Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,20

Vitnisburðarbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það meðkennunst ég Þorvaldur Jónsson fyrir öllum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra að ég var staddur í Ögri í Ísafirði um sumarið með fleirum öðrum góðum mönnum …

Athugasemd

Þorvaldur Jónsson staðfestir að hann hafi, ásamt fleiri mönnum (ónefndum), verið vitni að því þegar Magnús Jónsson gaf Elínu Magnúsdóttur, dóttur sinni, jörðina Þórustaði. Bréfið er dagsett 10. mars 1595.

Utanáskrift á bakhlið: Vitnisburður um Þórustaði.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað (51 mm x 220 mm).
Ástand
Brotalínur.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Innsigli

Innsigli Þorvalds Jónssonar er fyrir bréfinu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Hóli í Bolungarvík 10. mars 1595.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu í apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 23. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn