Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 a α 4to

Nýi annáll ; Ísland, 1600-1699

Athugasemd
Samansett úr tveimur hlutum: Nýi annáll sem er skrifaður eftir AM 248 fol. og Harðar sögu.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 25 + i blað.
Band

Band frá júlí 1976 (197 mm x 176 mm x 11 mm). Spjöld og kjölur klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Í öskju.

Eldra band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handgerðum pappír. Titill framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr bók frá séra Þorkeli Oddssyni í Gaulverjabæ (sbr. spássíu 1r). Það hefur áður verið í eigu Einars Eyjólfssonar og borist eftir dauða hans til Odds Eyjólfssonar eldri og síðan lánað Páli Oddssyni. Þorkell Oddsson hefur fengið handritið frá föður sínum Oddi Eyjólfssyni eldri ( Hast 1960 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 23. febrúar 2024.
 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P56. apríl 2009 og síðar.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 18. október 2002.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 17. september 1887(sjá Katalog I) 1889:699 (nr. 1358.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn hjá Birgitte Dall í júlí 1976. Eldra band liggur með handritinu í öskju.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 554 a α I 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-2v (a-b))
Nýi annáll
Upphaf

… En fólkið var ekki sjálfbjarga …

Niðurlag

… færðist úr stað bjarg …

Athugasemd

Brot, hafði verið notað fyrir saurblöð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
2 blöð (192 mm x 154 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með blýanti a-b.

Kveraskipan

Tvinn.

Umbrot

 • Leturflötur er 167 mm x 115 mm.
 • Línufjöldi er 30-32.
 • Tákn fyrir ártöl á spássíum 1r-v.

Ástand

Strikað yfir textann langsum.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á blað 1r (a) hefur Árni Magnússon skrifað titil sögunnar sem á eftir fer og upplýsingar um feril.
 • Ártalinu 1413 bætt við á spássíu 2r-v (b).
 • Áherslumerki á 1r.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar (sjá  Katalog I 1889:699 ).

Hluti II ~ AM 554 a α II 4to

Tungumál textans
íslenska
2 (3r-25r (1-23))
Harðar saga
Titill í handriti

Sagan af Hörði og hans fylgjurum þeim Hólmverjum

Vensl

Uppskrift eftir AM 165 e fol.

Upphaf

Á dögum Haralds hins hárfagra byggðist mest Ísland …

Niðurlag

... hefnd verið drepnir sem eftir Hörd ...

Notaskrá

Hast, S. 1960, Harðar saga II 1960:152.

Baktitill

... og lúku vér svo Hólmverja sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
 • Aðalmerki 1: Kóróna eða borg með þremur turnum. Ofan á turnunum eru blómleg form, í miðju fyrir neðan þau, eru tveir stórir og tveir minni hringir (bl. 1, 3, 6, 8, 10, 11, 14, 15, 18, 21 ).
Vatnsmerkið á eldri fremri saurblöðum er mótmerki PD.
Blaðfjöldi
23 blöð (190 mm x 153 mm). Bl. 25v (blað 23v) upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með blýanti 1-23.

Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver II: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver III: 7 blöð, 3 tvinn og stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er 172-180 mm x 135-140 mm.
 • Línufjöldi er 23-28.
 • Leturflötur er afmarkaður með striki langsum eftir ytri spássíu.
 • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

 • Blettótt
 • Skorið hefur verið ofan af mörgum blöðum við bókband og vantar efri hluta fyrstu setninga blaðanna.
 • Blöðin hafa sums staðar fúnað við innri spássíu en texti hefur aðeins skerst óverulega.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Skreytingar

Fyrsti upphafstafur er dreginn hærri (2-3 línur) og breiðari en aðrir stafir.

Tveir bókahnútar við sögulok (bl. 25r (blað 23r)).

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Viðbætur og leiðréttingar skrifara á 6v, 9r, 12r, 17r-v, 18v, 20r, 23v.
 • Á eftir sögunni hefur einhver bætt við: Finis non finis.
 • Á 25v (blað 23v) eru ýmis nöfn og pennakrot. Nöfnin eru m.a.: Þorsteinn, Jón Árnason, Pétur Gissurarson, Páll Oddsson, Eyjólfur Einarsson, Halldór Magnússon.

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar (sjá  Katalog I 1889:699 ). Handritið hefur líklega verið skrifað undir Eyjafjöllum og verið í Vestmannaeyjum í lok 17. aldar.
 • Það var hluti af stærri bók, en í henni hafa einnig verið AM 588 r 4to, AM 613 f 4to, AM 613 g 4to og AM 779 c 4to IV.

Notaskrá

Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður, Opuscula
Umfang: IV
Titill: Harðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Lýsigögn
×
Efni skjals
×

  Hluti I

 1. Nýi annáll
 2. Hluti II

 3. Harðar saga

Lýsigögn