„Saga af Víglundi“
„Haraldur kóngur hárfagri, sonur Hálfdanar svarta, var einvaldsherra yfir Noregi …“
„… en Trausti að Ingjaldshóli eftir föður sinn.“
Og lýkur hér þessa sögu.
Upprunaleg blaðsíðumerking 1-43.
Þrjú kver.
Með hendi séra Ketils Jörundssonar, síðléttiskrift.
Band frá árunum 1880-1920 (215 mm x 170 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Safnmarksmiði á kili. Saurblöð tilheyra bandi.
Eldra band var með bókfellsklæðningu úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600, með brotum úr Mannhelgi.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 670, en virkt skriftartímabil Ketils Jörundssonar var ca 1620-1670.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1975.