„Saga af Hrafni og Gunnlaugi Ormstungu eftir fyrirsögn Ara prests hins fróða Þorgilssonar“
„Þorsteinn hét maður, hann var Egilsson Skallagrímssonar …“
„… og þótti öllum mikið fráfall Helgu sem von var að.“
og lýkur hér nú sögunni af Gunnlaugi og Hrafni.
Blaðsíðumerking með hendi Árna Magnússonar 1-46. Blaðsíðutalið 47 er með hendi Kålunds en blað 24v er ótölusett.
Óþekktur skrifari, blendingsskrift.
Band frá 1880-1920 (198 mm x 173 mm x 7 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.
Saurblöð tilheyra bandi.
Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600, en á því er brot úr Erfðatali (Kvennagiftingar).
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 666.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júlí 1975.
Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.