Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 515 4to

Flóamanna saga ; Ísland, 1660-1695

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-34v (s. 1-66))
Flóamanna saga
Titill í handriti

Sagan af nokkrum landnámsmönnum Sunnlendinga sérdeilis Þorgils Þórðarsyni kölluðum Orrabeinsfóstra og nokkrum Flóamönnum.

Upphaf

Haraldur kóngur Gullskeggur réð fyrir Sogni …

Niðurlag

… föður Hákonar, föður Jóns. Og lýkur svo sögu þessari.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 34 + i blöð (192-198 mm x 162-163 mm). Auð blöð: 34v og 34r að mestu.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking á rektósíðum 1-67.

Kveraskipan

Sex kver.

 • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
 • Kver II: bl. 5-7, 3 stök blöð.
 • Kver III: bl. 8-13, 3 tvinn.
 • Kver IV: bl. 14-23, 2 stök blöð, 3 tvinn og 2 stök blöð.
 • Kver V: bl. 24-30, 3 tvinn og stakt blað.
 • Kver VI: bl. 31-34, 2 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 145-152 mm x 110 mm.
 • Línufjöldi er 25-27.
 • Griporð.
 • Síðutitlar.
 • Kaflanúmer eru á spássíum.
 • Sögulok enda í totu.
 • Upphafsstafir eru víða dregnir út úr leturfleti.

Ástand

Handritið er blettótt vegna rakaskemmda.

Skrifarar og skrift

Með hendi Einars Eyjólfssonar (sjá Agnete Loth 1967), en Kålund telur vera hönd séra Þórðar Jónssonar í Hítardal, blendingsskrift.

Skreytingar

Fyrirsögn með stærra letri og upphafsstafur örlítið pennaflúraður (1r).

Pennakreyttir upphafsstafir, margir með pennadregnum laufformum, andlit teiknuð inn í belgi sumra (2v, 4r-v, 10r-v, 11r-v, 13v, 14v, 18r, 20r, 24r-v, 26r, 28r-v, 30v, 31v, 33v og víðar).

Upphafsstafur síðutitils stundum pennaflúraður (sjá til dæmis bl. 23v, 29v, 30r, 32v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Spássíugreinar víða.
 • Pennakrot á bl. 24r.

Band

 • Band frá september 1975 (204 mm x 186 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
 • Var áður í bandi með bókfellsklæðningu úr latnesku messusiðahandriti með skrift og nótum.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (164 mm x 107 mm)fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins: Ur bok frä Skarde ä Skardzstraund, sem fyrrum hefe vered ign Sr Þordar Jonssonar i Hitardal. Floamannasaga.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar (sjá  Katalog I , bls. 671) en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1660-1695.
 • Handritið var áður hluti af stærra riti.

Ferill

Árni Magnússon segir handritið úr bók frá Skarði á Skarðsströnd sem fyrrum hefur verið eign séra Þórðar Jónssonar í Hítardal (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS endurskráði skv. reglum TEI P5 23.-24. febrúar 2009 og síðar.
 • ÓB skráði í Sagnanet.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. júní 1887 (sjá Katalog I 1889:671-672 (nr. 1287) .

  GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1975. Eldra band frá 19. öld fylgir, þó ekki það sem Kålund nefnir.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , To afskrifter af AM 576 a-c 4to
Umfang: s. 161-172
Titill: , Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.]
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Höfundur: Björn Sigfússon
Titill: Tvær gerðir Flóamannasögu, Saga
Umfang: s. 429-451
Titill: , Flóamanna saga
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 56
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: McKinnell, John
Titill: , The reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna
Umfang: s. 304-338
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Perkins, Richard
Titill: A medieval Icelandic rowing chant, Mediaeval Scandinavia
Umfang: 1
Höfundur: Perkins, Richard
Titill: , Flóamanna saga, Gaulverjabær and Haukr Erlendsson
Umfang: 36
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 515 4to
 • Efnisorð
 • Íslendingasögur
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn