Ættartölubók eftir Jón Gunnlaugsson á Skjöldólfsstöðum um 1684, umbætt og aukin af Sigurði Jónssyni á Höskuldsstöðum í Breiðdal, en hann hafði áður verið lögréttumaður í Hegranesþingi.
Á fáeinum stöðum bregður fyrir hendi Árna prófessors Magnússonar í athugasemdum.
Bókin hefur að geyma lauslegar ættarrakningar frá nokkrum heldri mönnum.
Nokkrar lausavísur um nytsemi ættartalna eru þar (næst eftir formála) eftir síra Gunnar Árnason að Stafafelli, Hallgrím Jónsson Thorlacius (síðar sýslumann) og síra Guðmund Högnason að Hofi í Álftafirði.
Titilblað og efnisskrá er framan við með hendi Páls stúdents Pálssonar.
Bókin hefur hingað til verið talin frumrit (ekki er nefnt, hvort heldur Jóns á Skjöldólfsstöðum eða Sigurðar á Höskuldsstöðum), en ekki verður betur séð en að hún sé með hendi Jóns sýslumanns Þorlákssonar í Berunesi, og honum var bókin ætluð, sbr. formála Jóns á Skjöldólfsstöðum framan við.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 1 // Mótmerki: Fangamark DI (á víð og dreif á blöðum 1-66).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 2 // Mótmerki: Bókstafir (...DIM?) (49-50).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 3 // Mótmerki: Fangamark IB: (51-64, 67-70).
Tvídálka.
Leturflötur er um 246-260 mm x 123-130 mm.
Línufjöldi er 31-39.
Ísland, í lok 17. aldar.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 3-4.
Ása Ester Sigurðardóttir bætti við skráningu, 10. október 2024Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 29. júní 2015.