Skráningarfærsla handrits

AM 181 h fol.

Rémundar saga keisarasonar ; Ísland, 1640-1660

Innihald

(1r-23r)
Rémundar saga keisarasonar
Titill í handriti

Remundar | saga

Athugasemd

Strikað yfir upphaf annarrar sögu á bl. 23v.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki í tvöföldum ramma. Fyrir innan er ljón sem heldur á sverði og örvum // Ekkert mótmerki (fastur seðill fremst í handriti).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Bær með þremur turnum og fangamarki HB // Ekkert mótmerki ( 1 , 4 , 6 , 8 , 10 , 12 , 14 , 16 , 18 , 20 ).

Blaðfjöldi
23 blöð (298 mm x 197 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking 449-472.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 2 (tvö blöð + eitt tvinn: spjaldblað, fremra saurblað, fylfgigögn 1+fylgigögn 2)
  • II: bl. 1-4 (4 blöð)
  • III: bl. 5-19 (15 blöð)
  • IV: bl. 20-23 (4 blöð)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (tvö blöð)

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Eyður fyrir upphafsstafi.

Ástand

  • Bl. 21 óheilt neðst.
  • Strikað yfir upphaf sögu á bl. 23v.

Skreytingar

Pennateikning á bl. 14r.

Pennateikning á bl. 15r.

Samskonar pennateikning virðist hafa verið gerð á bl. 18.

Þrjár litskreyttar myndir límdar á bl. 21r, 21v og 22. Af vísum sem síðar hefur verið bætt við, má sjá að myndirnar sýna persónur sögunnar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Vísum í rímametrum bætt við á bl. 21r, 21v og 22.

Band

Fylgigögn

á 3. saurblaði með hendi Árna Magnússonar stendur titill sögunnar: Rémundar saga.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1650 í Katalog I , bls. 152. Var áður hluti af stærri bók sem samkvæmt Jóni Sigurðssyni var skrifuð um 1640-1650 og innihélt einnig AM 181 a-g fol. og AM 181 k-l fol. (sbr. JS 409 4to). Að auki voru í bókinni Elis saga, Flóvents saga og Jarlmanns saga, sem ekki er nú að finna í neinu þessara handrita (sbr. AM 477 fol.).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Þorsteins Björnssonar prests á Útskálum og síðar Sigurðs Björnssonar lögmanns.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. apríl 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 152-153 (nr. 278). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. janúar 1886. DKÞ skráði 10. apríl 2001.ÞÓS skráði vatnsmerki 26. júní 2020. EM skráði kveraskipan 20. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert í nóvember til desember 1993. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi frá Kaupmannahöfn.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Titill: Hemings þáttr Áslákssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn