Innan um glósur og athugasemdir eru skrifaðir heilir efnisþættir, m.a. meðmælabréf með hr. Mönster 8. febrúar 1816.
„Ei har jeg glemt, at naar Gravklokken gaar …“
„… Du nænner ei, at havne og forsmaae.“
Pappír.
Blöð eru ótölusett.
Eindálka (mismikið skrifað á hverja síðu).
Sums staðar hafa blöð verið rifin úr bókinni.
Blek hefur sums staðar smitast í gegn eða yfir á næstu síðu.
Óþekktur skrifari, sprettskrift.
Bundið í hörð pappaspjöld klædd marmarapappír. Leður á kili og hornum. (197 mm x 168 mm x 35 mm).
Skrifað innan á bakhlið kápu.
Líklega skrifað árið 1816 (sbr. bl. 31v og 32r) en ekki síðar en 1849 (sbr. saurbl.).
Á saurblaði eru nöfnin O. eða C. Scheving og Ólafur Guðmundsson Flatey ásamt dagsetningunni 14. október 1849
Handritastofnun Íslands keypti handritið af Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta á Ísafirði um 1968.
ÞS skráði handritið 28. júlí 2008 og 26. júní 2010.