„Remundar | saga“
Strikað yfir upphaf annarrar sögu á bl. 23v.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki í tvöföldum ramma. Fyrir innan er ljón sem heldur á sverði og örvum // Ekkert mótmerki (fastur seðill fremst í handriti).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Bær með þremur turnum og fangamarki HB // Ekkert mótmerki ( 1 , 4 , 6 , 8 , 10 , 12 , 14 , 16 , 18 , 20 ).
Upprunaleg blaðmerking 449-472.
4 kver:
Pennateikning á bl. 14r.
Pennateikning á bl. 15r.
Samskonar pennateikning virðist hafa verið gerð á bl. 18.
Þrjár litskreyttar myndir límdar á bl. 21r, 21v og 22. Af vísum sem síðar hefur verið bætt við, má sjá að myndirnar sýna persónur sögunnar.
Vísum í rímametrum bætt við á bl. 21r, 21v og 22.
á 3. saurblaði með hendi Árna Magnússonar stendur titill sögunnar: „Rémundar saga.“
Tímasett til um 1650 í Katalog I , bls. 152. Var áður hluti af stærri bók sem samkvæmt Jóni Sigurðssyni var skrifuð um 1640-1650 og innihélt einnig AM 181 a-g fol. og AM 181 k-l fol. (sbr. JS 409 4to). Að auki voru í bókinni Elis saga, Flóvents saga og Jarlmanns saga, sem ekki er nú að finna í neinu þessara handrita (sbr. AM 477 fol.).
Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Þorsteins Björnssonar prests á Útskálum og síðar Sigurðs Björnssonar lögmanns.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. apríl 1996.
Viðgert í nóvember til desember 1993. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi frá Kaupmannahöfn.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.