Skráningarfærsla handrits

SÁM 62

Rímnabók ; Ísland, 12. janúar 1850-12. febrúar 1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-94v (s. 1-188))
Rímur af Líkafróni
Titill í handriti

Rímur af Líkafrón og hans fylgjurum, kveðnar af sál. Árna Sigurðssyni á Skútum við Eyjafjörð

Upphaf

Skilfings vildi eg skála fjörð …

Niðurlag

… fróðar græði náða.

Skrifaraklausa

Rímurnar eru endaðar þann 12ta janúar 1850 af J.J.S.

Athugasemd

Fyrst hefur verið skrifað Jónssyni og Stóra-Hrauni en strikað yfir og Sigurðssyni og Skútum bætt við ofanlínu.

20 rímur.

Rímurnar voru ortar 1818 fyrir Guðmund og Sigurð, skv. niðurlagi rímnanna (sbr. Rímnatal I:328 ).

Efnisyfirlit á bl. ii verso

Efnisorð
2 (95r-164r (s. 189-329))
Rímur af Reimari og Fal
Titill í handriti

Rímur af Reimari keisara og Fal kóngi, kveðnar af Hákoni Hákonarsyni

Upphaf

Hrosshársgrana hauka söng …

Niðurlag

… hagnaðs gagnar ræða.

Skrifaraklausa

Rímurnar eru endaðar þann 1ta febrúar 1850 af J.J.S.

Athugasemd

20 rímur.

Rímurnar voru ortar 1832 (sbr. Rímnatal I:396 ).

Efnisorð
3 (164v-184v (s. 330-368))
Jóhönnuraunir
Titill í handriti

Jóhönnu rímur, kveðnar af síra Snorra Björnssyni

Upphaf

Uppheims rósar lagar lind …

Niðurlag

… svo til friðar ranna

Skrifaraklausa

Rímurnar eru endaðar þann 9da febrúar 1850 af J.J.S.

Athugasemd

Sjö rímur.

Rímurnar voru fyrst prentaðar í Hrappsey 1784 (sbr. Rímnatal I:290 ).

Efnisorð
4 (185r-200v)
Rímur af Tíódel riddara
Höfundur

Magnús Jónsson í Magnússkógum

Titill í handriti

Rímur af Tíódel og hans kvinnu, kveðnar af Magnúsi Jónssyni

Upphaf

Ísafoldar skáldin skýr …

Niðurlag

… ása krúsir þorna.

Skrifaraklausa

Rímurnar eru endaðar þann 12ta febrúar 1850 af J.J.S.

Athugasemd

Fjórar rímur.

Rímurnar voru ortar 1796 fyrir Jón Egilsson á Stóra-Vatnshorni (sbr. Rímnatal I:469 ).

Efnisorð
5 (201r)
Vísur til eiganda kversins
Höfundur

Líklega skrifari kversins J. Jónsson

Upphaf

Rímna vona ritin hvör …

Niðurlag

… best á fegins degi.

Athugasemd

Í vísurnar er bundið nafn eiganda kversins, Þorgerðar Þórðardóttur, og hún sögð eiga heima á Smyrlahóli í Haukadal.

Undir stendur: Þorgerður Þórðardóttir á kverið. Testerar J. Jónsson.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 201 + ii blöð (167 mm x 108 mm).
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt 1-400.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Hlaupandi titlar á efri spássíu.
  • Griporð.

Skrifarar og skrift

Skrifari J. Jónsson.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á aftara saurblaði fremst verso er lausavísa: Hófleg skemmtan heita má … og fangamarkið M.J.s. undir.
Band

Band frá ca 1850 (175 mm x 108 mm x 40 mm). Pappaspjöld klædd leðri. Bandið er flúrað og fyrir miðju framan á eru upphafsstafir eiganda ÞÞ og þar fyrir neðan DA. Leifar af spennslum. Bandið er klætt mynstruðum pappír að innanverðu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 12. janúar til 12. febrúar 1850 (sbr. bl. 94v og 200v).

Ferill

Þorgerður Þórðardóttir Smyrlahóli í Haukadal átti fyrst kverið (sbr. vísur aftast).

Innan á aftara saurblaði fremst stendur nafnið Kristbjörg Jónsdóttir.

Fremst stendur nafnið Jón Bjarnason frá Laugum og dagsetningin 7. júní 1927.

Aðföng

Handritið er komið frá Jóni Bjarnasyni fréttastjóra.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði handritið 7.-16. október 2008 (sjá einnig vélritaða handritaskrá á SÁM).

Viðgerðarsaga

Búið var um handritið í öskju eftir að það kom til Handritastofnunar Íslands.

Notaskrá

Höfundur: Finnur Sigmundsson
Titill: Rímnatal
Lýsigögn
×

Lýsigögn