Skráningarfærsla handrits

AM 181 i fol.

Ála flekks saga ; Ísland, 1660-1680

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Ála flekks saga
Titill í handriti

Sagann af Alafleck

Athugasemd

Bl. 1r autt fyrir utan titil.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð
2 (7v)
Víglundar saga
Athugasemd

Einungis upphaf, strikað yfir. Varðveitt í AM 163 m fol.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki (2-4).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með bjálkum, fjaðraskúfi og kóróna efst // Ekkert mótmerki (7).

Blaðfjöldi
i + 7 blöð (302-305 mm x 192-195 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking frá 351.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað (eitt blað)
  • II: AM seðill - bl. 1 (eitt tvinn)
  • III: bl. 2-7 (6 stök blöð: 2, 3, 4, 5, 6, 7)
  • IV: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 275 mm x 165 mm.
  • Línufjöldi er 39-40.
  • Leturflötur er afmarkaður með tveimur lóðréttum línum, með bleki.
  • Griporð.

Ástand
  • Gert hefur verið við öll blöðin, við kjöl.
  • Blöð eru dökk, margir blettir, sérstaklega neðri helmingur blaða.
  • Strikað yfir upphaf sögu á bl. 7v.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift, en blendingsskrift í fyrstu línu kafla og kansellíbrotaskrift á fyrirsögnum.

Skreytingar

Höfuðstafir eru blekdregnir skrautsstafir (3 línur).

Fyrirsagnir og fyrsta lína kafla (nema fyrir fyrsta kafla) eru skrifuð í kansellískrift og smá skreyttir.

Flúrað um griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 1 innskotsblað, bætt við fyrir Árna Magnússon, skrifað á versósíðu, einungis titill með hendi Árna á rektósíðu.

Band

Pappband frá ca. 1771-1780, á tíma Jens Jacob Weber. Titill og safnmark skrifað á bókarkápu, tveir límmiðar á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi. Tímasett til um 1670 í Katalog I, bls. 153.

Handritið var áður hluti af stærri bókum.

Ferill

Stóru bókina sem handritið tilheyrði þegar Árni Magnússon fékk það kom til hans frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni Múlasýslu (sbr. t.d. seðil í AM 164 b fol.).

Árið 1730 voru blöðin hluti af No. 181 in fol. (sbr. AM 456 fol., 5v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. maí 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 153 (nr. 279). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. janúar 1886.

DKÞ skráði 11. apríl 2001.

ÞÓS skráði 26. júní 2020.

EM skráði kveraskipan 20. júní 2023.

MJG fór yfir skráningu með gögnum frá BS, 13. febrúar 2024.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn