Band frá júlí 1978.
Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saurblöð tilheyra nýju bandi.Áður bundið í band frá tíma Kristian Kålund, (ca. 1883-1919). Pappaspjöld og kjölur klædd brúnum marmara pappír. Varðveitt sér.
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 3. nóvember 1978.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
„A fyrsta pagina stendur ...“
Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam (bl. 2, 4, 7, [9]).
Blaðmerking með blýanti í efra horn rektósíðna 1-8, síðari tíma viðbót.
Eitt kver:
Með hendi Árna Magnússonar o.fl., fljótaskrift.
ATH: Þetta blað hefur sennilega tilheyrt öðru handriti eða öðrum athugasemdum.
„Registur Eda Agrip yfer vora Islendska Logbok handa vngmennum“
„Componerad A stad I Adaluyk þann 21 februari Anno Domine 1685“
Á bl. 1 hefur Árni Magnússon skrifað: „úr bók er ég fékk frá Skafta Jósepssyni 1712.“
Vatnsmerkið finnst einnig í AM 53 8vo.
Tvinnið fremst (bl. 1+1bis) hefur annars konar vatnsmerki.
Blaðmerking með blýanti í efra horn rektósíðna 2-26, síðari tíma viðbót.
Fjögur kver:
Kansellískrift, en undir áhrifum árfljótaskriftar.
Kansellískrift í fyrirsögnum er íburðarmeiri en í megintexta.
Upphafsstafir eru blekdregnir skrautstafir, 1-2 línur.
Skreyting við eða umhverfis griporð, stundum skrifuð með fljótaskrift og stundum með kansellískrift.
Fyrirsagnir skrifaðar með íburðarmeiri kansellískrift.
Á tvinni sem er bætt við fremst í handritið, hefur Árni Magnússon skrifað: „Registur yfir Jonsbok ur bök er eg feck fra Skapta Josefs syne 1712.“ Á versósíðu 1 og 1bis hefur verið skrifað á hvolfi, á latínu.
Árni Magnússon fékk handritið, sem þessi partur var hluti af árið 1712 frá Skapta Jósefssyni (sjá fylgigögn).
„Petur Biarnason ä Tialldanese ...“
Blaðmerking með blýanti í efri ytra horni 1-20, síðar tíma viðbót.
Þrjú kver:
I. Með hendi Árna Magnússonar, fljótaskrift.
II. Sennilega einn af skrifurum Árna skrifaði hluta af bl. 10r-15r og öll bl. 17r-20r, fljótaskrift.
Sumar fyrirsagnir í kansellsíkrift á bl. 10r-15r og öll bl. 17r-20r.
„Holms bokarinnar in folio Contenta“
Blaðmerking með blýanti í efra horn rektósíðna 1-31, síðari tíma viðbót.
Fimm kver:
Blöð eru óskorin.
I. Með hendi Árna Magnússonar, fljótaskrift.
II. Þórður Þórðarson, fljótaskrift. Skrifaði mest á bl. 8r-10v, en líklega ekki fyrstu línu á bl. 8r.
III. Óþekktur skrifari, fljótaskrift, sennilega einn af skrifurum Árna, bl. 19r-19v.
IV. Óþekktur skrifari, fljótaskrift, sennilega einn af skrifurum Árna, bl. 21r-27v.
Í þeim hluta sem skrifarar Árna hafa skrifað, eru sumar fyrirsagnir með kansellískrift.