfundur: Jensen, Helle
Titill: Fragmenter af et kongesagahåndskrift fra det 13. århundrede,
Umfang: s. 24-73
Titill: Eiríks saga víðförla,
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: 29
Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson
Titill: Af Resensbók, Kristnisögum og Landnámuviðaukum, Gripla
Umfang: 22
Höfundur: Helgi Þorlákssonn
Titill: Gripla, Sturlunga - tilurð og markmið
Umfang: 23
Höfundur: Joseph, Herbert S.
Titill: Arkiv för nordisk filologi, The Þáttr and the theory of saga origins
Umfang: 87
Höfundur: Hermann Pálsson
Titill: Gripla, Dulargervi í Hallfreðar sögu
Umfang: 3
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Hare, I. R., J. Simpson
Titill: , Some observations on the relationship of the II-class paper MMS of Sturlunga saga
Umfang: s. 190-200
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Lærdómslistir, Hafgerðingadrápa
Umfang: s. 220-226
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Nokkrir þættir í Flateyjarbókartexta Fóstbræðrasögu, Lærdómslistir
Umfang: s. 270-275
Höfundur: Cochrane, Jamie
Titill: Gripla, Síðu-Halls saga ok sona hans
Umfang: 21
Höfundur: McKinnell, John
Titill: , The reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna
Umfang: s. 304-338
Höfundur: McKinnell, John
Titill: Scripta Islandica, Ynglingatal – A Minimalist Interpretation
Umfang: 60
Höfundur: Megaard, John
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Studier i Jómsvíkinga sagas stemma
Umfang: 115
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: Et forlæg til Flateyjarbók ? Fragmenterne AM 325 IV beta og XI, 3 4to,
Umfang: s. 141-158
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: , En strofe af Bersöglisvísur
Umfang: s. 208-210
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: To håndskrifter fra det nordvestlige Island,
Umfang: s. 219-253
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: Den yngre del af Flateyjarbók, Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969
Umfang: s. 235-250
Höfundur: Jesch, Judith
Titill: Orkneyinga saga : a work in progress, Creating the medieval saga
Umfang: s. 153-173
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Småstykker 1-10
Umfang: s. 350-361
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Om perg. fol. nr 8 og AM 304 4to
Umfang: s. 1-24
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Sylloge sagarum. Resenii bibliotheca. Vatnshyrna
Umfang: s. 9-53
Titill: Byskupa sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Gripla, Ígrillingar
Umfang: II
Höfundur: Jón Jóhannesson
Titill: Nordæla, Aldur Grænlendinga sögu
Umfang: s. 149-158
Titill: , Eyfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: 9
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Um Fóstbræðrasögu,
Umfang: 1
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Falling into Vínland, , Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Höfundur: Bek-Pedersen, Karen
Titill: Gripla, St Michael and the sons of Síðu-Hallur
Umfang: 23
Titill: Poetry from the Kings' sagas 2
Ritstjóri / Útgefandi: Gade, Kari Ellen
Höfundur: Karl Jónsson
Titill: Sverris saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: XXX
Höfundur: Kapitan, Katarzyna Anna
Titill: Opuscula XVI, Dating of AM 162 B a fol, a fragment of Brennu-Njáls saga
Umfang: s. 217-243
Höfundur: Parsons, Katelin
Titill: Gripla, Grýla in Sléttuhlíð
Umfang: 24
Titill: Gyðinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Wolf, Kirsten
Umfang: 42
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: Ólafskross ristur Ólafi Halldórssyni sextugum, Bjúgur í vísu í Völsa þætti
Umfang: s. 41-45
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: Nokkur orð um eitt orð eða tvö, Jóansbolli færður Jóni Samsonarsyni fimmtugum
Umfang: s. 36-39
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: Nordica Bergensia, Innhald og komposisjon i Flateyjarbók
Umfang: 23
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: , Für welchen Empfänger wurde die Flateyjarbók ursprünglich konzipiert?
Umfang: s. 1-53
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttitir
Titill: Die Flateyjarbók und der Anfang ihrer Ólafs saga helga, Opuscula XIV
Umfang: s. 177-214
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: Gripla, Eiríks saga víðförla í miðaldahandritum
Umfang: 30
Titill: Alfræði íslenzk. II Rímtöl,
Ritstjóri / Útgefandi: Beckman, N., Kålund, Kr.
Umfang: 41
Höfundur: Schier, Kurt
Titill: Gripla, Iceland and the rise of literature in "terra nova"
Umfang: 1
Höfundur: Lönnroth, Lars
Titill: Old Norse text as performance, Scripta Islandica
Umfang: 60
Höfundur: Holm-Olsen, Ludvig
Titill: Peder Claussøns håndskrift av Håkon Håkonssons saga,
Umfang: s. 91-103
Höfundur: Holm-Olsen, Ludvig
Titill: Til diskusjonen om Sverres sagas tilblivelse,
Umfang: s. 55-67
Höfundur: Margrét Eggertsdóttir
Titill: Langa Edda. Goð og gyðjur í máli og myndum, Góssið hans Árna
Umfang: s. 113-127
Höfundur: Tveitane, Mattias
Titill: , Jórunn mannvitsbrekka
Umfang: s. 254-267
Höfundur: Macpherson, Michael John
Titill: Samdi Bjarni biskup Málsháttakvæði?, Són
Umfang: 16
Titill: Færeyinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 30
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: Mediaeval Studies, The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist
Umfang: s. 294-337
Höfundur: Per-Axel Wiktorsson
Titill: Scripta Islandica, Om Torleiftåten
Umfang: 38
Höfundur: Foote, Peter G.
Titill: Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969, A note on Þránd's kredda
Umfang: s. 355-363
Titill: Jóns saga Hólabyskups ens helga,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Titill: Biskupa sögur I,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter, Ólafur Halldórsson, Sigurgeir Steingrímsson
Umfang: 15
Höfundur: Simek, Rudolf
Titill: On elves, Theorizing Old Norse myth
Umfang: s. 195-223
Höfundur: Nordal, Sigurður
Titill: Om Orkneyingasaga,
Umfang: 1913
Titill: Flateyjarbók
Ritstjóri / Útgefandi: Nordal, Sigurður
Höfundur: Sigurgeir Steingrímsson
Titill: Gripla, Stefán Karlsson dr. phil h.c. 2.12.1928-2.5.2006
Umfang: 17
Höfundur: Sigurjón Páll Ísaksson
Titill: Gripla, Höfundur Morkinskinnu og Fagurskinnu
Umfang: 23
Höfundur: Hellberg, Staffan
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Kring tillkomsten av Glælognskviða
Umfang: 99
Höfundur: Drechsler, Stefan
Titill: Opuscula XIV, Ikonographie und Text-Bild-Beziehungen der GKS 1005 fol Flateyjarbók
Umfang: s. 215-300
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus, bókagerð bænda
Umfang: s. 120-140
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Um Vatnshyrnu
Umfang: s. 279-303
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Ættbogi Noregskonunga, Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni
Umfang: s. 677-704
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: The localisation and dating of medieval Icelandic manuscripts, Saga book
Umfang: 25
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Orð og tunga, Fagrlegr-farlegr-fallegr
Umfang: 6
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Gripla, Bókagerð Ara lögmanns Jónssonar
Umfang: 19
Höfundur: Sverrir Jakobsson
Titill: Saga, Ísland til leigu : átök og andstæður 1350-1375
Umfang: 52:1
Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson
Titill: Gripla, Um kristniboðsþættina
Umfang: II
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Gripla, Hvenær var Tristrams sögu snúið?
Umfang: II
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Perfecta fortituto, , Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni
Umfang: 12
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Hallamál : rétt Haraldi Bernharðssyni fimmtugum 12. apríl 2018, Grautur
Umfang: s. 83
Höfundur: Valgerður Erna Þorvaldsdóttir
Titill: "Spurt hefi eg að Sturla kann að yrkja"
Höfundur: Veturliði G. Óskarsson
Titill: Gripla, Um sögnina Finnvitka í Flateyjarbók
Umfang: 24
Höfundur: Veturliði Óskarsson
Titill: Slysa-Hróa saga, Opuscula XVII
Umfang: s. 1-97
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Titill: Morkinskinna,
Ritstjóri / Útgefandi: Ármann Jakobsson, Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: XXIII-XXIV
Höfundur: Ármann Jakobsson
Titill: Krepphent skáld frá upphafi 12. aldar, Són
Umfang: 15
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Ólafs saga Tryggvasonar en mesta,
Umfang: 1
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Fróðskaparrit, Um landnám Gríms Kambans i Føroyum
Umfang: 10
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Úr sögu skinnbóka, Skírnir
Umfang: s. 83-105
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Snjófríðar drápa, Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969
Umfang: s. 147-159
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Jómsvíkinga saga
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, Rímur
Umfang: XIV
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Minjar og menntir, Um Húsafellsbók
Umfang: s. 391-406
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: An ancient description of Greenland, Mediaeval Scandinavia
Umfang: 12
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Á afmæli Flateyjarbókar, Tímarit Háskóla Íslands
Umfang: 1
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Ný saga, Af uppruna Flateyjarbókar
Umfang: I
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: [Introduction], The Saga of king Olaf Tryggvason AM 62 fol
Umfang: s. 9-27
Titill: , Mattheus saga postula
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 41
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994, Þingamanna þáttur
Umfang: s. 617-640
Titill: Danish kings and the Jomsvikings in the greatest saga of Óláfr Tryggvason
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gripla, Landnámutextar í Ólafs sögu Tryggvasonar
Umfang: 11
Titill: Færeyinga saga. Óláfs saga Tryggvasonar eptir Odd Munk Snorrason,
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 25
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gripla, AM 240 fol XV, tvinn úr handriti með ævintýrum
Umfang: 18
Höfundur: Þorleifur Hauksson
Titill: Gripla, Grýla Karls ábóta
Umfang: 17
Titill: Rómverja saga
Ritstjóri / Útgefandi: Þorbjörg Helgadóttir
Höfundur: Veturliði Óskarsson, Þórdís Edda Jóhannesdóttir
Titill: Scripta Islandica, The manuscripts of Jómsvíkinga saga : a survey
Umfang: 65
Höfundur: Þórdís Edda Jóhannesdóttir
Titill: Gripla, Þrjár gerðir Jómsvíkinga sögu
Umfang: 28
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Formáli
  2. Geisli
  3. Ólafs ríma Haraldssonar
  4. Hyndluljóð
  5. Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
  6. Sigurðar þáttur slefu
  7. Hversu Noregur byggðist
  8. Ættartölur konunga og konungatöl í Noregi
  9. Eiríks saga víðförla
  10. Ólafs saga Tryggvasonar
    1. Jómsvíkinga saga
    2. Ottó þáttur keisara
    3. Færeyinga saga
    4. Jómsvíkinga saga
    5. Þingamanna þáttur
    6. Þorleifs þáttur jarlaskálds
    7. Orkneyinga saga
    8. Seljumanna þáttur
    9. Landnáma þáttur
    10. Þorsteins þáttur uxafóts
    11. Kristni þáttur
    12. Sörla þáttur
    13. Stefnis þáttur Þorgilssonar
    14. Rögnvalds þáttur og Rauðs
    15. Hallfreðar saga vandræðaskálds
    16. Kjartans þáttur Ólafssonar
    17. Hallfreðar saga vandræðaskálds
    18. Kjartans þáttur Ólafssonar
    19. Hallfreðar saga vandræðaskálds
    20. Ögmundar þáttur dytts
    21. Kjartans þáttur Ólafssonar
    22. Hallfreðar saga vandræðaskálds
    23. Norna-Gests þáttur
    24. Helga þáttur Þórissonar
    25. Færeyinga saga
    26. Færeyinga saga
    27. Þorvalds þáttur tasalda
    28. Sveins þáttur og Finns
    29. Rauðs þáttur ramma
    30. Hrómundar þáttur halta
    31. Þorsteins þáttur skelks
    32. Þiðranda þáttur og Þórhalls
    33. Kristni þáttur
    34. Eiríks saga rauða
    35. Svaða þáttur og Arnórs kerlingarnefs
    36. Þórhalls þáttur knapps
    37. Hallfreðar saga vandræðaskálds
    38. Kjartans þáttur Ólafssonar
    39. Indriða þáttur ilbreiðs
    40. Halldórs þáttur Snorrasonar
    41. Eiríks þáttur Hákonarsonar
    42. Orms þáttur Stórólfssonar
    43. Hallfreðar saga vandræðaskálds
    44. Erlings þáttur Skjálgssonar
    45. Grænlendinga saga
    46. Einars þáttur þambarskelfis
    47. Færeyinga saga
    48. Orkneyinga saga
  11. Hálfdanar þáttur svarta
  12. Haralds þáttur hárfagra
  13. Noregskonungatal
  14. Hauks þáttur hábrókar
  15. Noregskonungatal
  16. Haralds þáttur grenska
  17. Ólafs þáttur Geirstaðaálfs
  18. Ólafs saga helga
    1. Eyvindar þáttur úrarhorns
    2. Styrbjarnar þáttur Svíakappa
    3. Hróa þáttur heimska
    4. Fóstbræðra saga
    5. Eymundar þáttur Hringssonar
    6. Tóka þáttur Tókasonar
    7. Sigurðar þáttur Ákasonar
    8. Ísleifs þáttur biskups
    9. Egils þáttur Síðu-Hallssonar
    10. Fóstbræðra saga
    11. Eymundar þáttur af Skörum
    12. Orkneyinga saga
    13. Guðbrands þáttur kúlu
    14. Indriða þáttur og Erlings
    15. Fóstbræðra saga
    16. Ásbjarnar þáttur Selsbana
    17. Færeyinga saga
    18. Knúts þáttur ríka
    19. Steins þáttur Skaptasonar
    20. Rauðúlfs þáttur
    21. Völsa þáttur
    22. Fóstbræðra saga
    23. Fóstbræðra saga
    24. Fóstbræðra saga
    25. Færeyinga saga
    26. Orkneyinga saga
    27. Noregskonungatal
    28. Brenna Adams biskups
  19. Sverris saga
  20. Hákonar saga Hákonarsonar
  21. Ólafs saga helga
  22. Magnús saga góða og Haralds harðráða
  23. Hemings þáttur Áslákssonar
  24. Auðunar þáttur vestfirska
  25. Sneglu-Halla þáttur
  26. Halldórs þáttur Snorrasonar
  27. Þorsteins þáttur forvitna
  28. Þorsteins þáttur tjaldstæðings
  29. Blóð-Egils þáttur
  30. Grænlendinga þáttur
  31. Biskupa- og kirknatal á Grænlandi
  32. Helga þáttur og Úlfs
  33. Játvarðar saga helga
  34. Flateyjarannáll

Lýsigögn