Þetta er ósamstætt safn pappírsblaða og -snifsa sem liggja laus. Þau hafa verið tekin úr bandi bóka. Einstaka blöð úr prentuðum bókum. Hér og hvar er innsiglislakk. Nöfn og dagsetningar sem koma fyrir á blöðunum:
Þetta er ósamstætt safn pappírsblaða og -snifsa sem liggja laus í fjórum pappamöppum. Þau hafa verið tekin úr bandi bóka. Einstaka blöð úr prentuðum bókum. Hér og hvar er innsiglislakk.
4 blöð. Framan á möppunni stendur: Afhent 28. mars 1983. Seðill liggur laus með sem á stendur með blýanti: Afhent af Þórði Tómassyni í Skógum 28. mars 1983. Á bl. 1v stendur: Guðrún Jónsdóttir á þessa bók. [Með öðru bleki:] B. Þórðarson Siglunesi. Blöð 2-4 eru með sömu hendi. Á þeim er texti þar sem koma fyrir nöfnin Sókrates, Antistenes, Nicomacides/Nicomacidas.
Ómögulegt að telja blöðin. Framan á kápunni stendur: Afhent 24. nóvember 1975. Nöfnin Sigurður og Kristín koma fyrir á sendibréfunum. Á einu blaðinu kemur fyrir sálmur sem hefst á: Greftrun vors Jesú Guðs sonar / getið sem áður næst um var ....
„Vorið 1870“
Blár pappír með bláu bleki. Einhvers konar hugvekja eða sendibréf. Vantar líklega framan af. Endar á efri hluta 8v, autt pláss fyrir neðan.
Ómögulegt að telja blöðin. Nöfn og ártöl koma fyrir á blöðunum:
Pappír. Margar tegundir.
Handritið er í pappaöskju (245 mm x 195 mm x 85 mm) þar sem ártalið 2007 er stimplað í pappann. Á einni hlið hennar er plastvasi með safnmarksmiða. Á miða sem límdur er inni í öskjunni stendur: Blöð tekin úr bandi bóka. Frá Þórði í Skógum. [Með blýanti:] SÁM 37.
Inni í öskjunni eru tvær minni öskjur. Í öskju I (220 mm x 155 mm x 40 mm) er bunki af lausum blöðum og sneplum sem er vafinn inn í pappír. Í öskju II (220 mm x 175 mm x 40 mm) eru fjórar pappakápur sem innihalda laus blöð.
Seðill liggur laus í möppu nr. 1 í öskju II. Þar stendur með blýanti: Afhent af Þórði Tómassyni í Skógum 28. -3. 1983.
Samanbrotið blað úr stílabók á milli möppu nr. 3 og 4. Á því stendur: Afhent Handritastofnun 10. desember 1973 ýmislegt skrifað hrafl úr bókbandi. Safnað á mörgum árum. Þórður Tómasson. Skógum.
Blöðin og sneplarnir eru úr bandi margra bóka. Þórður Tómasson á Skógum safnaði þeim saman.
KÓÓ skráði 9. desember 2024.f