Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 1003 fol.

Sögubók ; Ísland, 1670

Titilsíða

Sagnahistoríur nokkrar af ýmsum kóngum, köppum og þeirra frægðarverkum sem þeir hafa unnið hér í Íslandi og annarsstaðar um heiminn af fyrri aldar mönnum. Samansettar og skrifaðar mönnum til gamans og dægrastyttingar með fríðu handverki og fullum kostnaði sem enn sér merki til á meðal vor. Og er þessi sögubók eigin eign eruverðugs heiðursmanns Jóns Eyjólfssonar … Anno MDCLXX (1r)

Athugasemd
Annað bindi af tveimur (GKS 1002 fol.) sem heyra saman.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-24v)
Hrólfs saga Gautrekssonar
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Hrólfi Gautrekssyni

Upphaf

Þar hefjum vér þessa sögu að Gautrekur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… því það þykist annar heyra sem annar heyrir ei

Baktitill

og lúkum vér nú sögu Hrólfs kóngs Gautrekssonar.

2 (25r-48v)
Göngu-Hrólfs saga
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Göngu-Hrólfi

Upphaf

Þessa sögu byrjar svo að Hröngviður hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… og lúkum vér hér sögu Hrólfs Sturlaugssonar.

Skrifaraklausa

P.S.S. M.E.H. (48v).

Baktitill

Hér endar sögu Göngu-Hrólfs.

Athugasemd

Skammstöfunin stendur fyrir: Páll Sveins son með eigin hendi.

3 (49r-63v)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Þorsteini Víkingssyni

Upphaf

Það er upphaf að sögu þessari að Logi hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… og hinn ágætasti af þeim sem honum voru samtíða

Baktitill

og lýkur hér frá Þorsteini Víkingssyni að segja.

Athugasemd

Bl. 64 autt.

4 (65r-110v)
Njáls saga
Titill í handriti

Hér byrjar Íslendinga sögu þá sem Njála heitir

Upphaf

Mörður hét maður, hann var kallaður Gígja …

Niðurlag

… er ágætastur maður hefur verið í þeirri ætt.

Baktitill

Endir Njálu.

5 (110v-124r)
Finnboga saga ramma
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Finnboga hinum ramma

Upphaf

Ásbjörn hét maður, hann var kallaður dettiás …

Niðurlag

… þóttu vera alstaðar mikils háttar menn og lúkum vér hér þessari sögu.

Baktitill

Endir Finnboga historíu.

6 (124r-132v)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Þórði hræðu

Upphaf

Þórður hét maður Harðakárason …

Niðurlag

… sér og öðrum til fróðleiks og skemmtunar og endar hér nú þessa sögu.

Baktitill

Endir Þórðar historíu.

7 (133r-139r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Búa Andríðssyni

Upphaf

Helgi bjóla, son Ketils flatnefs …

Niðurlag

… en mikil ætt er frá honum komin

Baktitill

og endar hér Kjalarnesinga sögu og segir nokkuð …

Athugasemd

Fyrirsögn Jökuls þáttar er í beinu framhaldi af niðurlagi Kjalnesingasögu

8 (139r-141r)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

… af Jökli Búasyni

Upphaf

Það er nú þessu næst sagt að Jökli Búasyni þótti …

Niðurlag

… er tóku kóngdóm og ríki eftir hann

Baktitill

og endar hér Jökuls þátt.

Athugasemd

Fyrirsögnin er í beinu framhaldi af niðurlagi Kjalnesingasögu.

9 (141r-144r)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Söguþáttur af Ormi Stórólfssyni

Upphaf

Hængur hét maður son Ketils …

Niðurlag

… hann varð ellidauður og hélt vel trú sína og lýkur hér hans sögu.

Athugasemd

Bl. 144v autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn. Vatnsmerki á aftara saurblaði aftast.
Blaðfjöldi
iv + 144 + ii blöð (305 mm x 240 mm).
Tölusetning blaða
Blaðmerkt síðar með blýanti efst í hægra horni. Bl. 64 autt og 1/4 aftari dálks bl. 63v; aðeins skrifað á 3/4 fremri dálks bl. 144r og bl. 144v autt.
Kveraskipan

36 kver.

 • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
 • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn.
 • Kver III: bl. 9-12, 2 tvinn.
 • Kver IV: bl. 13-16, 2 tvinn.
 • Kver V: bl. 17-20, 2 tvinn.
 • Kver VI: bl. 21-24, 2 tvinn.
 • Kver VII: bl. 25-28, 2 tvinn.
 • Kver VIII: bl. 29-32, 2 tvinn.
 • Kver IX: bl. 33-36, 2 tvinn.
 • Kver X: bl. 37-40, 2 tvinn.
 • Kver XI: bl. 41-44, 2 tvinn.
 • Kver XII: bl. 45-48, 2 tvinn.
 • Kver XIII: bl. 49-52, 2 tvinn.
 • Kver XIV: bl. 53-56, 2 tvinn.
 • Kver XV: bl. 57-60, 2 tvinn.
 • Kver XVI: bl. 61-64, 2 tvinn.
 • Kver XVII: bl. 65-68, 2 tvinn.
 • Kver XVIII: bl. 69-72, 2 tvinn.
 • Kver XIX: bl. 73-76, 2 tvinn.
 • Kver XX: bl. 77-80, 2 tvinn.
 • Kver XXI: bl. 81-84, 2 tvinn.
 • Kver XXII: bl. 85-88, 2 tvinn.
 • Kver XXIII: bl. 89-92, 2 tvinn.
 • Kver XXIV: bl. 93-96, 2 tvinn.
 • Kver XXV: bl. 97-100, 2 tvinn.
 • Kver XXVI: bl. 101-104, 2 tvinn.
 • Kver XXVII: bl. 105-108, 2 tvinn.
 • Kver XXVIII: bl. 109-112, 2 tvinn.
 • Kver XXIX: bl. 113-116, 2 tvinn.
 • Kver XXX: bl. 117-120, 2 tvinn.
 • Kver XXXI: bl. 121-124, 2 tvinn.
 • Kver XXXII: bl. 125-128, 2 tvinn.
 • Kver XXXIII: bl. 129-132, 2 tvinn.
 • Kver XXXIV: bl. 133-136, 2 tvinn.
 • Kver XXXV: bl. 137-140, 2 tvinn.
 • Kver XXXVI: bl. 141-144, 2 tvinn.

Umbrot

Tvídálka.

Leturflötur ca 240-250 mm x 180-200 mm.

Breidd dálka er ca 85-90 mm.

Aftarlega eru víða skakkir dálkar og breikka sums staðar eftir því sem neðar dregur, verst á bl. 95r-101r.

Línufjöldi 32-45.

Strikað fyrir dálkum. Sums staðar ójafnir dálkar og skakkir, einkum á bl. 95v-100v.

Síðutitlar.

Bendistafir (W) á spássíu til að merkja vísur í texta: 66v, 70v, 71r, 72r, 75v, 76r, 91r (með rauðu bleki), 98v, 109r, 110r, 124v, 127r, 128v, 130r, 142v.

Kaflatöl í sömu línu og öftustu orð næsta kafla á undan.

Stafir utan leturflatar á stöku stað, t.d. á bl. 3r, 18r, 26r, 29r, 35r, 45r, 68r, 75r, 82v, 100r, 122r.

Sagan endar í totu á bl. 24v, 48v, 132v, 144r.

Griporð.

Ástand
Skrifarar og skrift

Með hendi Páls Sveinssonar frá Geldingalæk á Rangárvöllum, blendingsskrift. Griporð með fljótaskrift.

Skreytingar

Skrautbekkur efst á titilsíðu; flúraðir upphafsstafir.

Flúraðir titlar á bl. 1v, 25r, 49r, 65r, 110v, 124r, 133r, 141r.

Stórir skrautstafir (upphafsstafir) á bl. 1v (Þ), 25r (Þ), 49r (Þ), 65r (M), 110v (A), 124r (Þ), 133r (H), 141r (H).

Fylltir og flúraðir upphafsstafir kafla á flestum blöðum handrits, sjá til dæmis bl. 16v, 18v, 25v, 35r, 71v, 71r, 76v, 82v, 91v, 120v, 122r.

Flúr um síðutitla á stöku stað, t.d. 75r, 126v, 127v.

Flúr sums staðar undir griporðum, t.d. 71v.

Dálítið flúr upp úr leggjum stafa í efstu línu sums staðar, t.d. bl. 82r, 100r, 127r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Bl. 69v: Víg Glúms og Víg Þjóstólfs.
 • Bl. 71r: Illur vættur kemur hér við sögu.
 • Bl. 75v: Víg Þórðar fóstra N.ss. (þ.e. Njáls sona).
 • Bl. 106r: Gjörðar bætur fyrir brennumálið.
 • Eitt eða fleiri orð ofan línu og merkt inn á bl. 9r, 79r, 88v.
 • Pennakrot á spássíum bl. 81v-82r og í fimmtu línu að ofan innra dálks bl. 121v.
 • Áherslumerki með rauðu bleki á bl. 91r.

Band

Band líklega frá lokum 17. aldar eða upphafi 18. aldar (323 mm x 253 mm x 90 mm). Hörð pappaspjöld, eða tréspjöld, klædd rauðu flaueli. Slitur af rauðum borðum með gylltum þráðum fest á tveimur stöðum beggja spjalda. Kjölur upphleyptur á uppistöðum. Snið gyllt.

Klæðning dálítið slitin, einkum á kili.

Stimpill Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn innan á fremra spjaldi ásamt safnmarki m.h. Kålunds.

2 auð saurblöð fremst og 2 aftast tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju. Safnmark á kili gyllt.

Fylgigögn

Fastur seðill á dönsku.

Seðill (tvinn) m.h. Árna Magnússonar með efnislýsingu. Aðeins 13 línur á aftara blaðinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1670 fyrir Jón Eyjólfsson, Múla í Fljótshlíð (Eyvindarmúla).

Ferill

Björn Þorleifsson gaf Kristjáni fimmta konungi handritið 29. janúar 1692 (sbr. bréf fremst í GKS 1002 fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. nóvember 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga
Mette Jakobsen gerði við 26. ágúst til 20. desember 1982.
Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Höfundur: Slay, Desmond
Titill: On the origin of two Icelandic manuscripts in the Royal Library in Copenhagen,
Umfang: s. 143-150
Höfundur: Einar Ól. Sveinsson
Titill: , Studies in the Manuscript Tradition of Njálssaga
Umfang: XIII
Titill: Fornaldar sögur Nordrlanda: Eptir gömlum handritum
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, Carl Christian
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Tiodielis saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ohlsson, Tove Hovn
Umfang: 72
Lýsigögn
×

Lýsigögn