Blaðsíðumerking á efri ytri spássíu með svörtu bleki, 1-11; síðari tíma viðbót.
Eitt kver:
Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift. Sami skrifari og í AM 716 a 4to, AM 716 b 4to, AM 716 h 4to og AM 716 k 4to (sbr. Katalog II, bls. 133-135).
Fyrsti upphafsstafur blekdreginn skrautstafur 2-3 línur. Aðrir upphafsstafir eru ca 2 línur.
Skreyting við eða umhverfis griporð.
Fyrirsagnir skrifaðar með kansellískrift.
Band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað á kápu með dökk brúnu bleki. Á spjaldblöðum er prentað mál. Tveir límmiðar með safnmarki og hlaupandi númeri eru á kili.
Skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar (sjá Katalog II, bls. 137).
Handritið var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók voru einnig blöð sem nú eru í AM 716 k 4to.
Árið 1730 voru blöðin hluti af No. 716 in 4to (sbr. AM 456 fol., 27r-v; AM 477 fol., 48v-49r). Þá voru einnig eftirfarandi kvæði í No. 716 in 4to, sem eru ekki lengur til: Píslarminning eignuð Kolbeini Grímssyni, upphaf: „Sárt er sverð í nurum“, Harmagrátur, upphaf: „Einn Guð almáttugur“ og Hugræða, upphaf: „Einn og þrennur allsvaldandi herra“, öll með einni hendi, með settaskrift.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. október 1979.