„Flóamanna saga“
Handritið er skrifað upp eftir Vatnshyrnu.
„Haraldur kóngur gullskegg réð fyrir Sogni …“
„… föður Hákonar, föður Jóns.“
Fyrst skrifað hárfagri en skrifari strikar yfir það, setur gullskegg á spássíu og merkir inn.
Blaðsíðumerking á rektósíðum, 1-63.
Sex kver.
Með hendi Ketils Jörundssonar í Hvammi, síðléttiskrift.
Upphafsstafur örlítið flúraður (bl. 1r).
Leiðréttingar Árna Magnússonar á spássíum og á milli lína, e.t.v. eftir AM 551 b 4to eða AM 517 4to.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 672, en virkt skriftartímabil Ketils Jörundssonar var ca 1620-1670.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1975.