Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 501 4to

Hænsa-Þóris saga ; Danmörk, 1686-1688

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-23r)
Hænsa-Þóris saga
Vensl

Handritið er skrifað eftir Vatnshyrnu (sjá athugasemd Guðbrands Vigfússonar í AM 477 fol.).

Upphaf

Oddur hét maður Önundarson …

Niðurlag

… og var hinn mesti kvenskörungur

Baktitill

og lýkur þar Hænsa-Þóris sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 24 + i blöð (206 mm x 160 mm). Blað 24 er autt.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-45. Blöð 24v-25v eru ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-150 mm x 115 mm.
  • Línufjöldi er 17-18.
  • Eyður fyrir upphafsstafi.
  • Griporð á bl. 10r og 16v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift undir áhrifum frá fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Fyrirsögn með hendi Árna Magnússonar: Hænsa Þóris Saga.
  • Kaflanúmer á spássíum, e.t.v. með hendi Árna.
  • Á neðri spássíu blaðs 18v er krotað nafn.

Band

Band frá árunum 1880-1920 (210 mm x 168 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.

Saurblöð tilheyra bandi.

Áður klætt bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá um 1600. Á bókfellinu er brot úr Framfærslubálki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Það er tímasett frá hausti 1686 til hausts 1688 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ) og til um 1700 í  Katalog I , bls. 667, en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var ca 1686-1707

Eitt blað í fólíó af sömu sögu með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti hefur legið með þessu handriti en er nú í AM 165 f fol.(sjá AM 477 fol.).

Ferill
Einhver eigandi handritsins hefur krotað nafn sitt á neðri spássíu blaðs 18v. Þar sýnist standa Jörgen Hernitt eigin hand.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 12. júní 1986.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH lagfærði í nóvember 2010.

ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P5 2.-4. febrúar 2009 og síðar.

ÞS færði inn grunnupplýsingar 8. júlí 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 24. júní 1887(sjá Katalog I 1889:667 (nr. 1273) .

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í maí 1986.

Bundið á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter
Umfang: s. 207-212
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Um Vatnshyrnu
Umfang: s. 279-303
Lýsigögn
×

Lýsigögn