Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 130 fol.

Sögubók ; Ísland, janúar 1675-febrúar 1675

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-27v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Saga af nokkrum Íslendingum og er kölluð Eyrbyggja.

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

… sögu Þórsnesinga og Álftfirðinga er Eyrbyggja kallast.

Athugasemd

Undir sögulokunum eru tveir bókahnútar, merki skrifara og dagsetning í vísuformi (sjá blað 27v).

2 (28r-44r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Hér byrjar Laxdæla sögu.

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu …

Niðurlag

… ógiftusamlega Þorleiki til handa …

Athugasemd

Endar ófullgerð neðst á blaði 44r. Af upprunalegri blaðmerkingu á blöðum 260-307 sést að blað 304 vantar. Síðasta blað sem skrifað er á er blað 303r en næstu blöð á eftir eru merkt 306 (blað 45r) og 307 (blað 46r). Á blaði 303v er markað fyrir leturfleti og ljóst á því og eldri blaðmerkingu að verkinu átti að halda áfram.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

 • Aðalmerki 1: skjaldarmerki Amsterdam, kóróna með fjaðraskúf og 2 ljón (IS5000-02-0130_6v), bl. 2-36. Stærð: 113 x 99 mm.

  Ekkert mótmerki.

  Notað í 1675.
 • Aðalmerki 2: Fangamark CHVORK fyrir ofan er Hermansdorf flagg og ártal 1670 fyrir neðan (IS5000-02-0130_9v), bl. 79142124-2527323638-39. Stærð: 131 x 123 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 116 mm.

  Aðalmerki 2 (par) (IS5000-02-0130_34r), bl. 11161823293442. Stærð: 140 x 118 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 121 mm.

  Ekkert mótmerki.

  Notað í 1675.

  Framleiðslustaður: Hermsdorf .
 • Aðalmerki 3: Skjaldarmerki með bjálkum og kóróna með fjaðraskrúf efst (IS5000-02-0130_46r), bl. 4446. Stærð: 134 x 85 mm.

  Ekkert mótmerki.

  Notað í 1675.

Blaðfjöldi
ii+ 46 + i blöð (303 mm x 198 mm). Auð blöð: 44v-46v.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking 260-307.

Kveraskipan

11 kver:

 • I: spjaldblað og fremri saurblöð (4 blöð)
 • II: bl. 1-6 (3 tvinn: 1+6, 2+5, 3+4)
 • III: bl. 7-12 (3 tvinn: 7+12, 8+11, 9+10)
 • IV: bl. 13-18 (3 tvinn: 13+18, 14+17, 15+16)
 • V: bl. 19-24 (3 tvinn: 19+24, 20+23, 21+22)
 • VI: bl. 25-27 (eitt tvinn + eitt blað: 25+26, 27)
 • VII: bl. 28-30 (eitt blað + eitt tvinn: 28, 29+30)
 • VIII: bl. 31-36 (3 tvinn: 31+36, 32+35, 34+35)
 • IX: bl. 37-42 (3 tvinn: 37+42, 38+41, 39+40)
 • X: bl. 43-46 (2 tvinn: 43+46, 44+45)
 • XI: aftara saurblað og spjaldblað (2 blöð)

Umbrot

 • Einn dálkur.
 • Leturflötur er ca 285-290 null x 168-173 null.
 • Línufjöldi á blaði er ca 53-58.
 • Griporð eru yfirleitt; hafa þó sumstaðar skerts eða horfið alveg vegna afskurðar blaða (sjá t.d. blöð 12r og 13r).
 • Kaflaskipting.

Ástand

Hér og þar hefur texti á neðri spássíu skerts vegna afskurðar blaða (sjá t.d. blöð 12r og 13r).

Skrifarar og skrift

 • Blöð 43r-44r eru með hendi óþekkts skrifara; fljótaskrift

Skreytingar

 • Bókahnútar eru á blaði 27v.

Band

Band (313 mm x 205 mm x 16 mm) er frá 19. öld.

Spjöld eru klædd viðarlíkispappír; kjölur og horn eru klædd fínofnum líndúki, svörtum. Safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

 • Seðill (83 mm x 167 mm) á saurblaði 2v er með hendi Árna Magnússonar: Eyrbyggja saga. Laxdæla saga. Skrifaðar af Helga Ólafssyni að Skriðu í janúar og febrúar 1675. Ég fékk þetta af Jóni Þorlákssyni sýslumanni í Múlaþingi í bók meðal annarra sagna.
 • Á aftara saurblað rekto er límdur lítill miði sem klipptur er úr stærri texta.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi en Helgi Ólafsson skrifaði það að Skriðu í Norður-Múlasýslu í janúar og febrúar 1675 (sbr. blað 27v og seðil); þrjár síðustu síðurnar eru skrifaðar af óþekktum samtímaskrifara.

Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig a.m.k. AM 163 e fol., AM 163 m fol., AM 163 n fol., AM 164 b fol., AM 181 i fol. og AM 297 b 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni í Múlaþingi (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 18. nóvember 1885 Katalog I; bls. 93 (nr. 159), DKÞ skráði 11. janúar 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18.-19. nóvember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 16. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin og skráði kveraskipan 29. maí 2023.

Viðgerðarsaga

Bundið á 19. öld.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: Eyrbyggja saga. The vellum tradition,
Umfang: 18
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Heizmann, Wilhelm
Titill: , Kannte der Verfasser der Laxdæla saga Gregors des Großen Moralia in Iob?
Umfang: s. 194-207
Lýsigögn
×

Lýsigögn