Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 d 4to

Bárðar saga Snæfellsáss ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-10r)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Bárði Snæfellsás

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… og orti hann drápu um þann Þorvald.

Baktitill

Og endar hér Bárðar sögu.

Athugasemd

Efst á blaði 1r eru 5 línur útkrassaðar. Líklega niðurlag annarrar sögu.

2 (10v)
Göngu-Hrólfs saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Göngu-Hrólfi

Upphaf

Hreggviður hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… var það ætlan manna að móðir Gríms …

Athugasemd

Einungis upphaf.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 10 + i blöð (200-205 mm x 163-165 mm). Mestur hluti blaðs 1r er auður.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti 1-10.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: bl. 1-2, 2 stök blöð.
  • Kver II: bl. 3-10, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 172-176 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er ca 33-35.

Ástand

  • Vantar aftan af handritinu.
  • Handritið er blettótt og skítugt.

Skrifarar og skrift

Talið skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Bl. 1v með annarri hendi, fljótaskrift.

Skreytingar

Skreyttur upphafsstafur (D), sem hefur verið klipptur úr öðru handriti, límdur yfir upprunalega eyðu á bl. 1v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á bl. 1r hefur 5 línum verið bætt við efst, en seinna strikaðar út.
  • Spássíugreinar, viðbætur og skýringar ásamt tilvísunum í aðrar sögur, á bl. 4r-v og 5v.
  • Víða strikað undir orð og setningar.

Band

  • Band frá mars 1976 (213 mm x 187 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Safnmarksmiði límdur framan á kápu.
  • Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.

Eldra band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (197 mm x 160 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með efnisyfirliti og upplýsingum um uppruna handrits á rektóhlið: Bardar saga Snæfellzäss. framan af Gaungu Hrolfs sgu nockud lited. Ur bokum sem eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. apríl 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði skv. reglum TEI P5 23. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 3. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 13. september 1887(sjá Katalog I 1889:693-694 (nr. 1335) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við og batt í mars 1976.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magússonar á Íslandi frá október 1993 (í öskju 394).

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter,
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn