Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 569 c 4to

Jóns saga Upplendingakonungs

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Jóns saga Upplendingakonungs
Titill í handriti

Inntak úr söguþætti af Jóni Upplandakóngi

Upphaf

Þann tíma er Ólafur kóngur Haraldsson réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… og fór síðan heim í ríki sitt með konu sína.

Efnisorð
2 (2r)
Heimildamenn Jóns sögu Upplendingakonungs og Ásmundar sögu flagðagæfu
Upphaf

Inntak söguþátta af Jóni Upplendingakóngi og Ásmundi flagðagæfu ritaði ég eftir því sem ég heyrða …

Niðurlag

… andaðist á Barði hjá Jóni presti Sveinssyni syni sínum 1690, 76 ára.

Athugasemd

Bl. 2v autt.

Hvor tveggja textinn er prentaður í: Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum I, bls. 284-285, Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum I, bls. 273-274.

3 (3r-9v)
Ásmundar saga flagðagæfu
Titill í handriti

Inntak úr söguþætti af Ásmundi flagðagæfu

Upphaf

Í dal einum fjarri þjóðbyggð í Noregi …

Niðurlag

… Nær þú fékkst það feikna fall / flatur í miðri eysu.

Skrifaraklausa

Lýkur hér svá inntaki söguþáttarins af Ásmundi flagðagæfu.

Athugasemd

Textinn er prentaður í: Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum I, bls. 171-179, Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum I, bls. 163-171.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 9 + i blöð (194 mm x 155-160 mm). Bl. 2v autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt neðst fyrir miðju með blýanti.

Kveraskipan

Þrjú kver

  • Kver I: Blöð 1-2, 2 stök blöð.
  • Kver II: Blöð 3-5, tvinn og stakt blað.
  • Kver III: Blöð 6-9, 2 tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 170-175 mm x 125-130 mm.

Línufjöldi ca 26-28.

Griporð á versósíðum blaða 3v-8v.

Ástand

Texti sést í gegn, einkum á bl. 1.

Blöðin eru nokkuð skítug.

Blettur á bl. 4, en skerðir þó ekki texta.

Blaðbrotsblað milli blaða 1-2 og 2-3.

Skrifarar og skrift

Eyjólfur Jónsson, blendingsskrift.

Band

Band frá 1983 (204 mm x 188 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúki, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Límmiðar framan á kápu og á kili með safnmarki og raðnúmeri. Saurblöð tilheyra bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi sr. Eyjólfs Jónssonar og tímasett um 1700 í  Katalog I , bls. 731.

Samkvæmt AM 477 fol. var áður undir þessu safnmarki einnig Ríma af Ásmundi flagðagæfu í 8vo, en vantar nú.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. nóvember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS grunnskráði 2. nóvember 2001 og fullskráði 15. mars 2017.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. október 1887 ( Katalog I , bls. 731-732 (nr. 1419).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1983. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. B-redaktionen
Ritstjóri / Útgefandi: Hasle, Annette
Umfang: 25
Titill: Munnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Safnað hefur Jón Árnason
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Böðvarsson, Bjarni Vilhjálmsson
Titill: , Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn