Réttarbætur Eiríks konungs Magnússonar
Réttarbætur Hákonar konungs Magnússonar
Handritið virðist hafa verið notað við barnakennslu (sjá bls. 102).Blaðsíðumerkt á rektósíðum 1-196, síðari tíma viðbót.
Upphafsstafir í mörgum litum og sumir mikið skreyttir, t.d.:
Rauðritaðar fyrirsagnir.
Spássíuteikningar:
Spássíugreinar frá ýmsum tímum sjá:
Skinnband (267 mm x 194 mm x 64 mm), tréspjöld klædd brúnu skinni, heftisnúrur og trénaglar. Upphleyptur kjölur. Safnmarksmiði á kili.
Skinnbandið er slitið og snjáð, ummerki að það hafi verið spenna, bæði á báðum spjöldum.Handritið liggur í grárri öskju (301 mm x 231 mm x 87 mm).
Tímasett til um 1350 (sjá ONPRegistre, bls. 444 (sjá einnig tímasetningar á viðbótum)), en til 14. aldar í Katalog I, bls. 416.
Séra Magnús Hávarðsson á Desjarmýri átti handritið, en Þorsteinn Sigurðsson fékk það á Austfjörðum árið 1711. Síðar barst það í hendur Árna Magnússonar, en hann lánaði það Páli Vídalín lögmanni og fékk það aftur frá honum 1723 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. september 1980.
Frá 11. nóvember 2024 til febrúar 2025 er handritið ekki aðgengilegt. Það er á sýningunni „Heimur í orðum“ í Eddu.