Hér hefur Danakonungasögur. Samansettar og útlagðar af þeim fróða og lærða sýslumanni herra J. Espólín en eftir hans eiginhandarriti skrifaðar að Starrastöðum. Anno MDCCCXVIII. (1r)
„Formáli“
„Sögu þessa er hér kemur fyrir sjónir hef ég skrifað sjálfum mér til skemmtunar og dægurstyttingar í mesta hasti, til hver verks ég enga tíð hafði nema að vaka um nætur og á helgidagskvöldum, hef ég því hripað einhvern veginn og stundum í hálfrökkri, en aldrei neitt komist til að vanda, ei heldur neitt getað samanlesið, hvers vegna ske kynni, að í einstökustað vantaði í lítið orð eða staf í orð, sem ég vona samt að óvíða verði, vil ég því biðja þann ef einhver kynni að lesa þessa bók (sem mér veri kært að enginn gjörði sér ómat til) að lagfæra slíkt. Manna-, staða- og borganöfn setti ég mér að láta ekkert aflagast. Band og ritregla er víðast sem í þeirri bók sem ég eftirritaði. Það sem í einstökustað er skrifað neðan til á spássíurnar er ekki gjört í þá meiningu að látast vilja endurbæta með því söguna, heldur fyrir tilmæli þess sem um hana hefir beðið og sérdeilis lítið ágrip af Gústav Adólfi Svíakonungi. Skrifarinn. (1v)“
„Þáttur Valdemars gamla og Knúts sonar hans“
„Þáttur Valdemars hins sigursæla er Íslendingar kalla hinn gamla og sona hans“
„Þáttur Valdemars konungs (atterdags) og Ólafs dóttursonar hans“
„Saga Friðriks konungs 1sta“
Rangt innbundið. Framhald á blöðum 146r-152v
„Saga Kristjáns konungs þriðja“
Rangt innbundið. Framhald á blöðum 138r-145v
„Saga Kristjáns konungs hins fimmta og af þeim konungum er síðan hafa verið“
„Kapítulatal bókarinnar“
„Brúnaborgar bardaga kviða“
„Ræsir herjarla, rekka hringgjafi, Harri Aðalsteinn …“
Pappír.
Gömul blaðsíðumerking 3-570 (3r-285v), 2-39 (292v-311r).
Rangt inn bundið. Rétt röð blaða: 146-153, 138-145.
I. 1r-291v, 311v-312r: Einar Bjarnason.
II. 292r-311r: Jón Espólín.
Á blaði 1r er efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents
Á blaði 138r er spássíugrein: Hér varð feil þá bókin var innbundin, og verður að lesa eftir bls. tölunni. Eiga þessar 16 bls. að innsetjast milli pag. 288 og 325. Eigandi bókarinnar. E.
Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu pergamenti, úr eldra bandi, með spennu.
Snið tvílit.
Fremra spjald- og saurblað er úr grófum umbúðapappír.
Límmiðar á kili.
Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.
Áður ÍBR. A. 17.
Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.
Örn Hrafnkelsson skráði, 14. september 2009 ; Handritaskrá, 3. b.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi , bls. 207.
Myndað fyrir handritavef í október 2009.