„… gný og eldsgangi, enda var þeim lengra lífs auðið …“
„… og er margt manna frá honum komið.“
Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti, 1-16.
Tvö kver.
Með hendi Björns Jónssonar á Skarðsá, blendingsskrift undir áhrifum frá fljótaskrift.
Band frá árunum 1772-1780 (198 mm x 169 mm x 6 mm). Saumað með hamptaumum í pappaspjöld. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.
Fastur seðill (40 mm x 128 mm) fremst: „Hallfreðar saga vantar upphafið“.
Bókina hefur átt Oddur Sigurðsson lögmaður og hefur Árni Magnússon líklega fengið hana að láni og ekki skilað (E.G.P. 1998).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. október 1975.
Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.