Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 127 4to

Jónsbók ; Ísland, 1340-1360

Tungumál textans
íslenska

Innihald

2 (1v-92v)
Jónsbók
Athugasemd

Bl. 1r upprunalega autt.

Efnisorð
3 (93r-)
Réttarbætur Eiríks konungs Magnússonar
Athugasemd

Frá 1294.

Efnisorð
4 (-98v)
Réttarbætur Hákonar konungs Magnússonar
Athugasemd

Frá 1305 og 1314.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
98 blöð ().
Umbrot

Tvídálka.

Skreytingar

Upphafsstafir í mörgum litum og sumir mikið skreyttir, tveir með myndum af kóngum (bls. 4, 13, 129 og 173).

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Teikning af tveimur mönnum, annar með öxi (bls. 29).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Bl. 1r: Maríuvísur. Sextán erinda kvæði um mann sem ekki vildi skrifta en jómfrú María bjargaði sál hans frá helvíti. Skrifað á 15. öld.
 • Bl. 98v: Fjármörk frá Höllustöðum frá 15. öld.

Spássíugreinar frá ýmsum tímum:

 • Bls. 6-11: Brot af Rollants rímum.
 • Bls. 38 og 46: Nýársvers frá 1632 (braghenda), eftir Guðmund Jónsson.
 • Bls. 41: Viðbót frá 15. öld við lagatexta hdr. Með sömu hönd eru minniháttar viðbætur á bls. 45, 48, 63.
 • Bls. 60, 109 og 138: Stakar athugasemdir.
 • Nöfn á eigendum og önnur mannnöfn eru hér og þar á spássíum.

Band

Fylgigögn

 • Fasturseðill (166 mm x 100 mm) með hendi Þórðar Þórðarsonar og Árna Magnússonar: Monsieur Þorsteinn Sigurðsson á Jónsbók í stóru 4to með mjög fornt skriftarlag, er þó bókin ei sérlega svo gömul að sýnist sem skriftin er fornleg, bókin er annars af besta slage sem nær[?] nú höfum, að aldrinum til. Annars nú engar af þeim úrteknu greinum í þessari bók. Aftan við hana eru: Réttarbót Eiríks konungs, Þorlákur lögmaður kom til vor 1293 anno regni 15to RBHK. Þeir af vorum mönnum sem sigla til Íslands anno regni 6to. RBHK. Í fyrstu að þau mál sem kóngsmenn og sýslumenn fá eigi tekið anno regni 15to og er eigi meira. Bókin hefur nýlega átt séra Magnús Hávarðsson á Desjarmýri. En Þorsteinn Sigurðsson fékk hana í Austfjörðum 1711. Þessa bók þarf ég einhvern tíma að lána til að conferera. Ég á nú bókina, og er hún í láni hjá lögmanninum P.J.W. Hún er nú úr láninu aftur til mín komin meö Höfðaskipi 1723.
 • Nákvæm efnislýsing Jóns Sigurðssonar á bláu tvinni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1350 (sjá  ONPRegistre , bls. 444 (sjá einnig tímasetningar á viðbótum)), en til 14. aldar í  Katalog I , bls. 416.

Ferill

Séra Magnús Hávarðsson á Desjarmýri átti handritið, en Þorsteinn Sigurðsson fékk það á Austfjörðum árið 1711. Síðar barst það í hendur Árna Magnússonar, en hann lánaði það Páli Vídalín lögmanni og fékk það aftur frá honum 1723 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. september 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 416-17 (nr. 791). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 6. október 1886. GI skráði 16. apríl 2002.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í febrúar 1973.

Notaskrá

Höfundur: Magerøy, Ellen Marie
Titill: , Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden"
Umfang: Supplementum 7
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages,
Umfang: 7
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Some observations on Stjórn and the manuscript AM 227 fol, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Bókfell og bókmenntir,
Umfang: I
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Titill: Rómverja saga
Ritstjóri / Útgefandi: Þorbjörg Helgadóttir
Lýsigögn
×

Lýsigögn