Hér skrifast Ekkjuríman dag 9. febrúar 1790
„Hér skrifast Ekkjuríman …“
„Bóndi nokkur bjó og átti bú …“
Magnús Magnússon. Nafnið er skrifað neðst á titilsíðu og kemur einnig fyrir ásamt fleiri nöfnum, á blaði 119r.
Sjá Rímatal 113-114 en þar má rekja upphafið til erindis í Ekkjurímu Bjarna Jónssonar skálda og er sú ríma 131 erindi.
„Um gjaftoll. Póstur úr Alþingisbók. Anno 1679. Númerus 49“
(Sbr. Alþingsb.VII. 474 NR. LIX; Hans Jacop Lindahl. Kbh. 1788 (sjá nánar ópr. skrá SÁM)). Neðst á blaði 16r er skrifað 1789 og þar fyrir neðan Sigurður Þórormsson. Blekið gæti bent til þess að það sé nafn skrifarans en skriftargerðin er önnur en á textanum. Nafnið kemur aftur fyrir á blaði 54v.
„Grobar? þula“
„Ávallt vildi einhver fá útskýring …“
Sjá nánar ópr. skrá SÁM.
„Hér skrifa nokkrar gátur til gamans og skemmtunar“
Sjá nánar ópr. skrá SÁM.
„Hér skrifast eitt kvæði er kallast Krummakvæði“
(Sjá Íslenzkar þulur: 356-357).
„Luna príma. “
„Allt gott að byrja …“
„Auðkenndur kamphundur, kann spjátur marglátur, sem selur sívalur, svo þægur nafn frægur, taðríkur, taumfrekur, tvístígur melgígur, er fákur ei slíkur, alhraður söðlaður“
Sjá nánar ópr. skrá SÁM.
„Hér skrifast ein ríma er kallast Músaríma, kveðin af Þórði Gíslasyni“
„Frá Holtastöðum riðu rétt …“
Sjá nánar ópr. skrá SÁM.
„Hér skrifast Jannesar ríma kveðin af Guðmundi Bergþórssyni“
„Verður Herjans vara bjór …“
Sjá Rímatal 283.
„Gortaraljóð kveðin af B.B.“
„Í húsi nokkru heyrði eg hjal …“
Hér eru Gortaraljóð eignuð B.B. (hugsanlega Benedikt Bech), en skv. Finni Jónssyni, Stefán Ólafsson Kvæði I: 201-202, hafa þau verið eignuð nokkrum en þar kemur og fram að þau munu hvorki geta verið eftir Hallvarð Hallsson, Hallgrím Halldórsson, Benedikt Bech né Steinunni í Höfn, því þau bera það með sér, að þau eiga ætt sína að rekja til skáldaskóla Austfirðinga, sem kemur þar upp jafnhliða séra Stefáni Ólafssyni og er í blóma sínum fram undir miðja 18. öld. Þau gætu því vel verið eftir hvern af þessum mönnum, sem vera skal, sr. Stefán í Vallanesi, sr. Bjarna Gissursson í Þingmúla …, sr. Brynjólf Halldórsson í Kirkjubæ …, sr. Ketil á Eiðum …, sr. Halldór Eiríksson á Hjaltastað …, sr. Sigurður Ketilsson á Skeggjastöðum, sr. Þorvald Stefánsson (frá Vallanesi) á Hofi …, sr. Benedikt Jónsson í Bjarnanesi …, og kanske fleiri, án þess mögulegt sé úr að skera, hver sé hinn sanni höfundur, ef kvæðið fyndist eignað þeim, því blærinn á keskniskvæðum þessara manna er svo líkur.
„Hér skrifast Hrakfararbálkur“
„Hjóluðu tveir í húsi forðum …“
Sjá Hafurskinna I: 63-73.
„Ein vísa 80 (!) mælt“
„Mala kvarði minnst á man sem löngum …“
„Hér skrifast nokkrar vísur um kellingar“
„Eitt kvæði um hjámóðinn“
„Undir kvásis opnaðar / orfa kvæða hljóðin …“
Í handritum ýmist eignað Jóni Oddssyni Hjaltalín eða síra Jóni Ólafssyni sbr. skráningu Lbs 412 8vo.Sjá einnig ópr. skrá SÁM.
„Ein gáta“
„Hér skrifast rímur af þætti Helga Þórissonar“
„Þögn að kasta þykir mál …“
„Sigurður Þórormsson.“
(Klausan er á blaði 54v.)
Sjá Rímatal 217. .
„Hér skrifast rímur af Úlfi Uggasyni“
„Valur flýgur vizku lands …“
Sjá Rímatal 481.
„[Hér] byrjast rímur af Bertram [til or]ðnar af Guðmundi B.s.“
„Forðum hafa fróðir menn / sem fólkið hélt svo kæra …“
„… gæti ætíð leng (!)“
Sjá Rímatal 73.
„Þó verður snjórinn ei vermandi …“
„Fyrn hefur drifið hljóðin …“
Nafn skrifara gæti hugsanlega verið í vísunni fólgið .
„Vísur sem kallast Bóndabragur“
„Af bónda einum byrjast kvæði …“
„… Sláttukvæðið endast ætti / ekki kveð ég betur./ Ósköp þarf fyrir eina kú um vetur. “
„J.J.S.“
Upphafsstafirnir eru á blaði 108v. Undir þeim er vísa sem hefst (líklega) svo Húsráðandi heill þú vert …. Endar óheil, sbr. griporð neðst á blaðinu og upphaf næsta blaðs sem er ritað með öðru bleki.
(Sjá Hallgrímur Pétursson. Sálmar og kvæði II. 402-407 )
Aðeins niðurlag.
„Nokkur ljóðmæli kallast Davíðssalur“
„Virðing það var mjög há / að vera altari hjá …“
Vantar sennilega efni á milli blaða 110v-111r.
„Hér skrifast kvæði er kallast Vinaþökk“
„Get ég ekki gjört mér þögn … “
Það vantar aftan af kvæðinu (sjá einnig ópr. skrá SÁM).
Byrjar óheilt (sjá einnig ópr. skrá SÁM).
„Vísur af einum manni sem kallast Stóri-Jón“
„Strax af Stóra-Jóni / stefni ég þundar lóni … “
„Ein vísa“
„Góð, vond, hvít, svört, grimm, blíð, gæf, stygg, veik, heil …“
„Hér skrifast sendibréf kveðið af Sigurði Skall.“
„Heimsráðandi hvar sem fer hjá stað … “
Bók.
Pappír.
Handritið var blaðsett af skrásetjara: 1-119.
Handritið er mjög illa farið, lúð og lasið; því var raðað upp á nýtt (sbr. ópr. skrá SÁM). Þarfnast umtalsverðrar viðgerðar.
. Að mestu leyti skrifað með fljótaskrift. Erfitt er að segja til um hversu margar hendur - sennilega þó fleiri en ein og skrifarar mögulega þrír eða fjórir.
Band (170 mm x 115 mm x 29 mm) er hugsanlega frá nítjándu öld. Kápuspjöld og kjölur eru klædd skinni, heilt yfir. Spennur eru á fremra kápuspjaldi; krækjur vantar en krækjufestingar má sjá á aftara kápuspjaldi.
Innan í handritinu er miði með hendi Jóns Samsonarsonar . Á honum eru upplýsingar um tilvist handritsins hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Handritið er skrifað um 1800 (sbr. SÁM-skrá); samkvæmt titilsíðu og blaði 16r hefur hluti handritsins verið skrifaður 1789 og 1790.
Handritið var gefið stofnuninni í tíð Einars Ólafs Sveinssonar (1962-1970).
Á miða innan í handritinu segir að það hafi legið í hillu Jónasar (Kristjánssonar).
Aftan á titilblaði framan við Ekkjurímu stendur: Þessa bók á með réttu og er vel að henni kominn í alla staði monsr. Jósep Oddsson á Refsteinsstöðum, vitnar Jón Jónsson á Kornsá, 12. nóvember 1798
Og á aftasta blaði bókarinnar stendur: Ég merki mitt nafn Refst[ei]nsstöðum, d. 4. október 1793, Jósep Oddsson.
VH grunnskráði handritið 11.-11. september 2008 og bætti við og lagfærði í september 2010, Jón Samsonarson skráði ca 1970. (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).