Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 510 4to

Sögubók ; Ísland, 1540-1560

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-8r)
Víglundar saga
Upphaf

Haraldur hinn hárfagri son Hálfdanar …

Niðurlag

… En Trausti að Ingjaldshváli eftir Þorgrím bónda föður sinn.

Notaskrá
Skrifaraklausa

Og lýkur hér þessi sögu. Að henni má þykja mikið gaman, geymi Guð oss alla saman. Lyktast svo endir að vær séum allir Guði sendir, sá þessar sögur girnist segja, hann þarf ekki löngum þegja, vér köstum allir kvölum og mæði, ef kappar girnast ágætt æði, sögur og menntir og signuð fræði og síðan eftir sannleiks gæði. Hafi þeir þökk er hlýddu, og þeir er söguna þýddu, og Þorgeir (?) er letrið skráði, sjálfur Guð og María þá alla náði. Þrír feðgar hafa skrifað bók þessa og biðjið til Guðs fyrir þeim öllum. Amen.

Athugasemd

Óheil.

2 (8v-21r)
Bósa saga
Upphaf

Hringur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… er hann lét gjöra sér þá hann vann orminn.

Baktitill

Lyktum vér hér sögu Bögu-Bósa og signi hann sankta Busla alla þá sem hér til hafa hlýtt, lesið og skrifað.

3 (21r-32v)
Jarlmanns saga og Hermanns
Upphaf

Meistari Virgilius hefir samansett …

Niðurlag

… sonur þeirra tók ríki er Vilhjálmur hét og lúkum vér þar þessu ævintýri. Hafi þann þakk er fyrir sagði en sá öngva er klórað hefur.

Notaskrá
4 (32v-38v)
Þorsteins þáttur bæjarmagns
Upphaf

Í þann tíma er Hákon jarl Sigurðsson …

Niðurlag

… hurfu hornin Hvítingar.

Baktitill

Lúkum vér þar þætti Þorsteins bæjarbarns.

5 (38v-67r)
Jómsvíkinga saga
Upphaf

Máls er nefndur Tóki …

Niðurlag

… og sagði þar fyrstur manna þessi tíðindi til Íslands.

Baktitill

Og lýkur hér nú Jómsvíkinga sögu. Geymi Guð þann er ritaði og sagði og alla þá er hlýddu á utan enda. Amen.

Efnisorð
6 (67r-88v)
Finnboga saga ramma
Upphaf

Ásbjörn hét maður, hann var kallaður dettiáss …

Niðurlag

…Bjó hann á Finnbogastöðum eftir föður sinn.

Baktitill

Lýk eg nú þar þessi frásögu.

7 (88v-91v)
Drauma-Jóns saga
Upphaf

Heinrekur er maður nefndur, jarl að tign …

Niðurlag

… kastala í ríkum eignum

Baktitill

og lýkur svo þessari frásögu að Guð sé lofaður um allar aldir alda veralda. Amen.

Efnisorð
8 (91v-96r)
Friðþjófs saga
Upphaf

Beli hefur konungur heitið …

Niðurlag

… bona soror et frater …

Athugasemd

Efnisyfirlit yfir þetta handrit er í AM 435 a 4to., bl. 106v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 96 + i blöð (185-192 mm x 133-135 mm; nokkur blöð eru minni og óregluleg í lögun, sjá t.d. bl. 5, 7, 8, 15, 20, 64, 72, 77, 78, 94). Bl. 96 var upprunalega autt.
Tölusetning blaða

 • Handritið er blaðmerkt af Kålund með rauðu bleki efst í hægra horni, 1-96.

Kveraskipan

Tólf kver.

 • Kver I: bl. 1-7, 3 tvinn og stakt blað (bl. 6).
 • Kver II: bl. 8-17, 5 tvinn.
 • Kver III: bl. 18-25, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 26-29, 1 tvinn og 2 stök blöð (bl. 27 og 28).
 • Kver V: bl. 30-38, 3 tvinn og 3 stök blöð (bl. 31, 36 og 37).
 • Kver VI: bl. 39-46, 4 tvinn.
 • Kver VII: bl. 47-54, 4 tvinn.
 • Kver VIII: bl. 55-62, 4 tvinn.
 • Kver IX: bl. 63-70, 4 tvinn.
 • Kver X: bl. 71-80, 5 tvinn.
 • Kver XI: bl. 81-88, 4 tvinn.
 • Kver XII: bl. 89-96, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er að jafnaði 152-165 mm x 110-115 mm.
 • Línufjöldi er ca 25-36.
 • Upphafsstafir eru víða dregnir út úr leturfleti.
 • Griporð á stöku stað (t.d. bl. 7v og 29v).
 • Víða bendistafir á spássíum til að merkja vísur í texta.

Ástand

 • Blöð vantar í handritið á eftir bl. 3 (2 blöð) og 27 (1 blað).
 • Víða eru göt sem hafa orðið til við verkun skinnsins en einnig eru göt og rifur sem skerða texta, sjá bl. 1, 4 og 11.
 • Letrið er máð og slitið víða, einkum á bl. 1r, 7v, 21r-v, 22r, 25v-26r, 38r-40r, 44r-46v, 74r, 77v, 96r.
 • Af bl. 39 hefur partur verið skorinn úr.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

Handritið er skrifað af feðgunum Ara Jónssyni og Jóni eða Tómasi Arasyni frá Súgandafirði, árléttiskrift.

Skreytingar

 • Teikningar af fólki á neðri spássíum bl. 60r og 76r.

 • Hendur og flúr á bl. 57r og 58r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

 • Bandið gæti verið upprunalegt (212 mm x 143 mm x 44 mm). Tréplötur klæddar þrykktu skinni og hefur verið með spennslum. Kjölur upphleyptur. Saurblöð og spjaldblöð eru nýleg.
 • Skinnblað úr þessu bandi hefur verið fjarlægt og flutt í Accessoria 48 d. Það er með latneskri skrift og nótum.

Fylgigögn

 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
 • Blað frá Kaupmannahöfn með kveraskiptingu fylgir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi um 1550. Það er líklega, að undanteknum flestum bl. 8-37, skrifað af sama manni og stóra rímnasafnið í AM 604 4to. Samskonar spássíuathugasemdir og þar (sjá  Katalog I , bls. 670.

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina frá Jóni Þorkelssyni en hann hjá Ingibjörgu Pálsdóttur á Eyri í Seyðisfirði (Sbr. AM 435 a 4to, bl. 106v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall 1978 til mars 1979 og sett aftur í gamla bandið. Saltarabrot tekið úr bandi (kom 1977 í sér bandi).

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem voru keyptar í nóvember 1970.

Notaskrá

Höfundur: Finlay, Alison
Titill: Scripta Islandica, Jómsvíkinga saga and genre
Umfang: 65
Höfundur: Finlay, Alison
Titill: Scripta Islandica, Comments on Daniel Sävborg's paper
Umfang: 65
Titill: Úlfhams saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Litterære forudsætninger for Egils saga,
Umfang: 8
Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: , Har Nordmenn skrevet opp Eddadiktningen?
Umfang: 1-2
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Titill: , Late Medieval Icelandic Romances: bd I-V
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: XX-XXIV
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Lýsingar í íslenskum handritum á 15. öld, Gripla
Umfang: 27
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Jensen, Helle
Titill: , Om to oversættelser af Jómsvíkinga saga
Umfang: s. 264-267
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Kjalnesinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Jóhannes Halldórsson
Umfang: XIV
Höfundur: Morawiec, Jakub
Titill: Scripta Islandica, Danish Kings and the Foundation of Jómsborg
Umfang: 65
Höfundur: Megaard, John
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Studier i Jómsvíkinga sagas stemma
Umfang: 115
Titill: Jómsvíkinga saga & Jómsvíkingadrápa
Ritstjóri / Útgefandi: Petersens, Carl
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)
Umfang: s. 1-97
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Skírnir, Nokkur íslensk handrit frá 16. öld
Umfang: 106
Titill: Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Islandske håndskrifter i England og Skotland
Umfang: 8 (Ny följd 4)
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kapitan, Katarzyna Anna
Titill: Opuscula XVI, Dating of AM 162 B a fol, a fragment of Brennu-Njáls saga
Umfang: s. 217-243
Titill: [Friðþjófs saga]. Sagan ock rimorna om Friðþiófr hinn frækni,
Ritstjóri / Útgefandi: Ludvig Larsson
Umfang: 22
Höfundur: Driscoll, Matthew James
Titill: Variants, Postcards from the edge: an overview of marginalia in Icelandic manuscripts
Umfang: s. 21-36
Titill: Færeyinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 30
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: , Småstykker 9. Fra Snæfjallaströnd
Umfang: s. 366-368
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus, bókagerð bænda
Umfang: s. 120-140
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Saga book, The localisation and dating of medieval Icelandic manuscripts
Umfang: 25
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Orð og tunga, Fagrlegr-farlegr-fallegr
Umfang: 6
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Bókagerð Ara lögmanns Jónssonar, Gripla
Umfang: 19
Titill: Morkinskinna,
Ritstjóri / Útgefandi: Ármann Jakobsson, Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: XXIII-XXIV
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Jómsvíkinga saga
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Bósa rímur, Íslenzkar miðaldarímur: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit
Umfang: s. 136 p.
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Vöruvoð ofin Helga Þorlákssyni fimmtugum, Ofið í draumi
Umfang: s. 61-64
Titill: Danish kings and the Jomsvikings in the greatest saga of Óláfr Tryggvason
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Höfundur: Veturliði Óskarsson, Þórdís Edda Jóhannesdóttir
Titill: Scripta Islandica, The manuscripts of Jómsvíkinga saga : a survey
Umfang: 65
Höfundur: Þórdís Edda Jóhannesdóttir
Titill: Þrjár gerðir Jómsvíkinga sögu, Gripla
Umfang: 28
Höfundur: Þórdís Edda Jóhannesdóttir
Titill: Marginalia in AM 510 4to, Opuscula XVII
Umfang: s. 209-222
Lýsigögn
×

Lýsigögn