Skráningarfærsla handrits

SÁM 35

Sögur og rímur ; Hrappsey, 1827-1829

Titilsíða

Sannferðugar sögur og rímur sjást hér réttar, sem ekki duga ef enginn tímir upp að fletta. Registur eftir pagintali. Þættir Noregskónga og kappa af sagnaskrifum …, Sagan af Erlingi og Indiriða …, Rauðúlfs þætti …, Rímur af Bernotus Borneyjarkappa…, Sagan af Líkafron …, Flóamanna saga …, Bretlands Kronika …, Ráns og herleiðingarsaga …, Sagan af Virgilíusi …, af Avicenna …

Innihald

1 (2r-5r (bls. 1-7))
Hálfdanar þáttur svarta
Titill í handriti

Hér hefst þáttur Hálfdans svarta

Upphaf

Hálfdan svarti tók konungdóm eftir Gu[ð]röð hinn sterka veiðikóng …

Niðurlag

… en það var bannað af frændum hans.

Athugasemd

Sbr. Flat. I. 561-583 (sbr. ópr. lista SÁM).

2 (5r-14r (bls. 1-7))
Haralds þáttur hárfagra
Titill í handriti

Upphaf ríkis hárfagra Haralds

Upphaf

Að liðnum X vetrum aldurs Haralds Halfdanarsonar er kallaður var[r] Dofrafóstri …

Niðurlag

… eftir Svein og Hákon tók ríkið hinn heilagi Ólafur Haraldsson.

Athugasemd

Sbr. Flat. I. 561-583 (sbr. ópr. lista SÁM).

3 ( 14v-15v (bls. 25-28))
Haralds þáttur grenska
Titill í handriti

Þáttur Haralds grænska.

Upphaf

Letzelsa hét ein göfug kona …

Niðurlag

… þá er Haraldur konungur hafði ætlað henni einlæti.

Athugasemd

Sbr. Flat. II. 3-5 (sbr. ópr. lista SÁM).

4 ( 15v-17v (bls. 28-32))
Ólafs þáttur Geirstaðaálfs
Titill í handriti

Hér er þáttur Ólafs Geirstaðaálfs.

Upphaf

Drengur góður og höfðingi mikill Ólafur Guðröðarson, veiðikonungs …

Niðurlag

… Lagði þá Hrani um hana beltið það er hann tók af Ólafi Geirstaðaálfi og skilaðist skjótt við.

Skrifaraklausa

Allir framanskrifaðir söguþættir eru fengnir úr bókasafni þess hálærða kammerherra Fr. Súms og eiga að fylgja Ólafs hins helga sögu. Endaðir að skrift í Hrappsey þann 4. maí 1827 af BBogasyni.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 17v)

Sbr. Flat. II. 6-9 (sbr. ópr. lista SÁM).

5 ( 18r-23v (bls. 33-44))
Styrbjarnar þáttur Svíakappa
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Styrbjarnar Svíakappa er hann barðist við Eirík Svíakonung.

Upphaf

Frá því er að segja að Eiríkur og Ólafur réðu Svíaveldi …

Niðurlag

… og er því í Svíþjóð margt göfugmenni frá þeim komið.

Skrifaraklausa

Hér eftir fylgir úr sögu Ólafs konungs helga nokkrir þættir.

Athugasemd

(Skirfaraklausan er á blaði 18r).

Sbr. Flat. II. 70-80 (sbr. ópr. lista SÁM).

6 ( 23v-27r (bls. 44-51))
Erlings þáttur Skjálgssonar
Titill í handriti

Hér er þáttur Erlings og Indriða.

Upphaf

Ólafur konungur Haraldsson sendi boð um vorið …

Niðurlag

… Fór Skjálgur þá til búa sinna.

Athugasemd

Sbr. Flat. II. 193-199 (sbr. ópr. lista SÁM).

7 ( 27r-31r (bls. 51-59))
Rauðúlfs þáttur
Upphaf

Úlfur hét maður og var kallaður Rauðúlfur …

Niðurlag

… Konungur lét Björn fara úr landi burt og naut hann drottningar að því er hann var ekki af lífi tekinn.

Athugasemd

Sbr. Flat. II. 292-301 (sbr. ópr. lista SÁM).

8 ( 31v-50v (bls. 60-97))
Rímur af Bernótus Borneyjarkappa
Höfundur

Magnús Jónsson.

Upphaf

Snælands forðum snillingar …

Niðurlag

… fremur en rómar munnur minn / mærðin skorðuð þrjóti.

Athugasemd

Bragarháttar er getið við upphaf flestra rímnanna.

Rímurnar eru ekki höfundargreindar í handritinu.

Alls eru þetta 15 rímur.

Þær eru ortar 1823 fyrir síra Gunnlaug Gunnlaugsson í Kvennabrekku að því er fram kemur í Rímnatali I-II (Sbr. Finnur Sigmundsson, 1966; 70-71).

Samkvæmt sömu heimild er niðurlag rímnanna ekki það sama; þar segir: Fróni stýrði Frygíá / frægðir bar yfir alla.

Efnisorð
9 ( 51r-85r (bls. 98-167))
Líkafróns saga og kappa hans
Titill í handriti

Sagan af þeim Líkafrón og hans fylgjurum

Upphaf

Periander hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… Og endar hér sögu Líkafróns.

Efnisorð
8.1 ( 85r (bls. 167))
Hrelling hallar mætti mér / má ei skvaldra glaður …
Upphaf

Hrelling hallar mætti mér / má ei skvaldra glaður.

Niðurlag

Ellin kallar hættu hér / háaldraði maður.

Athugasemd

Þessi vísa stendur er undir niðurlagi sögunnar um Líkafrón á blaði 85r.

Efnisorð
10 ( 85v-106v (bls.168-210))
Flóamanna saga
Upphaf

Haraldur gullkambur hefur kóngur heitið í Sogni …

Niðurlag

…og hér lýkur svo Flóamanna sögu.

Skrifaraklausa

Á Munaðarhóli dag 6. apríl 1828, af B. B.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 106v)

11 ( 106v-122v (bls. 210-242))
Bretlands krónika
Titill í handriti

Bretlands krónika þess af Anea milda er Grikkir ráku af Troju eftir bardagann.

Upphaf

Það er að segja af Anea hinum milda …

Niðurlag

… Á þeirra dögum byggðu Norðmenn Ísland.

Skrifaraklausa

Anno, endað þann 25. apríl 1828

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 122v)

12 ( 123r-137r (bls. 243-271))
Reisubók séra Ólafs Egilssonar
Höfundur

Séra Ólafur Egilsson

Titill í handriti

Ráns- og herleiðingarsaga sáluga séra Ólafs Egilssonar á Vestmannaeyjum árið 1627.

Upphaf

Nær vér nú fyrst í Vestmannaeyjum tókum að spyrja til ræningjanna í Grindavík …

Niðurlag

… meðan þeir lifa enn einn bardaga. Um eilífar aldir amen.

Skrifaraklausa

Bústaðurinn bregðast fer / breytist lukkuhjólið / er nú sagan enduð hér / á Munaðarhóli. Af B. B. þann 4. júní 1828

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 137r).

Efnisorð
13 (137v-146v (bls. 272-290))
Virgilíus saga
Titill í handriti

Sagan af þeim nafnfræga Virgilio.

Upphaf

… Látum oss heyra og yfirvega nokkur orð og gjörðir Virgilíusar …

Niðurlag

Margt annað fleira gjörði Virgill sem hér yrði of langt að segja og endar því hér.

Skrifaraklausa

Úr hollensku útlögð

Efnisorð
14 (146v-150r (bls. 290-297))
Ævintýrið af Avicenna
Titill í handriti

Best á við um undangangandi sögu að eftir fylgi ævintýrið af Avicenna.

Upphaf

Ég er fæddur í borg þeirri og landsbý sem kallast Avhana …

Niðurlag

… Fleira af þessum Avicenna segir í öðrum sögum en þetta ágrip er hér með á enda.

Skrifaraklausa

Þann 22. júní 1829 af B. Bogasyni, 77 ára.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 150r).

Ævintýrið af Avicenna er í sögusafninu 1001 degi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Bók.

Pappír.

Blaðfjöldi
150 blöð (186 +/- 1 mm x 150-158 mm). Blöð 1v og 150v eru auð.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-298; bls. 97 og 98 hafa verið tvímerktar og hlaupið er yfir bls. nr. 122 og 133. Blaðmerkt er af skrásetjara 1-150.

Kveraskipan

Átján kver.

 • Kver I: blöð 1-7, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 8-15, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 16-23, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 24-31, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 32-39, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 40-48, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VII: blöð 49-55, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VIII: blöð 56-63, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 64-71, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 72-79, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 80-87, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 88-95, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 96-103, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 104-107, 2 tvinn.
 • Kver XV: blöð 108-115, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 116-127, 6 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 128-133, 3 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 134-141, 4 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 142-150, 4 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Línufjöldi er á bilinu 28-36 línur.
 • Leturflötur er ca 160-175 mm x 128-135 mm.
 • Strikað er fyrir leturfleti á blöðum 51r-150r. Á blöðum 2r-50v er afmörkunin ekki alltaf greinileg.
 • Hlaupandi titlar koma fyrir á fyrstu 14 blöðunum.
 • Griporð eru víða en hafa sums staðar máðst eða þau fallið brott vegna afskurðar.

Ástand

 • Band er laskað og án kápu.
 • Handritið er morkið á jöðrum og hefur texti sums staðar glatast af þeim sökum, sbr. t.d. blöð 2-5.
 • Pappírinn er brúnleitur og sums staðar með dekkri skellum (fita?), sbr. til dæmis blað. 45.
 • Einhver vökvi hefur komist í snertingu við handritið, sbr. merki á efri spássíum.
 • Rifið er upp í blað 39; merki eru um viðgerð sem hefur gefið sig.
 • Rifið er upp í blað 104; viðgerð er ótraust.
 • Viðgerðir sem gerðar hafa verið á bandinu eru víða teknar að losna.
 • Ástand handritsins ber vott um mikla notkun.
 • Aftasta blað hefur losnað úr bandinu.
 • Sniðið hefur verið af blöðum til að þau féllu betur að bandinu.

Skrifarar og skrift

Með hendi Bjarna Bogasonar; að mestu skrifað með snarhönd, kansellískrift að hluta.

B. Bogason er hugsanlega Bjarni Bogason, sonur Boga Benediktssonar í Hrappsey, (f. 23. júlí 1753 7. september 1836 (Sbr. Dalamenn. II. 277). Árið 1829 er hann ekki orðinn fullra 76 ára, svo að tímans vegna er þetta hæpið (sjá ópr. lista SÁM).

Skreytingar

Lítillega flúraðir upphafsstafir á stöku stað.

Fyrirsagnir eru yfirleitt með settu letri og oft eru stafir skreyttir rauðum lit.

Mest er lagt í skreytingar í fyrirsögnum sagnanna um Líkafrón á blaði 51r og Flóamanna sögu á blaði 85v.

Band

Bandið er laskað og án kápu og saurblaða; handritið er varðveitt í öskju sem klædd er grænum strigadúk; rauðbrúnt leðurlíki er á kili.

Fylgigögn

Með í öskju er miði sem á stendur með hendi Jóns Samsonarsonar:Kom í tíð E. Ó. S.. Meðfylgjandi er einnig umslag sem á standa nöfnin: Una Guðmunds. Sjólyst Garði,, Helga SigurðardóttirHelga Sigurðardóttir

(sjá ópr. lista SÁM).

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað í Hrappsey á árunum 1827-1829 að því er fram kemur á nokkrum stöðum í bókinni (sjá skrifaraklausur).
Ferill

Um feril handritsins er lítið vitað fyrir utan það að á á titilblaði stendur: Frá Sig. Júl. Jóhannessyni til séra Eiríks Brynjólfssonar. Á umslagi sem var utan um handritið koma fyrir nöfnin Una Guðmunds. Sjólyst Garði, Helga Sigurðardóttir

Aðföng

Handritasafn Íslands fékk handritið í tíð Einars Ólafs Sveinssonar (1962-1970).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH grunnskráði handritið 4.-10. september 2008 og lagfærði og bætti við í september 2010 Jón Samsonarson skráði ca 1970. (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).

Notaskrá

Lýsigögn