Skráningarfærsla handrits

SÁM 63

Samtíningur

Innihald

1 (1r-5v)
Tilskipun um verslun 1702
Titill í handriti

Forordning um þann íslenska taxta og höndlan. Kaupenhavn þann 10da Aprilis anno 1702

Upphaf

Vér Friderich sá fjórði …

Athugasemd

Taxtinn er prentaður í Lovsamling for Island I. 563-575 en eftir öðru handriti.

Bl. 6 autt fyrir utan eigendanöfn á bl. 6r.

2 (7r-30r)
Cyrus saga Persakonungs
Titill í handriti

Saga af Cyro Persakóngi

Upphaf

Þá liðið var frá heimsins sköpun 3380 ár …

Athugasemd

Aftast stendur: Nú á ný eftir ólæsu og skranröngu, samt í allan máta óeftirréttanlegu exemplari, skrifuð og í samanburði við Justinumm, að nokkru leyti, sérdeilis manna og staðanöfnum, lagfærð, þó ei rigtug vitnuð af Þorkeli Sigurðssyni.

Efnisorð
3 (30v-65v)
Þeirra tólf patríarka Jakobssona testament
Titill í handriti

Þeirra tólf patríarka Jakobssona testament, hvörninn þeir hafa fyrir sína endalykt kennt sínum börnum Guðs ótta og áminnt þau til guðrækilegs lífernis. Útsett á danskt tungumál af Hans Mogenssen en íslensku af heiðurlegum kennimanni séra Árna Halldórssyni. Eftir bón og forlagi erlegs forstandis heiðursmanns Gísla Bjarnasonar.

Athugasemd

Á undan fer inngangur þýðanda: Til lesarans (bl. 30v-32r). Undir stendur: APHS Anno 1677.

Bl. 66 autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
66 + 5 blöð (200 mm x 160 mm). Blöð 6 og 66 að mestu auð. 5 laus blöð, líklega úr bandi.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti efst hægra megin. Tölusetning hefst á bl. 7. Blaðnúmer 50 er tvítekið og aftasta blaðið því tölusett númer 65.

Blaðmerking skrifara annars efnisþáttar er neðst á bl. 7r og 15r: Aa og Bb.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 170 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi ca 27.

Ástand
Handritið er víða morkið á jöðrum og hefur texti skerst einkum á fremstu og öftustu blöðunum. Blöðin fimm úr bandi eru mjög morkin og texti skertur. Blöð hafa verið styrkt með sýrufríum pappír.
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur.

I. 1v-5v: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

II. 7r-30r: Óþekktur skrifari, kansellískrift.

III. 30v-65v: Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

Lítill bókahnútur á bl. 5v.

Band

Handritið er óinnbundið. 5 laus blöð eru líklega úr gömlu bandi. Auk þess eru bútar úr blöðum sem fylgja handritinu. Líklega einnig úr bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á 18. öld.

Ferill

Eigendanöfn á bl. 6r: Einar Magnússon og Jón Jónsson hómópath.

Á lausum blöðum, líklega úr bandi, eru slitrur úr sendibréfum. Nöfn m.a.: Magnús Þorláksson, Þórður Guðmundsson anno 1766, Jón Magnússon.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 8.-13. júní.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn