Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 499 4to

Harðar saga ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-35v)
Harðar saga
Titill í handriti

Sagan af Hörði og Hólmverjum

Upphaf

Á dögum Haralds hins hárfagra byggðist mest Ísland …

Niðurlag

… hafa jafnmargir menn verið í hefnd drepnir, og urðu þeir allir ógildir.

Baktitill

Nú lúkum vér hér Hólmverja sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 37 + i blöð (206-208 mm x 162-164 mm). Blöð 36r-37v eru auð.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-70. Tvö öftustu blöðin eru ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 176-180 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 22-24.
  • Kaflamerkingar á spássíum.
  • Á blaði 1 eru nöfn sögupersóna rituð á ytri spássíu þar sem þau koma fyrir í sögunni.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti (sjá t.d. bl. 5r og 51r).

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ketils Jörundssonar, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Upplýsingar um eiganda bókarinnar á neðri spássíu blaðs 1r.

Band

Band frá 1880-1920 (209 mm x 172 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Leifar af bláum safnmarksmiða á kili.

Saurblöð tilheyra bandi.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600, en á því er brot úr Erfðatali.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 666, en virkt skriftartímabil Ketils Jörundssonar var ca 1620-1670.

Ferill

Í spássíugrein á bl. 1r kemur fram að Árni Hákonarson Stóra-Vatnshorni hefur átt bókina.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P52.-4. febrúar 2009 og síðar.
  • GI færði inn grunnupplýsingar 29. janúar 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 7. september 1912(sjá Katalog I 1889:666 (nr. 1271) .

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jón Helgason
Titill: Sylloge sagarum. Resenii bibliotheca. Vatnshyrna,
Umfang: s. 9-53
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Gripla, Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Titill: Harðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Harðar saga

Lýsigögn