Skráningarfærsla handrits

AM 181 i fol.

AM 181 i fol. ; Ísland, 1660-1680

Innihald

1 (1r-7v)
Ála flekks saga
Titill í handriti

Sagann af Alafleck

Athugasemd

Bl. 1r autt fyrir utan titil.

Efnisorð
2 (7v)
Víglundar saga
Athugasemd

Einungis upphaf, strikað yfir. Varðveitt í AM 163 m fol.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 2-4 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með bjálkum, fjaðraskúfi og kóróna efst // Ekkert mótmerki ( 7 ).

Blaðfjöldi
7 blöð (305 mm x 195 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking frá 351.

Umbrot

Ástand

Strikað yfir upphaf sögu á bl. 7v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 1 innskotsblað, bætt við fyrir Árna Magnússon, skrifað á versósíðu, einungis titill með hendi Árna á rektósíðu.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1670 í Katalog I , bls. 153. Var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók voru einnig AM 163 e fol., AM 163 m fol., AM 163 n fol. og AM 164 b fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni Múlasýslu (sbr. JS 409 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. maí 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 153 (nr. 279). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. janúar 1886. DKÞ skráði 11. apríl 2001. ÞÓS skráði 26. júní 2020.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn