Ein falleg | Kvæðabók | innihaldandi | Mörg andleg lær- | dómsrík kvæði, sálma og | söngvísur, samt aðra skemtun- | ar dikte, með ýmsum lögum, og artugum melodís.| Ort og samsett | af þeim gáfuríka og nafnfræga | drottins kennimanni | séra Ólafi að Söndum | í Dýrafirði fyrir vestan. En uppskrifuð eftir gamallri bók af | Hallgrími Jónssyni Thorlacius, | að Berunesi, anno 1727. (Bl. 1r).
„I. Iðrunarkvæði.“
„Sjálfur Guð drottinn sannleikans / sagt hefur málshátt þann ... “
„... hugraun minni Guð hjálpa þú við.“
32 erindi.
„II. Iðrunarkvæði.“
„Margur unir í myrkri sér / megi hann skemtun finna ...“
„... frómu kristinn far vel dagana alla.“
48 erindi.
„III. Iðrunarkvæði.“
„Ó, Eg manneskjan auma / erfitt mér ganga vill ...“
„... minn Guð vor meinin græði og græði.“
17 erindi.
„IV. Iðrunarkvæði.“
„Þó erindin vísna vessa / vilji mér falla þungt ...“
„... lof sé Guði án enda.“
13 erindi.
„V. Iðrunarkvæði.“
„Enn vil eg einu sinni / yrkja kvæði um stund ...“
„... hvort eg lifi eða dey.“
16 erindi.
„VI. Iðrunarkvæði.“
„Eg skal hér byrja mín skriftamál / skýrt fyrir kristnum mönnum ...“
„... þér sé lof án enda.“
34 erindi.
„VII. Iðrunarkvæði.“
„Mér væri skyldugt að minnast á þrátt / minnar sálar fátækt og stóran vanmátt ...“
„... láttu mig aldrei ljúfur Guð minn losna frá þér.“
10 erindi.
„Nú eftirfylgir af Guðs boðorðum og góðum verkum Vísur og kveðlingar.“
„Hress upp þinn hug / opna þitt eyra ...“
„... að þjóna hvað oss af þér býðst.“
9 erindi.
„Eitt gyllini kvæði uppá A.B.C. etc.“
„Alleina til Guðs set eg trausta trú / á tæpa manns hjálp ei bygg þú ...“
„... oft hefur margan hug það kreinkt.“
24 erindi.
„Einn dygða spegill af Guðs boðorðum.“
„Hljóttu guðs náð hvorn og einn / sem heitir og ert hans lærisveinn ...“
„... hér er nú mál að þagni.“
31 erindi.
„Af seinni töflunni.“
„Sú aðalrót allra dygða / almáttugur Guð minn ...“
„... og líkni hann er kvað.“
40 erindi.
„Nokkur kvæði af bíblíuritningu. Fyrsta kvæði.“
„Mér tekur að þykja tíminn langur úr máta / mín tunga vill því skemtan í frammi láta ...“
„... og líkni hann þeim er kvad.“
30 erindi.
„Annað kvæði.“
„Ævin misjöfn yfir hann dreif / á ýmsa veguna hamingjan sveif ...“
„Af Jóseph unga Jakobs syninum fríða ...“
„... þó agi hann oss til enda lífsins tíða.“
30 erindi auk viðlags.
„Kvæði af þeirri bersyndugu kvinnu. Luc: 7.cap.“
„Andleg skáldin iðka mest /efnið úr guðspjalls ræðum ...“
„... so að hann þorni í stað.“
44 erindi.
„Kvæði af þeirri kanversku kvinnu. Matth. 15.“
„Kennir í dag oss kristnum vinum / kvinnan heiðna í Guðspjallinu ...“
„Sá er hjálpari sérhvors manns ...“
„... ljúfur og hjálpar snar.“
9 erindi auk viðlags.
„Ein söngvísa af forkláran Kristi á fjallinu. Matth. 17.“
„Önd mín sé öllu angri svipt / efni sér kvæði af helgri skrift ...“
„... bera hjáp oss þitt okið sætt.“
13 erindi.
„Á móti búksorg. Matth: 6. Tón: Lifandi Guð þú lít þar á.“
„Yfir herrum tveim enginn mann / undir eins þjónað getur ...“
„Lifandi Guð þú lít þar á“
„... sá sé á söng mínum endi.“
16 erindi.
„Enn ein söngvísa.“
„Hugsun kalda / hef eg að halda ...“
„... og þreyi so af.“
20 erindi.
„Kvæði af kristilegum herskrúða.“
„Frá öndverðri æskutíð / Guðs lýð er gjarnt og að reyna ...“
„Guðs lýð er gjarnt hér að reyna ...“
„... stórt stríð um stund hverja og eina.“
25 erindi auk viðlags.
„Enn eitt guðspjallskvæði. Matth: 22.“
„Herra minn Guð helgasti / hjartans vinur trúfasti ...“
„... lof Guði og lotning veita.“
20 erindi. Línur fyrir nótur, en engar nótur.
„Eitt kvæði af IX mannsins óvinum hér í heimi.“
„Gaumgæfið kristnir og gefið til hljóð / sem guðrækni hafið sanna ...“
„... lát oss og stöðuga standa.“
15 erindi.
„Vísur og kveðlingar til kristum. Um hans herra fæðing.“
„Dýr fæðingin drottins vors Jesú Kristi / dauðlegan hag vorn með sínum krafti ...“
„... lof Jesú, lof þér.“
5 erindi. Línur fyrir nótur, en engar nótur.
„Annað kvæði um góða heimför.“
„Burt skal hrinda beisku dauðans kvíða / Maríu son hefur mér í vil ...“
„Tefja mun eg af tímann vetrarhríða ...“
„... heimför góða hreppa mun eg á síðan.“
19 erindi auk viðlags.
„Annað kvæði sömu meiningar.“
„Adam braut og öll hans ætt / Evangelium er dýrmætt ...“
„Evangelium er dýrmætt ...“
„... vinnur sorgar móðum.“
8 erindi auk viðlags.
„Kvæði um góða samvisku.“
„Gjörist mín hyggjan glóð og þýð / því Guðs er lundin blíð ...“
„... þú mín sál þessu gjarnan vel hlýð.“
13 erindi.
„Annað kvæði sömu meiningar.“
„Guðs míns dýra / gjöri eg að skýra ...“
„... herrans Jesú dýra blóð.“
13 erindi.
„Þriðja kvæði, nær eins.“
„Umburðarlyndið birti eg best / blómstur guðrækninnar ...“
„... enn óþolinmæði er eitran sálarinnar.“
13 erindi.
„Enn eitt kvæðiskorn. Tón: Í heimi þessum er enginn etc.“
„Faðir vor Guð og frelsari kær / flyt þér til mín og vert mér nær ...“
„Í heimi þessum er enginn“
„... gef þú eg komist í himininn þinn.“
14 erindi.
„Um baráttu holds og anda, í einu kristnum manni hér á jörðu.“
„Mín ástundan mest sú er / meðan eg lifi í heimi og ...“
„Það man lengst sem lærir fyrst ...“
„... þá mun um síðir náttúran þýðast námið.“
19 erindi auk viðlags.
„Söngvísur á morgna og kvöld. Morgunpsálmur. Tón: Á þig alleina Jesú krist etc.“
„Minn Guð um þessa morgunstund / mjúklega vil eg þig lofa ...“
„Á þig alleina Jesú krist“
„... amen, amen sé ætíð það.“
14 erindi.
„Nú koma Huggunkvæði. Kveðin fyrir góða vini og flest í kvennlegginn. I. kvæði.“
„Manninum er og mjög so varið / mun það sjaldan hann hugsi ei parið ...“
„... mun eg so enda hið fyrsta krydd.“
34 erindi.
„Annað parturinn.“
„Aldinið annað eg upp mun leita / í þessu einu það fólgið má heita ...“
„... sem faðma að sér ráðin góð.“
14 erindi.
„II. huggunarkvæði. Með lag sem hjónasinna.“
„Herra Guð himinins og jarðar / heita gjöri eg á þið ...“
„Hjónasinna.“
„... öllum þegar eg dey.“
13 erindi.
„III. huggunarkvæði.“
„Blessan Guðs og blíða hans einninn líka / boðast þér hin verðuga heiðurs píka ...“
„... og brjóta máls fegurð alla.“
21 erindi.
„IV. huggunarkvæði. Með lag sem hjónasinna“
„Eg vil so mitt ávarp byrja / til yðar mín góð jómfrú ...“
„Hjónasinna.“
„... biðlundargóð hin blíða etc.“
18 erindi.
„V. huggunarkvæði. Lag sem við Ellikvæði gamla.“
„Holl í hagkvæman tíma / heilsan mín sé yðar send ...“
„Ellikvæði gamla.“
„... í friði Guðs líf hin fróma.“
13 erindi.
„VI. huggunarkvæði.“
„Blessi Guð þig kvendið kært / og kvitti af hugarins pín ...“
„... og sjái minn Guð til þín.“
10 erindi.
„VII. huggunarkvæði.“
„Sértu kvödd með sæmd og virt / seljan ofnis láða ...“
„... auðnan fylgi aldurs stundum þínum.“
18 erindi.
„VIII. huggunarkvæði. Tón: Gæskur ríkasti græðari minn etc.“
„Guðs náð og blessan greiðist góð / gifturík yfir þér meyjan rjóð ...“
„Gæskur ríkasti græðari minn“
„... og heilagur í hug þér byggi.“
10 erindi.
„IX. huggunarkvæði. Þegar bólan gekk.“
„Helst er mér nú af hjarta leið / hörmung náunga minna ...“
„... Kristur þess öllum unni.“
18 erindi.
„X. huggunarkvæði.“
„Heilbrigðum manni hvörjum ber / að harma á með sem líða ...“
„... enn gálausir forsmán líða.“
18 erindi.
„XI. huggunarkvæði. Tón: sem Á Krist allkæran Guð etc. “
„Mælt er fyrr enn Guð gleður / grætur hann raunum meður ...“
„Á Krist allkæran Guð“
„... og hér með fögnuði fyllir.“
14 erindi.
„XII. huggunarkvæði.“
„Þér vil eg kurteist kvendi / kærlega heilsan mína ...“
„... bróðurleg ráðin lagði eg yður þar inni.“
15 erindi.
„XIII. huggunarkvæði. Tón: sem við Hugbót.“
„Hér hef eg lítinn harma grá / mér hugað í ljós að færa ...“
„Hugbót.“
„... fyrir miskunar huggun blíða.“
16 erindi.
„XIV. huggunarkvæði.“
„Syrg ei mín sæta, syrg ei þú / bið eg Guð þér bæta ...“
„... mín hjartans frú.“
13 erindi.
„XV. huggunarkvæði.“
„Jesús sonur hins góða Guðs / gleðji þið mær hin bjarta ...“
„... að gott eg á nokkuð vinni.“
4 erindi.
„Eitt kvæði að menn sálist uppá Guðs fyrirheit.“
„Orðið guðs er andi og líf / í andláti styrkir það menn og víf...“
„Sigursælan sérhvorn þann má prísa ...“
„... á dómi Guðs hann dýrðlegur mun upprísa.“
19 erindi auk viðlags.
„Ein vísa, nefnd Drykkjuspil.“
„Gleður mig oft sá góði bjór / Guði sé þökk og lof ...“
„... og hýr gleður hug minn.“
Hluti þessa kvæðis er birt í: Sigurjón Einarsson: Séra Ólafur á Söndum, bls. 109.
15 erindi auk viðlags.
„Ein söngvísa. Tón: Hugraun mitt hjarta stangar.“
„Kom þú minn herra Kristi / kom nú og blessa mig ...“
„Hugraun mitt hjarta stangar.“
„... so læt eg kvæðið standa.“
Endir þess fyrra parts af þessari kvæðabók.
11 erindi.
„Einn sumar boði.“
„Blessaðan tíma börn Guðs mega það kalla / sem Krists upprisan kennist á ...“
„... sýni oss blíðu alla.“
23 erindi.
„Kvæði um hrörnan Íslands.“
„Nokkuð einslega nú vilja mér / nálægar stundir líða ...“
„Fyrnist Ísland fríða ...“
„... far vel Ísland fríða.“
11 erindi auk viðlags.
„Ævisaga þess sem bókina hefur diktað.“
„Mjög hneigist þar til mannslundin hrein / að minnast á drottinn með skáldskapargrein ...“
„... þung mæða hugarins þar sneyðir hjá.“
17 erindi. Línur fyrir nótur, en engar nótur.
„Góðar óskir yfir konu sinni og börnum eða einn lukkuboði.“
„Jesú Sýraks læt eg í ljósi / lærdómsgrein í kvæði einu ...“
„... hér so vendi kvæði á enda.“
40 erindi.
„Elli kvæði þess sem bókina hefur diktað.“
„Fræðaspil eg finna vil / fólkið má vel hlýða til ...“
„Hin góða elli að garði fer ...“
„... so vel mun ævin gá.“
13 erindi auk viðlags.
„Annað Elli kvæði. Lag sem við Lilju.“
„Roskinna manna siður og sinni / sem og ellin tekur að hrella ...“
„Lilju lag“
„... friðarins anda lofgjörð vandist.“
34 erindi.
„Eitt húsmóður kvæði, sem lúin er af langvarandi mæðu og bústarfi.“
„Skaða mun ei þó skemti eg mér / og skýri frá því sem drottinn lér ...“
„Eg hefi tryggð við traustan Guð minn bundið ...“
„... úr minnisbygð skal mér því aldrei hrundið.“
31 erindi auk viðlags.
„Annað húsmóður kvæði.“
„Gott er að eiga þig Guð minn að / gjörist mér skylt að prísa það ...“
„Þá gæfugrein, Guð minn lát ei dvína ...“
„... þung eru mein að missa vinsemd þína.“
19 erindi auk viðlags.
„Kvæði sent dóttur nafni sínu.“
„Kvæði vil eg með kærleg skil / kveða fyrir þér ágætt sprundið rjóða ...“
„... þú ber drósin dóttur nafn mitt góða.“
12 erindi.
„Annað kvæði eins.“
„Líð mín dóttir ljúf mannleg / þó lítt megi ræðan falla ...“
„Séð fæ eg þig sjaldan ...“
„... í hönd með þér að halda héðan til sín.“
20 erindi auk viðlags.
„Barnagælur, að dilla með börnum.“
„Með því eg skyldumst / að mæla og hugsa ...“
„... skírðum þeim öllum skaparans fuglum.“
20 erindi.
„Af einni jómfrú sem pínd var vegna kristilegrar trúar. Tón: Einn herra eg best ætti / er mínar etc.“
„Eitt sinn með öðrum kristnum / ein var guðhrædd jómfrú ...“
„Einn herra eg best ætti / er mínar“
„... so endast kvæðið vífs.“
15 erindi.
„Af tveimur systrum utanlands skéð Anno 1617. Tón: Allt mitt ráð til Guðs eg set etc.“
„Karlmenn og kvinnur öldruð og ung / áhlýðið þessi tíðindi þung ...“
„Allt mitt ráð til Guðs eg set“
„... amen það ætíð standi.“
20 erindi.
„Lofkvæði eins bónda eftir fengna frelsan af Guði úr hrakreisu, eitt sinn þá hann ferðaðist.“
„Mjög skyldugt það mönnum er / að meta og virða í brjósti sér ...“
„... so heiðrandi sonur og andi, sjá til mín. Amen amen.“
23 erindi.
„Registur bókarinnar.“
„ A. Adam fyrst því valda til vann- ...“
„... Æ. Ætíð lofi þig öndin mín.“
„Skrifarinn til eiganda bókarinnar.“
Mörg eftirrit eru til af Kvæðabók Ólafs Jónssonar að Söndum, en elsta handritið er talið vera NKS 139b 4to.
„Gaf margar gramar töfra / gáfur séra Ólafi ...“
„... dvína so bækur mínar.“
J. Þorkelsson. (1888) Om digtningen på Island i det 15. og 16. århundrede, s. 455.
Ólafur Davíðsson. (1894) Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði.
„Anno 1727. Hallg. J. S. Thorl. (bl. 117r).“
Hallgrímur Jónsson Thorlacius, kansellískrift, kansellíbrotaskrift í fyrirsögnum.
Rammi teiknaður utan um titilsíðu (bl. 1r).
Letur sem er skreytt: á titilsíðu (bl. 1r), í kafla fyrirsögnum (bl. 13r, 19v, 32v, 58r, 61r, 70r, 113r, 117r), við lok bókarinnar (bl. 112r).
Fyrirsagnir kvæði/sálma eru skrautskrifaðar (sjá bl. 2r).
Í lok hvers kvæðis er smá skreyting (sjá bl. 4v).
Bókahnútur (bl. 69v).
Upprunalegt band (202 mm x 154 mm x 20 mm).
Skinnband, spjöld klædd blindþrykktu brúnu skinni. Blindþrykktur kjölur með gyllingu, „Bræðabök“. Saurblöð tilheyra bandi.
Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (224 mm x 177 mm x 32 mm). Límmiði á kili með safnmarki.
Fremri flötur bands er rispaður og kápan snjáð.Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. april 1997.
Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.
MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 27. november 2023 ; bætti við skráningu 26. januar 2024.
Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 293.