„Saga af nokkrum Íslendingum og er kölluð Eyrbyggja.“
„Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi … “
„… sögu Þórsnesinga og Álftfirðinga er Eyrbyggja kallast.“
Undir sögulokunum eru tveir bókahnútar, merki skrifara og dagsetning í vísuformi (sjá blað 27v).
„Hér byrjar Laxdæla sögu.“
„Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu … “
„… ógiftusamlega Þorleiki til handa … “
Endar ófullgerð neðst á blaði 44r. Af upprunalegri blaðmerkingu á blöðum 260-307 sést að blað 304 vantar. Síðasta blað sem skrifað er á er blað 303r en næstu blöð á eftir eru merkt 306 (blað 45r) og 307 (blað 46r). Á blaði 303v er markað fyrir leturfleti og ljóst á því og eldri blaðmerkingu að verkinu átti að halda áfram.
Pappír með vatnsmerkjum.
Aðalmerki 1: skjaldarmerki Amsterdam, kóróna með fjaðraskúf og 2 ljón (IS5000-02-0130_6v), bl. 2-3, 6. Stærð: 113 x 99 mm.
Ekkert mótmerki.
Notað í 1675.Aðalmerki 2 (par) (IS5000-02-0130_34r), bl. 11, 16, 18, 23, 29, 34, 42. Stærð: 140 x 118 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 121 mm.
Ekkert mótmerki.
Notað í 1675.
Framleiðslustaður: Hermsdorf .Ekkert mótmerki.
Notað í 1675.Upprunaleg blaðmerking 260-307.
11 kver:
Band (313 mm x 205 mm x 16 mm) er frá 19. öld.
Spjöld eru klædd viðarlíkispappír; kjölur og horn eru klædd fínofnum líndúki, svörtum. Safnmarksmiði er á kili.
Handritið er skrifað á Íslandi en Helgi Ólafsson skrifaði það að Skriðu í Norður-Múlasýslu í janúar og febrúar 1675 (sbr. blað 27v og seðil); þrjár síðustu síðurnar eru skrifaðar af óþekktum samtímaskrifara.
Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig a.m.k. AM 163 e fol., AM 163 m fol., AM 163 n fol., AM 164 b fol., AM 181 i fol. og AM 297 b 4to.
Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni í Múlaþingi (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 18. nóvember 1885 Katalog I; bls. 93 (nr. 159), DKÞ skráði 11. janúar 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18.-19. nóvember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 16. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin og skráði kveraskipan 29. maí 2023.
Bundið á 19. öld.