Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1499 4to

Fornmannasögur ; Ísland, 1890

Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda níunda bindi. Skrifaðar eftir gömlum bókum anno MDCCCXC (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r)
Efnisyfirlit
2 (3r-22v)
Sagan af Reinald og Rósu
Titill í handriti

Sagan af Reinald og Rósu

Upphaf

1. kap. Sá konungur réði eitt sinn fyrir Spanía er Arden hét …

Niðurlag

… Þau konungur og drottning önduðust í hárri elli, og þá tóku niðjar þeirra ríkið eftir afgang Reinalds konungs. Og með þessu efni endar sagan af Reinald konungi og Rósu drottningu.

Efnisorð
3 (23r-55v)
Sagan af Hermanni og Ingvari
Titill í handriti

Sagan af Hermann og Yngvar

Upphaf

1. kap. Í Vallandi liggur eitt auðugt greifadæmi við Miðjarðarhafið, það er Taskanía nefnist …

Niðurlag

… Konungur varð gamall maður, og andaðist í góðri elli, en börn hans erfðu fé og lönd, og urðu mestu menn og kynsæl. Og lýkur þar með sögunni af Hermanni og Ingvari.

Efnisorð
4 (56r-71v)
Saga af Álaflekk
Titill í handriti

Sagan af Álaflekk Ríkarðssyni

Upphaf

1. kap. Svo byrjar þessa sögu, að Ríkarður hefur konungur heitið, hann réði fyrir Englandi …

Niðurlag

… Þau Álaflekkur og Þorbjörg drottning stýrðu lengi Englandi, og önduðust í hárri elli. Og við þetta lýkur sögunni af Álaflekk og Þorbjörgu drottningu.

Efnisorð
5 (72r-85v)
Sagan af Títus og Sílónu
Titill í handriti

Sagan af Títus og Sílónu

Upphaf

1. kap. Tanni er bóndi nefndur og bjó við skóg einn í Armeníulandi …

Niðurlag

… Hann lét sækja stigamennina í skálann og kom þeim í sátt við landsmenn, fékk þeim síðan bústaði og kvonföng, og lifðu þeir eftir það í friði, og héldu hlýðni við jarlinn. Og lýkur við þetta sögunni af Títusi jarli og Sílónu.

Efnisorð
6 (86r-224v)
Mágus saga
Titill í handriti

Sagan af Mágusi jarli og Ámundasonum

Upphaf

1. kap. Svo hefir byrjað eitt ævintýr af einum frægum og fjölmennum Frakklands konungi …

Niðurlag

… Margt brallaði Mágus jarl / meir en eftir vonum; / í vináttu við keisara karl / kom Ámundasonum.

Efnisorð
7 (225r-254v)
Lykla-Péturs saga og Magelónu fögru
Titill í handriti

Sagan af Lykla-Pétri og Magelónu hinni fögru

Upphaf

1. kap. Fyrir Próvinsía og Akvitanía réði forðum voldugur og velkristinn greifi sem hét Jóhann Serverus …

Niðurlag

… Eftir farsælt líf og heiðarlegt dóu þau bæði og varð skammt á milli þeirra, voru þau bæði grafin að Sankti Péturs kirkju af Magelónu, stendur sú kirkja enn í dag og er nú kölluð heilagrar þrenningar kirkja. Og ljúkum vér hér sögunni af Lykla-Pétri og Magelónu hinni fögru með sögðu efni.

Efnisorð
8 (255r-363v)
Fortunatus saga
Titill í handriti

Sagan af Fortunatus Þórðarsyni og sonum hans þeirra lukkupungi og óskahatti

Upphaf

1. kap. Í Eypría liggur ein borg er Tamagusta heitir …

Niðurlag

… Á því kostulega aðsetri fannst mikið gull, silfur og dýrgripir, einnin húsbúnaður hinn ágætasti. Og endast hér Fortunatus saga sem skrifuð og útlögð var að Berufirði anno sextán hundruð níutýgi af sýslumanni Jóni Þorlákssyni.

Efnisorð
9 (364r-400v)
Sagan af Sigurði konungi og Snjáfríði
Titill í handriti

Sagan af Sigurði Hlöðverssyni og Snjáfríði drottningu

Upphaf

Svo byrjar sögu þessa að fyrir Arabíu réði konungur sá er Hlöðver hét …

Niðurlag

… Sigurður konungur og drottning hans stýrðu ríki sínu með miklum skörungsskap og önduðust í hárri elli. Og ljúkum vér þessari sögu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 400 + i blöð (196 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi skrifara: 5-800 (3r-400v).

Blaðmerkt fyrir myndatöku.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson í Tjaldanesi.

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1890.
Aðföng

Magnús Jónsson í Tjaldanesi, seldi, 1909.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. bindi, bls. 536-538 .

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 28. mars 2017.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn