Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 509 4to

Víga-Glúms saga auk smápósta um landnám Íslands og norsk lög ; Ísland, 1625-1672

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-44r)
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Hér byrjar Glúms sögu

Upphaf

Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …

Niðurlag

… allra vígra manna hér á landi.

Baktitill

Og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.

2 (44v)
Landnám Íslands
Titill í handriti

Um fund og fyrstu bygging Íslands

Upphaf

Þá Ísland fannst fyrst og byggðist af norskum mönnum …

Niðurlag

… frá holdgan vors herra Jesú Kristi DCCCC og xviij ár.

Efnisorð
3 (44v)
Norsk lög
Upphaf

Anno 1270 voru norsk lög fyrst til Íslands send af Magnúsi kóngi Hákonarsyni …

Niðurlag

… þá hann var undir lok liðinn.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 44 + i blöð (181 mm x 142 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt með blýanti síðar, 1-44.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-44, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 153-157 mm x 115-116 mm.
  • Línufjöldi er 23-25.
  • Upphafsstafur er sums staðar örlítið dregin út úr leturfleti (sjá t.d. bl. 16v).
  • Sögulok enda í totu (bl. 44r).

Ástand

  • Gert hefur verið við brúnir margra blaðanna.
  • Letrið sýnist hafa verið skýrt upp á bl. 1r.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Erlendssonar, fljótaskrift.

Band

Band frá mars 1977 (190 mm x 174 mm x 20 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúki. Grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Eldra band var bókfellsband úr latnesku helgisiðahandriti með skrift og nótum, fylgir ekki með handritinu.

Fylgigögn

  • Seðill (125 mm x 105 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna: Glums saga þesse er ur bok, sem eg feck fra Sigurde Magnussyne ä Feriu. Er med fliotaskrift Sr Jons Erlendzsonar
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á 17. öld. Virkt skriftartímabil Jóns Erlendssonar var á árunum 1625-1672. Handritið var hluti af stærri bók ásamt AM 551 b 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr bók frá Sigurði Magnússyni á Ferju.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS endurskráði samkvæmt reglum TEI P5 16.-18. febrúar og síðar.
  • ÞS skráði 8. mars 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. júní 1887 (sjá Katalog I 1889:669 (nr. 1281) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Bundið af Birgitte Dall í mars 1977. Eldra band fylgir handritinu en þó ekki það sem nefnt er hjá Kålund.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: , Colligere fragmenta, ne pereant
Umfang: s. 1-35
Höfundur: Veturliði Óskarsson
Titill: Slysa-Hróa saga, Opuscula XVII
Umfang: s. 1-97
Lýsigögn
×

Lýsigögn