Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 1 4to

Jónsbók ; Ísland, 1681

Titilsíða

Lögbók Magnúsar kóngs. Íslendingum útgefin enn nú að nýju. Skrifuð á Hólum í Hjaltadal. Anno 1681. (3r)

Athugasemdir

Jónsbók er lögbók sem tók gildi 1281 og nefnd eftir Jóni Einarssyni (d. 1306). Jónsbók er til í fjölmörgum handritum. Varðveitt eru yfir 260 handrit. Sumar lagagreinarnar Jónsbókar eru enn í gildi. Þetta eintak var ritað á Hólum 1681, er á góðum pappír og með rúmum spássíum; snyrtilega skreytt með myndstöfum og yfirskrift í tveimur litum, bláum og rauðum. Bókahnútar í lok hvers kafla eru oft mjög glæsilegir. Teikningarnar tvær af Magnúsi Hákonarsyni konungi á síðunum á undan titilsíðunni kunna að virðast einfeldningslegar, en innihalda þó ljónið og öll önnur tákn valds konungs. Kaflarnir í Jónsbók einblína á landnotkun, hjáleigu, réttindi einstaklingsins, landbúnað, sjórétt, hjónabands- og sifjalög; og erfðalög, auk fátækralöggjafar og laga um þjófnað.

Jónsbók a book of laws, named after Jón Einarsson (d. 1306) who wrote a large part of its first manuscript, was issued in 1281 and became very popular. Even today it is preserved in over 260 copies of manuscripts and some of its sections are still valid. This copy is written in the bishopsite of Hólar in 1681 on quality paper with lavish margins neatly written with ornated capitals and headings in two colours, blue and red. Vignettes or tailpieces at end of chapters are sometimes quite magnificent. Two drawings of King Magnus Hakonarson on the pages ahead of the title page might be a bit naivistic but have got the lion and all the other symbols of the king’s power. Jónsbók's chapters focuses on use of land, tenancy, personal rights, farming, maritime law, marriage and family law, and inheritance, in addition to poor law and theft law.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-226v)
Jónsbók
Titill í handriti

Lögbók Magnúsar kóngs

Efnisorð
1.1 (4r-6r)
Formáli
Titill í handriti

Magnúsar kóngs bréf

Upphaf

Magnús með Guðs miskunn …

Efnisorð
1.2 (7r-16r)
Þingfararbálkur
Titill í handriti

Þingfararbálkur og segir um alþingis skikkan og nefndarmenn

Upphaf

Friður og blessun vors herra …

Efnisorð
1.3 (17r-25v)
Kristindómsþáttur
Titill í handriti

Hér hefur Kristindómsbálk og segir um kristilega trú og um þá hlýðni er menn eiga að veita kóngi og byskupi

Upphaf

Það er upphaf laga vorra Íslendinga …

Efnisorð
1.4 (26r-28v)
Kóngsþegnskylda
Titill í handriti

Hér hefur annan hlut lögbókar og segir um þegnskyldu við kóng og skattgjald

Upphaf

Í nafni vors herra …

Efnisorð
1.5 (29r-53v)
Mannhelgi
Titill í handriti

Hér hefur mannehlgi, þriðja hlut lögbókar

Upphaf

Það er fyrst í mannhelgi vorri …

Efnisorð
1.6 (54r-59v)
Kvennagiftingar
Titill í handriti

Hér hefur inn fjórða hlut lögbókar sem er um kvenna giftingar

Upphaf

Faðir og móðir skulu ráða giftingum dætra sinna …

Efnisorð
1.7 (60r-76v)
Erfðatal og arfatökur
Titill í handriti

Hér hefur almennilegt erfðatal

Upphaf

Sú fyrsta erfð …

Efnisorð
1.8 (77r-88v)
Framfærslubálkur
Titill í handriti

Hér hefur framfærslubálk hvörir ómagar eiga með lögum fram að færa

Upphaf

Hver maður á fram að færa föður sinn og móður …

Efnisorð
1.9 (89r-97v)
Landabrigðabálkur
Titill í handriti

Hér hefur hinn fimmta hlut lögbókar sem er landabrigði

Upphaf

Hvar sem ungum manni tæmist land í erfð …

Efnisorð
1.10 (98r-150v)
Landsleigubálkur
Titill í handriti

Hér hefur landsleigu bálk hinn VI. hlut lögbókar Íslendinga

Upphaf

Ef maður vill annars jörð leigja …

Efnisorð
1.11 (151r-162v)
Rekabálkur
Titill í handriti

Hér ehfur rekabálk og segir um reka viða og hvala og annarra hluta

Upphaf

Hver maður á reka allan …

Efnisorð
1.12 (163r-181v)
Kaupabálkur
Titill í handriti

Hér hefur sjöunda hlut lögbókar og heitir kaupa bálkur

Upphaf

Það er nú því næst að …

Efnisorð
1.13 (182r-198v)
Farmannalög
Titill í handriti

Hér hefur áttunda hlut lögbókar og kallast farmannalög

Upphaf

Sú ein er lögleg fartekja en engin önnur …

Efnisorð
1.14 (199r-211v)
Þjófabálkur
Titill í handriti

Hér hefur níunda hlut lögbókar og kallast þjófabálkur

Upphaf

Það er nú því næst …

Efnisorð
1.15 (212r-226v)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Hér hefur almennilegt registrum íslenskrar lögbókar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.

Blaðfjöldi
i + 226 + i blað (190 mm x 152 mm). Autt blað: 16v.
Tölusetning blaða

Eldri blaðmerking með blýanti á 20. hverju blaði.

Handrit blaðmerkt með blýanti fyrir myndatöku.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 130 mm x 100 mm.
  • Línufjöldi er 20.
  • Griporð.
  • Síðutitlar.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Skreytingar

Heilsíðumyndir á blöðum: 1v og 2r.

Skreytt titilsíða og skreyting umhverfis titil: 3r.

Upphafsstafir með mannamynd 7r, 17r, 75v, 77r.

Flúraði upphafsstafir mjög víða í rauðum, gulum og bláum litum, sjá 27r og 42v.

Bókahnútar: 6r, 16r, 25v, 28v, 53v, 59v, 76v, 88v, 97v, 150v, 162v, 181v, 198v, 211v og 226v

.

Skrautbekkir við fyrirsagnir og upphaf texta, sjá t.d. 4r og 17r.

Skreyting við griporð, sjá: 31v Sjá: Halldór Hermannsson, Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages, Islandica 28 (1940), s. 23.

Band

Band frá því um 1681 (205 mm x 165 mm x 48 mm).

Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu brúnu skinni, með spennu. Upphleyptur kjölur. Horn og miðjuskjöldur úr málmi (látúni).

Snið rauðýrð.

Límmiðar á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, Hólum í Hjaltadal 1681.
Ferill

Eigandi handrits: Þorleifur Halldórsson á Hrísum hefur átt handritið 1812: Þessa bók á ég undir skrifaður en enginn annar. Til merkis mitt undir skrif nafn, Hrísum, dag. 2. maí 1812. Þorleifur Halldórsson. (1r)

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR A. 5.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson skráði, 1. september 2011 ; Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 21. október 2009 ; Handritaskrá, 3. b.

Notaskrá

Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Lýsigögn
×

Lýsigögn