Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 165 h fol.

Víglundar saga ; Ísland, 1635-1646

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-16v)
Víglundar saga
Titill í handriti

Saga af Þorgrími prúða og syni hans Víglundi og Ketilríði.

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri, son Hálfdanar, var þá einvaldskóngur …

Niðurlag

… eftir Þorgrím bónda föður sinn.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki 1: Skjaldarmerki með krossi sem er umvafinn snáki, fangamark HS og kóróna (IS5000-02-0165h_12r), bl. 4-5, 10-14, 16. Stærð: 82 x 57 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 48 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1626 til 1646.

  • Mótmerki: fangamark MV (IS5000-02-0165h_7r). Mótmerki aðalmerkis 1 (dárahöfuð) í AM 165 g fol. bl. 6-7. Stærð: 11 x 21 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 22 mm.

    Notað frá 1626 til 1646.

Blaðfjöldi
i + 16 + i blöð (294 mm x 188 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-16.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-12 (6 tvinn: 1+12, 2+11, 3+10, 4+9, 5+8, 6+7)
  • III: bl. 13-16 (2 tvinn: 13+16, 14+15)
  • IV: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 235-240 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er 37-39.
  • Eyða fyrir fyrsta upphafsstaf.
  • Bendistafir (v) á spássíum til að merkja vísur í texta.

Ástand

Ytri spássía skorin af blöðum 6 og 7 en hefur ekki áhrif á textann.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift.

Band

Band frá júní 1976 (303 mm x 210 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

Gamalt pappaband klætt handgerðum pappír frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (63 mm x 183 mmfremst með hendi Árna Magnússonar: Víglundar saga með hendi Jóns Gissurssonar. Úr bók (eldri en 1646) er ég fékk af séra Högna Ámundasyni.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Högna Ámundasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. september 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • EM uppfærði vatnsmerkin og skráði kveraskipan 14. júní 2023.
  • ÞÓS skráði 24. júní 2020.
  • ÞS skráði 12. janúar 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 7. nóvember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 6. janúar 1886(sjá Katalog I 1889:137 (nr. 241) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: The manuscripts of Hrólfs saga kraka,
Umfang: XXIV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn