Skráningarfærsla handrits

SÁM 8

Kvæðabók ; Ísland, 1840-1850

Athugasemd
Bókin inniheldur mest rímur og andleg kvæði.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-5v (bls. 1-10))
Dægradvöl
Titill í handriti

Eitt kvæði sem kallast Dægradvöl um veraldarinnar eftirlæti við sín börn

Upphaf

Fari nú hingað fólkið það …

Niðurlag

… vera skal til reiðu.

Baktitill

Endir kveðlingsins.

Athugasemd

Á eftir 136. tölusettu erindi stendur Endir, en þar á eftir fer 137. erindi og það síðasta.

2 (6r-v (bls. 11-12))
Fljóðið hýra heilsan hér
Titill í handriti

Fáeinar vísur

Upphaf

Fljóðið hýra heilsan hér / hróðurinn ætti skýra …

Niðurlag

… sjáðu óskir mínar. Endir.

Athugasemd

13 erindi.

3 (6v-8r (bls. 12-15))
Örva reynir óska ég
Titill í handriti

Nokkrar vísur

Upphaf

Örva reynir óska ég / hér allt að góðu verði …

Niðurlag

… hljóminn prýði síð og ár. Endir.

Athugasemd

54 erindi.

4 (8r-v (bls. 15-16))
Um dauðann og eilífðina
Titill í handriti

Vers um dauðann og eilífðina. Lagið: Eilíft lífið er æskilegt

Upphaf

Pundið er stórt þess minnast má / mikið er reikningstal …

Lagboði

Eilíft lífið er æskilegt

Niðurlag

… eflaust hún liggja vann.

Efnisorð
5 (8v (bls. 16))
Um farsælan dauða
Titill í handriti

2. vers um farsælan dauða

Upphaf

Mín stundleg ævi þegar þver / þrengir að helsóttin …

Niðurlag

… og ódauðleikans vist

Efnisorð
6 (8v (bls. 16))
Ástvinamissir
Titill í handriti

3. vers. Í ástvinamissir

Upphaf

Lof sé Guði sem gaf þér nú / gleðilega með frið …

Niðurlag

… Sæll lif þú Guði hjá. Amen. Endir.

Athugasemd

Þessi blöð á Þórunn Þorsteinsdóttir með réttu og enginn annar. Nafnið kemur einnig fyrir á bls. 400.

Efnisorð
7 (9r-12v (bls. 17-24))
Engildiktur
Titill í handriti

Einn kveðlingur sem kallast Engildiktur, ortur af síra Gunnlaugi Snorrasyni fyrrum presti að Helgafelli

Upphaf

Herra Jesús himnum á / hyggðu að máli mínu …

Niðurlag

… það er mér helst í sinni.

Skrifaraklausa

Endir kveðlingsins

Athugasemd

66 erindi.

Efnisorð
8 (12v-14v (bls. 24-28))
Hæsti Guð drottinn heilagi
Höfundur

Struensee (Johann Friedrich von)

Titill í handriti

Einn ágætur sálmur sem meinast sá konunglegi magister, greifi Struvens gjört hafi áður en hann var líflátinn fyrir sín grófu brot mót konunglegri hátign. Lagið: Sælir eru þeir allir nú

Upphaf

Hæsti Guð drottinn heilagi / himins og jarðar skapari …

Lagboði

Sælir eru þeir allir nú

Niðurlag

… vegsamist hann æ, amen.

Athugasemd

14 erindi.

Efnisorð
9 (14v-30r (bls. 28-59))
Rímur af Títus og Sílónu
Titill í handriti

Rímur af Títus og Sílónu, kveðnar af sál. síra Jóni Hjaltalín árið 1824

Upphaf

Sitji fólk með sinnis ró / sorgum til að glata …

Niðurlag

… góðum mönnum öllum. Endir.

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
10 (30v-40v (bls. 60-80))
Rímur af Bertram
Titill í handriti

Rímur af Bertram. Ortar af sál. Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Forðum hafa fróðir menn / sem fólkið hélt svo kæra …

Niðurlag

… gæti ætíð lengi.

Baktitill

Endir rímnanna.

Athugasemd

Í fyrstu rímu hefur 1 bl. glatast (bls. 61-62) en úr því hefur verið bætt síðar og er hluti af því með yngri hendi á sérstöku blaði.

Efnisorð
11 (40v-44r (bls. 80-87))
Sjóhrakningsríma
Titill í handriti

Ein sjóhraknings ríma af Sigurði Steinþórssyni, ort af sál. Vigfúsa Helgasyni anno 1743

Upphaf

Segl við húna sóns á sjó / sést um frosta karfa …

Niðurlag

…heiti Sigurðar ríma. Endir.

Athugasemd

129 erindi.

Efnisorð
12 (44r-54v (bls. 87-108))
Jóhönnuraunir
Titill í handriti

Ævintýrið Jóhönnuraunir. Snúið af þýsku undir íslensk fögur rímnalög af Snorra Bjarnarsyni, presti til Staðar í Aðalvík, 1741 og síðan að Húsafelli frá 1757 til 1803

Upphaf

Uppheims rósar lagar lind / læt eg mengi svala …

Niðurlag

… svo til friðar ranna.

Athugasemd

7 rímur.

Efnisorð
13 (54v (bls. 108))
Grafskrift
Titill í handriti

Grafskrift yfir skáldið. Hér er leiddur hærum prúðbúinn Húsafellsprestur Snorri Bjarnarson. Fæddur 3ja októbris 1710. Andaður 15da júlí 1803

Upphaf

Frægur að kenningu, mælsku og manndáð …

Niðurlag

… orð lifir hér þó moldin fúni.

Skrifaraklausa

Formanni sínum til minningar setti Jón prestur Grímsson

Efnisorð
14 (55r-56r (bls. 109-111))
Æviraun
Titill í handriti

Kveðlingur sem kallast Æviraun

Upphaf

Ævisögu sína sögðu margir fyrr …

Niðurlag

… því skal kvæðið korta / kallast æviraun. Endir.

Athugasemd

29 erindi.

15 (56r-57v (bls. 111-114))
Kóngshugvekja
Titill í handriti

Kveðlingur sem kallast Kóngshugvekja

Upphaf

Þögnin engvum gjörir gagn / þeim gefin er list og tungumagn …

Niðurlag

… um himin og heimsins grundir. Endir.

Athugasemd

17 erindi.

16 (57v-58r (bls. 114-115))
Sálmur
Titill í handriti

Nokkrar vísur um velgjörninga Kristí við oss mennina. Kveðnar af sál. síra Gunnlaugi Snorrasyni að Helgafelli

Upphaf

Vegna manna manndóm bar / mætur drottinn hæðanna …

Niðurlag

… sjálfra vegna mannanna. Amen.

Athugasemd

17 erindi.

Efnisorð
17 (58r-v (bls. 115-116))
Pétur nefndur er hér einn
Titill í handriti

Eitt kvæði um forklárun Kristí á fjallinu helga

Upphaf

Pétur nefndur er hér einn / annar Jakob drottins sveinn …

Viðlag

Tók sér Kristur tvo og einn

Niðurlag

… fagurt var sem fyrir þá bar á fjallinu því. Endir.

Efnisorð
18 (58v-61r (bls. 116-121))
Lífsleiðing
Titill í handriti

Einn kveðlingur sem kallast Lífsleiðing. Kveðinn af sál. Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Dægrastytting skemmta skal / skýrum drottins börnum …

Niðurlag

… læri hvör sem kýs.

Athugasemd

50 erindi.

Efnisorð
19 (61r-63r (bls. 121-125))
Grímseyjarvísur
Titill í handriti

Hér skrifast Grímseyjarvísur. Með lag: Uppá fjallið Jesús vendi

Upphaf

Almáttugur Guð himna hæða / hátt sitjandi yfir kerúbín …

Lagboði

Uppá fjallið Jesús vendi

Niðurlag

… hann fyrir utan tál. Amen. Endir.

20 (63v-64v (bls. 126-128))
Sérhver manneskja syndug er
Titill í handriti

Einn sálmur ortur af sál. Þormóði Eiríkssyni anno 1707. Lagið er: Faðir vor sem á himnum ert

Upphaf

Sérhvör manneskja syndug er / sannlega þar um vitni ber …

Lagboði

Faðir vor sem á himnum ert

Niðurlag

… biðjum þig vægðar auðmjúkast. Amen.

Athugasemd

24 erindi.

Efnisorð
21 (64v-67r (bls. 128-133))
Rímur af Illuga Tagldarbana
Titill í handriti

Ein sjóhrakningsríma, kveðin af sál. Þormóði Eiríkssyni

Upphaf

Skáldin hafa skilningsgóð / skýr með visku sanna …

Niðurlag

… Guð um eilíf dægur.

Athugasemd

98 erindi.

Efnisorð
22 (67r-70r (bls. 133-139))
Hugdilla
Titill í handriti

Eitt kvæði sem kallast Hugdilla

Upphaf

Fram úr þögn skal þylja / þó það veiti tregt …

Niðurlag

… og hvörskyns raunabót. Endir.

Athugasemd

60 erindi.

23 (70r-96v (bls. 139-182))
Rímur af barnæsku Jesú Krists
Titill í handriti

Rímur af Jesú Kristí barndómi

Upphaf

Ei mun gott að uppi kyrr / Austra ferjan standi …

Niðurlag

… jómfrú dýr var Jóhann hjá / Jesú …

Athugasemd

Vantar aftan af. Endar í 76. vísu 10. rímu.

Blaðsíðutal er rangt frá og með bls. 166 sem tölusett er 156.

Bls. 183-190 eru glataðar en á þeim mun hafa verið Einn gamall stafrófssálmur, Ræða sakamannsins Friðriks og bænarstef.

Efnisorð
24 (97r-98v (bls. 191-194))
Stefjabæn
Upphaf

… annað fegra en þig á krossi þínum …

Niðurlag

… ó, Jesú, kom og dvel ei lengi. Amen.

Athugasemd

Niðurlag stefjabænanna (sjá athugasemd við næsta lið að ofan).

Efnisorð
25 (98v (bls. 194))
Gæskunnar ein hin góða
Titill í handriti

Eitt vers

Upphaf

Gæskunnar ein hin góða / gef þú mér kraftinn þinn …

Niðurlag

… dýrð, heiður, dro[ttinn] minn. Amen.

Efnisorð
26 (99r-163r (bls. 195-325))
Tíðavísur
Titill í handriti

Fimmtíu og sex tíðavísur yfir árin 1779 til 1834 ortar af síra Jóni Hjaltalín, sóknarpresti til Breiðabólstaðar og Narfeyrarsafnaða á Skógarströnd

Upphaf

Vakni frýir virðar hér / vakni … og sveinar …

Niðurlag

… minnið linna þrátt eg finn. Endir.

Athugasemd

Vantar innanúr bls. 227-228.

Fyrsta síðan virðist vera tölusett 185 en á að vera 195.

27 (163r-164v (bls. 325-328))
Ljóðabréf
Höfundur

Hallvarður Hallvarðsson

Titill í handriti

Ljóðabréf Hallvarðs Hallvarðssonar

Upphaf

Efni birta mitt skal mál / í mærðar blandi …

Niðurlag

… þeir sem lesa hald til góða. Endir.

Athugasemd

57 erindi.

Efnisorð
28 (164v-167r (bls. 328-333))
Vinaþökk
Titill í handriti

Eitt kvæði sem nefnist Vinaþökk ort af sál. Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Get ég ekki gjört með þögn að híma / gott mun vera að stytta fyrir sér tíma …

Niðurlag

… hér og um aldir alda. Endir.

Athugasemd

Undir fyrirsögn stendur: Eins eru mörg erindin í kvæði þessu og stafirnir í þessum orðum: Guðmundur Bergþórs son hefur gjört kvæðið.

35 erindi.

29 (167r-169v (bls. 333-336))
Veronikukvæði
Titill í handriti

Eitt kvæði um þá kvinnu Veroniku

Upphaf

Kveð ég um kvinnu eina / á Kristí dögum þessi var …

Niðurlag

… héðan af heimi færi. Endir.

Athugasemd

23 erindi.

30 (169v-170r (bls. 336-337))
Sálmur um nafn Jesú
Titill í handriti

Vísur um það sæta nafnið Jesú

Upphaf

Jesú nafn er einka sætt í munni / það eflir sanna gleði í hjartans grunni …

Niðurlag

… amen þér margfalda. Endir.

Athugasemd

10 erindi.

Efnisorð
31 (170r-v (bls. 337-338))
Ó, Jesú Krist, Guðs einkason
Titill í handriti

Ein huggunarsamleg játning og bæn. Lagið: Jesú Kristi, þig kalla ég á

Upphaf

Ó, Jesú Krist, Guðs einkason / eilíf góðgirnd þig hræri …

Lagboði

Jesú Kristi, þig kalla ég á

Niðurlag

… í ríki þín sálu að næra.

Athugasemd

4 erindi.

Efnisorð
32 (171r-182r (bls. 339-361))
Heimspekingaskóli
Titill í handriti

Einn kveðlingur sem kallast Heimspekingaskóli, ortur af sál. Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Þegar fólki er þannin vart / að þenkja uppá gaman …

Niðurlag

… enginn er honum jafn. Endir.

33 (182v-183r (bls. 362-363))
Herra Jesú ég hrópa á þig
Titill í handriti

Einn góður sálmur. Lagið: Herra Guð í himnaríki

Upphaf

Herra Jesú ég hrópa á þig / hjartanu vægðu mínu …

Lagboði

Herra Guð í himnaríki

Niðurlag

… amen um aldir alda.

Athugasemd

19 erindi.

Efnisorð
34 (183r-186r (bls. 363-369))
Veðrahjálmur
Titill í handriti

Veðrahjálmur kveðinn af síra Jóni Hjaltalín árið 1784. Lagið: Hvör sem ljúfan Guð lætur ráða

Upphaf

Ó, þú jökull, sem jörðu hylur / og jafnan harðnar meir og meir …

Lagboði

Hver sem ljúfan Guð lætur ráða

Niðurlag

… fríðir englar og mennirnir. Amen. Endir.

35 (186r-191r (bls. 369-379))
Það gjörðist á himna hæðum
Titill í handriti

Kvæði um tempran guðlegrar réttvísi og miskunnar eftir syndafallið, ort af síra Ólafi Einarssyni. Með Liljulag

Upphaf

Það gjörðist á himna hæðum / hróðrar efni er nú skal ljóða …

Lagboði

Liljulag

Niðurlag

… það af tungum öllum sunginn. Endir.

Notaskrá

Kvæðið er prentað í Vísnabók 1612.

Athugasemd

124 erindi.

Efnisorð
36 (191v-195r (bls. 380-389))
Sjóhrakningsríma
Titill í handriti

Ein sjóhraknings ríma er skeði 30ta janúarí 1841, kveðin af Jóni Guðmundssyni

Upphaf

Rennur dagur nú á ný / næsta vel lifandi …

Niðurlag

… messi fljóð í hljóði.

Athugasemd

185 erindi.

Efnisorð
37 (195v-197r (bls. 390-393))
Kvæði af Naman sýrlenska
Titill í handriti

Eitt kvæði af Naman sýrlenska

Upphaf

Hlíði þeir sem henda gaman að kvæðum / og hafna vilja öðrum verri ræðum …

Niðurlag

… mun hér endir kvæða. Endir.

Athugasemd

28 erindi.

38 (197r-198r (bls. 393-395))
Kvæði af fuglinum Pellíkanus
Titill í handriti

Kvæðið um fuglinn Pellíkanus

Upphaf

Pellikanus heitir hann / hefur sá dyggðir fleiri …

Niðurlag

… ástin þín er öllum blessuð meiri. Endir.

Athugasemd

13 erindi.

39 (198r-v (bls. 395-396))
Kvæði af fuglinum Halkíon
Titill í handriti

Eitt kvæði af fuglinum Halkíon

Upphaf

Halkíon frá ég að heitir fugl / hafs í miðju flóði …

Niðurlag

… hjálpi oss öllum himnafaðirinn góði. Endir.

Athugasemd

10 erindi.

40 (198v-199r (bls. 396-397))
Kvæði um pálmaviðinn
Titill í handriti

Eitt kvæði um pálmaviðinn

Upphaf

Af pálmaviðinum Davíð dregur / dæmin góðum manni …

Niðurlag

… linast hann ei þó langar þrautir kanni. Endir.

41 (199r-200r (bls. 397-399))
Dyggðir dúfunnar
Titill í handriti

Eitt kvæði af dyggðum dúfunnar

Upphaf

Dúfan ljúf og einföld er / ekki hefur til meina …

Niðurlag

… utan það sæt ástarþelið hreina. Endir.

Athugasemd

13 erindi.

42 (200r-v (bls. 399-400))
Um veraldarinnar hofmennsku
Höfundur

Sigfús Guðmundsson

Titill í handriti

Eitt kvæðiskorn um veraldarinnar hofmennsku og aðrar hennar athafnir, kveðið af síra Sigfúsa

Upphaf

Hoskir menn sem heimsins mekt / sér höfðu mest til búna …

Niðurlag

… eru þeir burtu núna.

Notaskrá

Kvæðið er prentað í Vísnabok 1612.

Athugasemd

6 erindi.

Neðst á bl 200v: Endir bókarinnar. Ég undirskrifuð Þórunn Þorsteinsdóttir á þessa bók með réttu og enginn annar. Sama nafn er á bl. 8v.

43 (201r-v (bls. 401-402))
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Innihald bókarinnar

Skrifaraklausa

Endir innihaldsins

Athugasemd

Efnisyfirlit í 43 liðum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
201 bl.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking. Auk þess eru blaðsíðumerkingar sums staðar með síðari tíma hendi.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi er ca 40.
  • Víðast strikað fyrir efri spássíu.
  • Síðutitlar.
  • Griporð víða.

Ástand

  • Handritið er morkið á jöðrum og hefur texti víða glatast af þeim sökum.
  • Einnig hafa blöð glatast innan úr handritinu.
  • Blöðin hafa verið límd á sýrulausan pappír.

Skrifarar og skrift

Að mestu með hendi Þóru Þorsteinsdóttur.

Skreytingar

Lítillega flúraðir upphafsstafir á stöku stað.

Band

Handritið er óinnbundið en því er pakkað inn í umbúðapappír og hörð pappaspjöld fest utan um með hvítum borðum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, líklega um miðja 19. öld en ekki fyrir 1841 (sbr. bls. 380).

Ferill

Þóra Þorsteinsdóttir hefur átt handritið upphaflega og líklega einnig skrifað það.

Aðföng

Handritastofnun Íslands keypti handritið af Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta á Ísafirði um 1968.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði handritið 23.-28. júlí 2008 og 3. maí 2010 (sjá einnig óprentaða skrá SÁM-handrita).

Viðgerðarsaga
Blöð handritsins voru límd á sýrufrýjan pappír eftir 1968.

Notaskrá

Lýsigögn