Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Holm. Perg. 18 4to

Sögubók ; Ísland

Athugasemd
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-12r)
Heiðarvíga saga
Upphaf

... [Nú] saknar [Halldór hestanna] og leitar...

Niðurlag

... og lýkur þar þessi sögu.

Athugasemd

Óheil, vantar framan af sögunni og einnig á milli bl. 9 og 10.

2 (12v-24r)
Gunnlaugs saga ormstungu
Titill í handriti

Saga þeirra Hrafns og Gunnlaugs ormstungu eftir því sem sagt hefir Ari prestur hinn fróði Þorgilsson er mestur fræðimaður hefir verið á Íslandi á landnámssögur og forna fræði

Upphaf

Þorsteinn hét maður, hann var Egilsson Skalla-Grímssonar Kveldúlfssonar...

Niðurlag

...og lýkur þar nú sögunni.

3 (24v)
Ævintýr
Upphaf

<S>vo byrjast annað ævintýr...

Niðurlag

....um allar veraldir.

Efnisorð
4 (25r-34v)
Hrólfs saga Gautrekssonar
Upphaf

Þar hefjum vér sögu þessa að Gautrekur...

Niðurlag

... svarar Hálfdán spurt höfum vér að...

Athugasemd

Vantar aftan af, endar í 24. kafla.

5 (35r-54v)
Ólafs saga Tryggvasonar
Upphaf

Heyri þér bræður hinir kristnu...

Niðurlag

...og þótti maklegt að...

Athugasemd

Vantar aftan af handritinu og einnig vantar blöð á milli blaða 37 og 38.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn

Blaðfjöldi
54 blöð (225-246 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða
Blaðmerking 1-54, seinni tíma viðbót. Einnig eru blöð 27r-34r merkt 3-10 og blöð 35r-54r merkt 1-20.
Kveraskipan

Sjö kver.

 • Kver I: blöð 1-8.
 • Kver II: blöð 9-17.
 • Kver III: blöð 18-24.
 • Kver IV: blöð 25-34.
 • Kver V: blöð 35-40.
 • Kver VI: blöð 41-48.
 • Kver VII: blöð 49-54.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Línufjöldi er 27-39 línur.
 • Gatað hefur verið fyrir línum.
 • Auðir reitir fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir, einkum í Gunnlaugs sögu ormstungu og Hrólfs sögu Gautrekssonar.

Ástand
 • Vantar framan og aftan af handritinu og einnig vantar blað/blöð milli blaða 9 og 10, 34 og 35 og 37 og 38.
 • Blaðið sem vantar milli blaða 9 og 10 fannst árið 1951 í Landsbókasafni Íslands (Lbs fragm 1).
 • Vantað hefur framan á handritið þegar Jón Eggertsson keypti það á Íslandi. Árni Magnússon fékk seinna fyrstu tólf blöð handritsins að láni og eyðilögðust þau í Kaupmannahafnarbrunanum 1728.
 • Skrift á blöðum 8v og 54v er mjög máð og illlæsileg.
 • Göt sem myndast hafa við verkun skinnsins, t.d. á blöðum 23, 13 og 42.
 • Texti skertur t.d. á blöðum 1, 35 og 50 vegna rifa í skinni.
 • Blað 47 hefur nærri rifnað í tvennt og texti því skaddaður.
 • Á blaði 52r hefur eitt orð verið skafið úr textanum.
Skrifarar og skrift
Átta hendur.

I. 1r-8v: óþekktur skrifari, textaskrift.

II. 9r-9v, 12v, fyrsta orðið á blaði 13r og upphafsorð kaflans sem byrjar á blaði 20r21. Hann hefur einnig skrifað ofan í síðustu línu blaða 7v og 8r: óþekktur skrifari, textaskrift.

III. 10r-12r: óþekktur skrifari, textaskrift.

IV. 13r-24r: óþekktur skrifari, textaskrift.

V. 24v: óþekktur skrifari, textaskrift.

VI. 25r-28v3 og 28v15-34v: óþekktur skrifari, textaskrift.

VII. 28v3-15: óþekktur skrifari, textaskrift.

VIII. 35r-54v: óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Stækkaðir upphafsstafir, dökkir að lit og sumir flúraðir t.d. á blöðum 10r, 18r, 19v og 20r.

Leifar af upphafsstaf (hugsanlega rauðum) t.d. á blöðum 10v, 19r, 22v og 23r.

Rauðir upphafsstafir t.d. á blöðum 25r, 26v og 27r.

Stór upplitaður upphafstafur á blaði 12v.

Leifar af gulum lit á upphafstaf á blaði 9v.

Upphafsstafir í Ólafs sögu Tryggvasonar eru rauðir (t.d. á blaði 44r), rauðir með dökku flúri (t.d. á blaði 51v) eða dökkrauðir með rauðu flúri (t.d. á blaði 52v).

Í Ólafs sögu Tryggvasonar eru rauðlitar fyrirsagnir við byrjun hvers kafla, t.d. 35r, 42v, 51r.

Inngangsorð Gunnlaugs sögu (blað 12v) eru rauðlituð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
 • Á blöðum 11r og 12r hefur verið bætt við upphafstaf í upprunalega eyðu.
 • Spássíugreinar á nokkrum blöðum, t.d. 2r og 34v.
Band

Handritið er klætt bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.

Slitið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1300 í ONP (Ordbog over det norrøne prosasprog). Skrift á blaði 24v virðist vera með yngri hendi en aðrir hlutar handritsins og gæti hún verið frá ca 1400.
Ferill

Jón Eggertsson keypti handritið á Íslandi árið 1682 eða 1683 fyrir 5 ríkisdali og 3 mörk.

Hann flutti handritið til Svíþjóðar þar sem það var geymt í Antikvitetskollegiet.

Handritið er nú í Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
skráði handritið í febrúar 2016.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn