Band frá 1880-1920 (292 mm x 204 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd pappír með rauðu marmaramynstri. Fínofinn líndúkur á kili og hornum. Saurblöð og spjaldblöð eru nýleg. Leifar af bláum safnmarksmiða á kili.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. janúar 1974.
„Þáttur einn lítill af Þorsteini Þorvarðssyni á Íslandi.“
„Þorsteinn mágur Þorsteins á Bakka …“
„… vestur á Breiðafirði á Hamralandi inn frá Stað.“
„Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar“
„Draum þennan dreymdi Þorstein …“
„… hins gamla er þar ríkti lengi.“
Blaðmerkt síðar með 1 og svo aftur með rauðu bleki.
Stakt blað.
Óþekktur skrifari, kansellíbrotaskrift.
Handritið var skrifað á Íslandi, líklega á seinni hluta 17. aldar.
Textinn er varðveittur í AM 165 f fol.
Einungis upphaf og niðurlag.
„Saga af nokkrum landnámsmönnum Sunnlendinga sérdeilis Þorgils Þórðarsyni kölluðum Örrabeinsfóstra og nokkrum Flóamönnum.“
„Haraldur kóngur gullskegggur réð fyrir Sogni …“
„… og má þessa ætt lengra fram telja í Íslendinga sögum.“
„Nú byrjast Búa saga“
„Helgi bjóla son Ketils flatnefs …“
„… og er mikil ætt frá honum komin“
og endir þar með Kjalarnesinga sögu.
„Nú eftirfylgir sagan af Jökli syni Búa A.sonar.“
„Jökli þótti nú svo illt verk sitt að hann reið þegar í burtu …“
„… tóku þau kóngdóm og ríki eftir hann“
og kunnum vér ekki lengra frá Jökli að segja og endum með þessu hans sögu. Endir.
Handritið hefur verið blaðmerkt með rauðu bleki, 2-51.
8 kver:
Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift.
Innskotsblað (51r) með hendi óþekkts skrifara, fljótaskrift.
Bókina sem handritið tilheyrði hefur Árni Magnússon líklega fengið frá séra Högna Ámundasyni (sbr. önnur AM 165 fol. handrit).