„Hér byrjar Glúms sögu“
„Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …“
„… allra vígra manna hér á landi.“
Og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.
Handritið hefur verið blaðmerkt með blýanti síðar, 1-44.
Sex kver.
Með hendi Jóns Erlendssonar, fljótaskrift.
Band frá mars 1977 (190 mm x 174 mm x 20 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúki. Grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Eldra band var bókfellsband úr latnesku helgisiðahandriti með skrift og nótum, fylgir ekki með handritinu.
Handritið var skrifað á Íslandi á 17. öld. Virkt skriftartímabil Jóns Erlendssonar var á árunum 1625-1672. Handritið var hluti af stærri bók ásamt AM 551 b 4to.
Árni Magnússon fékk handritið úr bók frá Sigurði Magnússyni á Ferju.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. maí 1977.
Bundið af Birgitte Dall í mars 1977. Eldra band fylgir handritinu en þó ekki það sem nefnt er hjá Kålund.