„Hér hefur upp Brennu-Njáls sögu“
Handritið er skrifað eftir Reykjabók (AM 468 4to), eins og AM 467 4to.
„Mörður hét maður er kallaður var gígja …“
„… er ágætastur maður hefur verið einhver í þeirri ætt.“
Og Lúkum vér þar Brennu-Náls sögu.
Með hendi Jóns Magnússonar, einhvers konar blendingsskrift en skrifari stælir líklega forrit sitt.
Band frá 19. öld (186 mm x 150 mm x 60 mm). Pappaspjöld klædd dökkbrúnu skinni með gyllingu á kili. Á kili er gylltur titill: Niali comb: historie. Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn á spjaldblaði auk safnmarksmiða. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn fyrir Árna Magnússon, líklega á fyrsta fjórðungi 18. aldar.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.
Morten Grønbech gerði við í maí til ágúst 1995. Ekki hreyft við bandi en lagt í nýja öskju. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.