Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 165 i fol.

Króka-Refs saga ; Ísland, 1635-1646

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-13r)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

Hér byrjast lífsaga hins kynduga Króka-Refs hvör eð inniheldur öll hans morð og mannliga gjörninga. Skrifuð eftir gömlum sögum.

Upphaf

Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

… og er margt göfugra manna frá honum komið.

Baktitill

Og lúkum vér svo þessari sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Brenninetla // Ekkert mótmerki ( 1 , 3-4 , 7 , 9 , 12-13 ).

Blaðfjöldi
i + 14 + i blöð (295 mm x 185 mm). Blöð 13v-14v auð.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki, 1-13; bl. 14 er ótölusett.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 235-240 mm x 145-150 mm.
 • Línufjöldi er ca 42-43.
 • Eyða fyrir fyrsta upphafsstaf á bl. 1r.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift.

Band

Band frá maí 1975 (303 mm x 212 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

Gamalt pappaband klætt handgerðum pappír frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (63 mm x 164 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Króka-Refs saga með hendi Jóns Gissurssonar. Úr bók (eldri en 1646) er ég fékk af séra Högna Ámundasyni.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Högna Ámundasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. janúar 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall í maí 1975.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: The manuscripts of Hrólfs saga kraka,
Umfang: XXIV
Titill: , Bandamannasaga med Oddsþáttr. Ölkofra þáttr
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 57
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: STUAGNL, Króka-Refs saga og Króka-Refs rímur
Ritstjóri / Útgefandi: Pálmi Pálsson
Umfang: X
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 165 i fol.
 • Efnisorð
 • Íslendingasögur
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn