Skráningarfærsla handrits

SÁM 36

Samtíningur

Titilsíða

Hér skrifast Ekkjuríman dag 9. febrúar 1790

Innihald

1 (1r-16v)
Ekkjuríma
Höfundur

Bjarni Jónsson skáldi

Titill í handriti

Hér skrifast Ekkjuríman …

Upphaf

Bóndi nokkur bjó og átti bú …

Athugasemd

Magnús Magnússon. Nafnið er skrifað neðst á titilsíðu og kemur einnig fyrir ásamt fleiri nöfnum, á blaði 119r.

Sjá Rímatal 113-114 en þar má rekja upphafið til erindis í Ekkjurímu Bjarna Jónssonar skálda og er sú ríma 131 erindi.

Efnisorð
2 (17r-19r)
Um tíundargjörð
Titill í handriti

Um tíundargjörð

Athugasemd

Sjá nánar ópr. skrá SÁM.

Efnisorð
3 (19v-21v)
Um gjaftoll
Titill í handriti

Um gjaftoll. Póstur úr Alþingisbók. Anno 1679. Númerus 49

Athugasemd

(Sbr. Alþingsb.VII. 474 NR. LIX; Hans Jacop Lindahl. Kbh. 1788 (sjá nánar ópr. skrá SÁM)).

Neðst á blaði 16r er skrifað 1789 og þar fyrir neðan Sigurður Þórormsson. Blekið gæti bent til þess að það sé nafn skrifarans en skriftargerðin er önnur en á textanum. Nafnið kemur aftur fyrir á blaði 54v.

Efnisorð
4 (22r-v)
Grobar? þula
Titill í handriti

Grobar? þula

Upphaf

Ávallt vildi einhver fá útskýring …

Athugasemd

Sjá nánar ópr. skrá SÁM.

Efnisorð
5 (23r-26v)
Gátur
Titill í handriti

Hér skrifa nokkrar gátur til gamans og skemmtunar

Athugasemd

Sjá nánar ópr. skrá SÁM.

Efnisorð
6 (27r-27v)
Krummakvæði
Titill í handriti

Hér skrifast eitt kvæði er kallast Krummakvæði

Athugasemd

(Sjá Íslenzkar þulur: 356-357).

7 (28r-29v)
Luna príma
Titill í handriti

Luna príma.

Upphaf

Allt gott að byrja …

Skrifaraklausa

Auðkenndur kamphundur, kann spjátur marglátur, sem selur sívalur, svo þægur nafn frægur, taðríkur, taumfrekur, tvístígur melgígur, er fákur ei slíkur, alhraður söðlaður

Athugasemd

Sjá nánar ópr. skrá SÁM.

8 (30r-31r)
Músaríma
Höfundur

Þórður Gíslason

Titill í handriti

Hér skrifast ein ríma er kallast Músaríma, kveðin af Þórði Gíslasyni

Upphaf

Frá Holtastöðum riðu rétt …

Athugasemd

Sjá nánar ópr. skrá SÁM.

Efnisorð
9 (31r-35v)
Jannesar ríma
Höfundur

Guðmundur Bergþórsson

Titill í handriti

Hér skrifast Jannesar ríma kveðin af Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Verður Herjans vara bjór …

Athugasemd

Sjá Rímatal 283.

Efnisorð
10 (35v)
Ein vísa
Upphaf

Ei skal …

Athugasemd

Sjá nánar ópr. skrá SÁM.

Efnisorð
11 (35v-38v)
Gortaraljóð
Titill í handriti

Gortaraljóð kveðin af B.B.

Upphaf

Í húsi nokkru heyrði eg hjal …

Athugasemd

Hér eru Gortaraljóð eignuð B.B. (hugsanlega Benedikt Bech), en skv. Finni Jónssyni, Stefán Ólafsson Kvæði I: 201-202, hafa þau verið eignuð nokkrum en þar kemur og fram að þau munu hvorki geta verið eftir Hallvarð Hallsson, Hallgrím Halldórsson, Benedikt Bech né Steinunni í Höfn, því þau bera það með sér, að þau eiga ætt sína að rekja til skáldaskóla Austfirðinga, sem kemur þar upp jafnhliða séra Stefáni Ólafssyni og er í blóma sínum fram undir miðja 18. öld. Þau gætu því vel verið eftir hvern af þessum mönnum, sem vera skal, sr. Stefán í Vallanesi, sr. Bjarna Gissursson í Þingmúla …, sr. Brynjólf Halldórsson í Kirkjubæ …, sr. Ketil á Eiðum …, sr. Halldór Eiríksson á Hjaltastað …, sr. Sigurður Ketilsson á Skeggjastöðum, sr. Þorvald Stefánsson (frá Vallanesi) á Hofi …, sr. Benedikt Jónsson í Bjarnanesi …, og kanske fleiri, án þess mögulegt sé úr að skera, hver sé hinn sanni höfundur, ef kvæðið fyndist eignað þeim, því blærinn á keskniskvæðum þessara manna er svo líkur.

12 (39r-41v)
Hrakfararbálkur
Titill í handriti

Hér skrifast Hrakfararbálkur

Upphaf

Hjóluðu tveir í húsi forðum …

Athugasemd

Sjá Hafurskinna I: 63-73.

13 (42v-43r)
Vísa
Titill í handriti

Ein vísa 80 (!) mælt

Upphaf

Mala kvarði minnst á man sem löngum …

14 (43v-44r)
Kerlingavísur
Titill í handriti

Hér skrifast nokkrar vísur um kellingar

15 (44v-46r)
Eitt kvæði um hjámóðinn
Titill í handriti

Eitt kvæði um hjámóðinn

Upphaf

Undir kvásis opnaðar / orfa kvæða hljóðin …

Athugasemd

Í handritum ýmist eignað Jóni Oddssyni Hjaltalín eða síra Jóni Ólafssyni sbr. skráningu Lbs 412 8vo.

Sjá einnig ópr. skrá SÁM.

16 (46r)
Ein gáta
Titill í handriti

Ein gáta

Efnisorð
17 (46v-54v)
Helga rímur Þórissonar
Höfundur

Jón Jónsson í Ólafsvík

Titill í handriti

Hér skrifast rímur af þætti Helga Þórissonar

Upphaf

Þögn að kasta þykir mál …

Skrifaraklausa

Sigurður Þórormsson.

Athugasemd

(Klausan er á blaði 54v.)

Sjá Rímatal 217. .

Efnisorð
18 (55r-79v)
Úlfsrímur Uggasonar
Titill í handriti

Hér skrifast rímur af Úlfi Uggasyni

Upphaf

Valur flýgur vizku lands …

Athugasemd

Sjá Rímatal 481.

Efnisorð
19 (80r-104v)
Rímur af Bertram
Titill í handriti

[Hér] byrjast rímur af Bertram [til or]ðnar af Guðmundi B.s.

Upphaf

Forðum hafa fróðir menn / sem fólkið hélt svo kæra …

Niðurlag

… gæti ætíð leng (!)

Athugasemd

Sjá Rímatal 73.

Efnisorð
20 (104v-105r)
Kvæði
Upphaf

Þó verður snjórinn ei vermandi …

21 (105r)
Kvæði
Upphaf

Fyrn hefur drifið hljóðin …

Athugasemd

Nafn skrifara gæti hugsanlega verið í vísunni fólgið .

22 (105v-108v)
Sláttukvæði
Titill í handriti

Vísur sem kallast Bóndabragur

Upphaf

Af bónda einum byrjast kvæði …

Niðurlag

… Sláttukvæðið endast ætti / ekki kveð ég betur./ Ósköp þarf fyrir eina kú um vetur.

Skrifaraklausa

J.J.S.

Athugasemd

Upphafsstafirnir eru á blaði 108v. Undir þeim er vísa sem hefst (líklega) svo Húsráðandi heill þú vert …. Endar óheil, sbr. griporð neðst á blaðinu og upphaf næsta blaðs sem er ritað með öðru bleki.

(Sjá Hallgrímur Pétursson. Sálmar og kvæði II. 402-407 )

23 (109r)
Brot
Athugasemd

Aðeins niðurlag.

24 (109r-111v)
Davíðssalur
Titill í handriti

Nokkur ljóðmæli kallast Davíðssalur

Upphaf

Virðing það var mjög há / að vera altari hjá …

Athugasemd

Vantar sennilega efni á milli blaða 110v-111r.

25 (112r-113v)
Vinaþökk
Titill í handriti

Hér skrifast kvæði er kallast Vinaþökk

Upphaf

Get ég ekki gjört mér þögn …

Athugasemd

Það vantar aftan af kvæðinu (sjá einnig ópr. skrá SÁM).

26
Brot
Athugasemd

Byrjar óheilt (sjá einnig ópr. skrá SÁM).

27 (115v-117r)
Vísur af Stóra-Jóni
Titill í handriti

Vísur af einum manni sem kallast Stóri-Jón

Upphaf

Strax af Stóra-Jóni / stefni ég þundar lóni …

28 (117r-v)
Vísa
Titill í handriti

Ein vísa

Upphaf

Góð, vond, hvít, svört, grimm, blíð, gæf, stygg, veik, heil …

29 (117v-119r)
Sendibréf Sigurðar Skall
Höfundur

Sigurður Skall.

Titill í handriti

Hér skrifast sendibréf kveðið af Sigurði Skall.

Upphaf

Heimsráðandi hvar sem fer hjá stað …

Lýsing á handriti

Blaðefni

Bók.

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 119 blöð (155-162 mm x 97-102 mm).
Tölusetning blaða

Handritið var blaðsett af skrásetjara: 1-119.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca 20-24.
  • Leturflötur er ca 150 mm x 88-90 mm.
  • Griporð eru víðast hvar.

Ástand

Handritið er mjög illa farið, lúð og lasið; því var raðað upp á nýtt (sbr. ópr. skrá SÁM). Þarfnast umtalsverðrar viðgerðar.

Skrifarar og skrift

. Að mestu leyti skrifað með fljótaskrift. Erfitt er að segja til um hversu margar hendur - sennilega þó fleiri en ein og skrifarar mögulega þrír eða fjórir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Ýmsar pennaprufur og viðbætur eru á fremra saurblaði, 1v, 119r-v og víðar.
Band

Band (170 mm x 115 mm x 29 mm) er hugsanlega frá nítjándu öld. Kápuspjöld og kjölur eru klædd skinni, heilt yfir. Spennur eru á fremra kápuspjaldi; krækjur vantar en krækjufestingar má sjá á aftara kápuspjaldi.

Fylgigögn

Innan í handritinu er miði með hendi Jóns Samsonarsonar . Á honum eru upplýsingar um tilvist handritsins hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað um 1800 (sbr. SÁM-skrá); samkvæmt titilsíðu og blaði 16r hefur hluti handritsins verið skrifaður 1789 og 1790.

Ferill

Handritið var gefið stofnuninni í tíð Einars Ólafs Sveinssonar (1962-1970).

Á miða innan í handritinu segir að það hafi legið í hillu Jónasar (Kristjánssonar).

Aftan á titilblaði framan við Ekkjurímu stendur: Þessa bók á með réttu og er vel að henni kominn í alla staði monsr. Jósep Oddsson á Refsteinsstöðum, vitnar Jón Jónsson á Kornsá, 12. nóvember 1798

Og á aftasta blaði bókarinnar stendur: Ég merki mitt nafn Refst[ei]nsstöðum, d. 4. október 1793, Jósep Oddsson.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH grunnskráði handritið 11.-11. september 2008 og bætti við og lagfærði í september 2010, Jón Samsonarson skráði ca 1970. (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).

Lýsigögn