Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 569 b 4to

Gríms saga Skeljungsbana ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-3v)
Gríms saga Skeljungsbana
Titill í handriti

Sögu af Grími Skeljungsbana sagði Guðmundur Snorrason, vinnumaður Gísla Eiríkssonar á Silfrastöðum í Skagafirði, svo sem eftir fylgir

Upphaf

Á þeim bæ er Kot heitir í Norðurárdal …

Niðurlag

… sagði hann hafa aftur til Íslands komið, eða eigi.

Skrifaraklausa

Söguna sagðist hann hafa heyrt lesna þá hann var ungur piltur með móður sinni.

Athugasemd

Sagan er prentuð eftir handritinu í: Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum I, bls. 245-247, Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum I, bls. 237-238.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
4 blöð (210 mm x 165 mm). Bl. 4v autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt með rauðu bleki.

Kveraskipan

Tvö tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 155 mm x 115 mm.

Línufjöldi 17-18.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Neðst á bl. 3v hefur Árni Magnússon skrifað: Þetta fyrrskrifað communiceraði mér Jón sálugi Eggertsson, í Kaupenhafn: og er þetta framanskrifað ritað eftir hans eigin hendi. - Árni Magnússon.

  • Á bl. 4r hefur Árni Magnússon skrifað, og merkir inn á undan skrifaraklausu: Það mun misminni verið hafa eða missögn. Hann mun hafa heyrt þetta svo sagt, skrifuð mun þessi relation aldrei verið hafa.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (215 mm x 170 mm x 4 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til upphafs 18. aldar í  Katalog I , bls. 731.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. júní 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS grunnskráði 2. nóvember 2001 og fullskráði 13.-14. mars 2017.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. október 1887 ( Katalog I , bls. 731 (nr. 1418).

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Íslenzk rit síðari alda, Munnmælasögur 17. aldar
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Titill: , Eiríks saga víðförla
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: 29
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Safnað hefur Jón Árnason
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Böðvarsson, Bjarni Vilhjálmsson
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn