„Hér byrjast saga af Bárði Snæfellsás“
„Dumbur hefur kóngur heitið …“
„… og orti hann drápu um þann Þorvald.“
Og endar hér Bárðar sögu.
Efst á blaði 1r eru 5 línur útkrassaðar. Líklega niðurlag annarrar sögu.
„Hér byrjast saga af Göngu-Hrólfi“
„Hreggviður hefur kóngur heitið …“
„… var það ætlan manna að móðir Gríms …“
Einungis upphaf.
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti 1-10.
Tvö kver.
Talið skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.
Bl. 1v með annarri hendi, fljótaskrift.
Skreyttur upphafsstafur (D), sem hefur verið klipptur úr öðru handriti, límdur yfir upprunalega eyðu á bl. 1v.
Eldra band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.
Árni Magnússon fékk frá séra Ólafi Gíslasyni.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. apríl 1977.
Birgitte Dall gerði við og batt í mars 1976.
Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.