Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

KBAdd 565 4to

Njáls saga ; Danmörk, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-332v)
Njáls saga
Titill í handriti

Hér hefur upp Brennu-Njáls sögu

Vensl

Handritið er skrifað eftir Reykjabók (AM 468 4to), eins og AM 467 4to.

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var gígja …

Niðurlag

… er ágætastur maður hefur verið einhver í þeirri ætt.

Baktitill

Og Lúkum vér þar Brennu-Náls sögu.

1.1 (332v)
Vísa um Njál
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
vi + 333 + vi blöð (178 mm x 138 mm). Blað 133 er autt.
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar með blýanti en aðeins á rektósíður, 1-664.
 • Það hefur einnig verið blaðmerkt með blýanti en aðeins á tíunda hvert blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 140-152 mm x 90-95 mm.
 • Línufjöldi er 16.
 • Vísuorð eru sér um línu.

Ástand

 • Skorið hefur verið ofan af handritinu við band en það hefur ekki skert texta.
 • Nokkrar vatnsskemmdir eru á blöðum handritsins, einkum framarlega, en það hefur ekki skert texta.
 • Leturflötur hefur dökknað vegna bleksmitunar.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Magnússonar, einhvers konar blendingsskrift en skrifari stælir líklega forrit sitt.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Víða á spássíum eru athugasemdir um staðsetningu vísna í frumritinu.
 • Á blöðum 22r-25r er uppfylling á eyðu í forritinu.

Band

Band frá 19. öld (186 mm x 150 mm x 60 mm). Pappaspjöld klædd dökkbrúnu skinni með gyllingu á kili. Á kili er gylltur titill: Niali comb: historie. Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn á spjaldblaði auk safnmarksmiða. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn fyrir Árna Magnússon, líklega á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við í maí til ágúst 1995. Ekki hreyft við bandi en lagt í nýja öskju. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn